Já og jæja, þá klára ég þetta röfl. Og bráðum set ég líka inn topp tíu plötur, bara svona að gamni. 5. Paradís. Þetta var fyrsta hljómsveitin sem ég fílaði, sirka sjö ára gamall. Ég missti af Pelican, var þá of lítill og enn að hlusta á Síglaða Söngvara eftir Thorbjörn Egner. En Össi vinur minn og nágranni leyfði mér að heyra þessa plötu heima hjá sér á Unnarbrautinni og þetta voru bara mestu töffarar í heimi. Pétur heitinn Kristjánsson söngvari, Ásgeir stuðmaður á trommum, Björgvin Gíslason á gítar og svo einhverjir pappakassar sem ég man lítið eftir... jú, bíðiði, hljómborðsleikararnir hétu Nikulás Róbertsson og Pétur Hjaltested, minnir mig. Ótrúlegt hvað þetta situr í manni. Þið hin kannist auðvitað í mesta lagi við lagið Rabbits sem Paparnir tóku nýlega. En love affair mitt við þessa síðhærðu drengi tók skjótan enda á sautjánda júní næsta sumar, þegar Paradís var hætt en upp úr henni hafði verið stofnuð hljómsveitin Póker. Sú hljómsveit hélt tónleika á skólalóð Melaskólans og ég ne...