Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2007

Memento Mori pt7

Ég fékk bílprófið 1986. Stundum fékk ég lánaðan bíl hjá einhverjum á heimilinu og fór akandi í skólann. Einu sinni var ég á leið heim, vestur Hringbraut. Og þá greip mig eitthvert stundarbrjálæði. Ég var á nokkuð miklum hraða, að minnsta kosti 70, og það kom rautt ljós. Það var langt í að ég kæmi að gatnamótunum og ég hafði nægan tíma til að stoppa. En það gerði ég hins vegar ekki. Æddi bara yfir á rauðu ljósi og fór í svigi á milli bíla sem voru á leið upp eða niður Hofsvallagötu. Hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því að lenda ekki á neinum þeirra.

Memento Mori pt6

Rétt áðan var ég í gamla skólanum mínum, við Hamrahlíð. Þar rifjaðist upp fyrir mér voveiflegt atvik sem gerðist í leiklistartíma árið 1985. Þetta var inni á hátíðarsal skólans. Salurinn er allur klæddur einhverjum ljótasta vegg sem ég man eftir að hafa séð og uppi á sviði eru tvennar dyr á þessum litla vegg. Dyrnar liggja hins vegar ekki að neinu heldur er örmjótt rými milli veggjarins og steypts burðarveggjar sem er þar á bakvið. Í þessum leiklistartíma vorum vð að mig minnir að vinna með hreyfingar. Ég var á þönum út um allan sal í frjálsum spuna og rak augun í þessar dyr. Datt í hug að það gæti verið sniðugt að fara inn um aðrar og koma svo út um hinar. Hins vegar vissi ég ekki að það var alls ekki ætlast til þess að maður færi þá leið. Ég rauk upp á svið, reif upp dyrnar hægra megin og vatt mér inn um þær. Tók nokkur skref í átt að hinum dyrunum, í niðamyrkri auðvitað, en fann þá gólfið hverfa undan fótum mér. Næsta sem ég vissi var að ég staulaðist út um dyr á geymslukompu á hæði

Memento Mori pt5

Það hlaut svo að koma að því að ég kæmist í hann krappan án þess að vera alltaf að detta. Þessi sífelldu slys gætu hugsanlega haft eitthvað með það að gera að ég fæddist nánast staurblindur. Einu sinni þegar við komum í sumarbústaðinn á Kjalarnesi hljóp ég beint frá bílnum í átt að bústaðnum og á gaddavírsgirðingu. Ég er ekki að grínast. Ég sá ekki girðinguna, fór beint á gaddavírinn og það þurfti að bruna aftur í bæinn til að sauma mig saman. Kíkið bara framan í mig næst þegar þið sjáið mig, örið sést ennþá. Nú, en allavega. Þegar ég var lítill fór ég í nokkrar augnaðgerðir þar sem reynt var að laga mig til. Þetta var í gamla daga og ekki búið að finna upp laserinn, svo það var ekkert hægt að gera í því hvað ég var hrikalega fjarsýnn. En það var reynt að gera eitthvað í því hvað ég var rosalega tileygður. Ég held að aðgerðirnar hafi orðið þrjár áður en ég varð þriggja ára. Svo leið og beið, en þegar ég var fjórtán ákvað augnlæknirinn minn að skera mig aftur. Nú átti minnir mig að stil

Memento Mori pt4

Jájá, ég er ekki alveg hættur að detta og meiða mig. Nú síðast í gær var ég að hlaupa á eftir strætó og leit um öxl til að sjá hvað væri langt í hann, missti fótanna og skall mjög harkalega í götuna. Hægri olnboginn á mér er blár, marinn og bólginn, fína úlpan mín rifin og svo er ég allsvakalega aumur í kjálkanum. Vaknaði í nótt og var barasta alveg sárkvalinn, tók 800mg af Íbúfen og sofnaði eins og skot. En þetta var nú samt varla lífshættulegt. Það var hins vegar atvikið sem ég ætla að segja frá í dag. Ég hef verið eitthvað tíu eða ellefu ára og var á leiðinni af Nesinu niður í Vesturbæ til að rukka fyrir Dagblaðið, sem ég bar þá út. Ég beygði af Suðurströnd niður á Nesveg, en í þá daga var þar nokkuð brött brekka. Núna er búið að jafna allt út og byggja Eiðistorg en það er önnur saga. Ég man eftir því að sjá stóran stein rétt fyrir framan framhjólið á þriggja gíra Peugeot kappaksturshjólinu mínu. Svo man ég ekki meir. En framhjólið skall á steininum, reiðhjólið fór í kollhnís en ég

Memento Mori pt3

Og talandi um að lenda heppilega, þá gat ég ómögulega skilið læknana sem sögðu mér að ég væri heppinn þegar ég braut á mér báða handleggina. Ég var uppi á þaki á bílskúrnum heima og niðri í garðinum við næsta hús voru nokkrar stelpur. Ég var eitthvað að spjalla við þær og tók nokkur skref aftur á bak. Það næsta sem ég man var skerandi sársauki í báðum handleggjun og ég staulaðist á fætur, gekk kringum húsið að dyrunum og gat einhvern veginn lagt máttlausa hendi á hurðarhúninn og opnað. Og mér var sagt að ég væri heppinn. Heppinn að hafa ekki lent á bakinu, eða öxlunum. Þá hefði ég getað hálsbrotnað, hryggbrotnað eða bæði.

Memento Mori pt 2

Eins og liggur í augum uppi man ég ekki eftir atburðarásinni í fyrsta hluta. Það sama er uppi á teningnum hér, því ég kannast bara við þessa sögu vegna þess að mér hefur verið sögð hún ansi oft. Þegar ég var á öðru aldursári fór fjölskylda mín í sumarbústað á Kjalarnesi. Það var þegar Kjalarnes var úti á landi en nú er það auðvitað orðið hverfi í Reykjavíkurborg. Merkilegt annars að ég man hitt og þetta úr frumbernsku, til dæmis þegar ég lék í sjónvarpsauglýsingu níu mánaða gamall en þetta, sem gerðist síðar, man ég ekki. En ég hef enga ástæðu til annars en að trúa því að þetta sé satt. Enda týpísk saga um mig að mörgu leyti. Fjölskyldan fór semsagt í sumarbústað á Kjalarnesi, nánar tiltekið í Nesvík held ég, en bústaðurinn var í eigu Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna. Skammt frá bústaðnum var fjaran og eins og þeir vita sem hafa skoðað Kjalarnes eru víða ansi háir klettar fram í sjóinn. Hefði verið háflæði hefði ég kannski drukknað í þessari sögu og þá væri bálkurinn búinn, en það var

Memento Mori pt1

Lítið verið að blogga undanfarið. Mikið að gera í skólanum og svona. En það stendur til bóta. Ekki nema 20 kennsludagar eftir og svo taka við verkefnaskil og próf. En það stefnir allt í það að Eurovision verði eitt stórt og feitt djamm hjá mér því ég er einmitt í síðasta prófinu þann daginn, í námskeiði sem heitir "Áhættuhegðun unglinga" - kannski ég taki smá sýnikennslu á Nasa. En það var nú ekki það sem ég ætlaði að tjá mig um hér í dag. Heldur ætla ég nú að byrja að bæta fyrir letina undanfarið og hefja nýjan sagnabálk. Titillinn er hér fyrir ofan en undirtitill gæti kannski verið "Today is not my day." Ég ætla að segja frá hinum ótrúlega mörgu skiptum sem ég hefði átt að drepast. Því miðað við allt og allt þá ætti ég alls ekki að sitja hér. Þau fjölmörgu skipti sem ég hef horft í augun á manninum með ljáinn eru svo mörg að ég er kominn á þá skoðun að ég sé ódrepandi. Því ef ég væri ekki ódrepandi... þá væri ég dauður. Fyrsti hluti þessa sagnabálks gerist á vordö
Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.