Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2008

Tvífarar vikunnar

Mynd

Hriktir í stoðum atvinnulífsins á Vestfjörðum

Nú á að loka þessum stað. Ekki hefur fengist staðfest hvort það tengist því að ég hef ekkert verið á Ísafirði í sumar...

Annar hápunktur

í Berlínarferðinni var á föstudagskvöldinu þegar ég fékk að velja einn stað til að fara á (Nikki er vanur að ráða, sérstaklega þegar kemur að klúbbum og tónlist, þá má enginn annar ráða) en staðurinnn sem ég hafði haft upp á gengur undir því frábæra nafni Delicious Donuts. Samt ekki hommastaður, sem er eiginlega synd með svona nafn. Við vorum frekar snemma á ferðinni svo við vorum nánast einu kúnnarnir á barnum. Fengum okkur G&T og settumst í þægileg sæti, hlustuðum á þægilega kúl tónlist og spjölluðum. Tónlistin var sirka svona. Skyndilega opnuðust dyrnar og inn streymdi fólk. Ungt fólk og allt eins klætt, í hvíta boli með áprentaðri andlitsmynd sem erfitt var að greina og fyrir ofan myndina stóð "I (hjarta) Berlin" með rauðum stöfum. Liðið hrúgaðist á barinn, í sætin í kringum okkur og á dansgólfið og var augljóslega kófdrukkið upp til hópa. Við pældum mikið í því hvað væri í gangi og upp komu ýmsar kenningar. Við tókum eftir því að fólkið talaði ensku sín á milli en þý

Þjóðverjar eru klikk (staðfest)

Mynd
Glaðir á góðri stund, enda nýkomnir til Þýskaralands. Helgin ekki byrjuð og útlitið bara fínt. Seinna um kvöldið fóru hins vegar margir mánuðir (tíminn er afstæður) í að þræða skemmtistaði í leigubíl - þeir voru allir lokaðir! Þessi aumi staður var einn af þeim fáu sem var opinn og þar dirfðust menn að meina okkur um inngöngu! Af því að það voru engar stelpur í hópnum! Kommon, við vorum fjórir, ekki eins og við myndum fylla staðinn af punghárum?!? Það er ekki ofsögum sagt að tæknihönnun er nokkuð sem Þýskarar kunna. Tæknihönnun og þjóðarmorð, það eru svona þeirra sterku hliðar myndi ég segja. Ekki get ég sagt að ég sé mjög sleipur í þýskaramáli, rétt svona mellufær, en ég skil þetta skilti ekki öðruvísi en að hér sé um að ræða þvottavél sem passar upp á að sokkarnir manns verði ekki aðskildir. Kaupa eina svoleiðis! Einhver mestu vonbrigði ferðarinnar var þessi staður: Checkpoint Charlie. Tveir leikarar í einkennisfötum, skilti og röð af túristum að láta taka myndir af sér með leikuru

Heitt og okeypis bjor

31° hiti i Berlin, get ekki mikid kvartad :+)

Þá fer maður að mæta á völlinn

Mynd
Arnar eða Bjarki Bjarki eða Arnar Þótt skömm sé frá að segja hef ég ekki mætt á einn einasta leik með ÍA í sumar. Fyrst komst ég ekki vegna anna og svo þegar ég fór að hafa tíma til að mæta þá var gengi liðsins svo slakt að ég treysti mér ekki til að mæta og halda geðheilsunni. Í staðinn hef ég mætt tvisvar á Gróttuvöllinn og séð mína menn tapa 2-0 í bæði skiptin og fullyrði að gæði knattspyrnunnar hafa ekki verið verri en ef ég hefði mætt á skagann. En nú kemur betri tíð með blóm í haga. Tvíbbarnir komu, sáu og sigruðu fyrir tveimur árum þegar ástandið var svipað og ég hef fulla trú á að þeir bjargi strákunum frá falli. Svo verða þeir bara að drífa sig á þjálfaranámskeið til að fá að halda starfinu næsta sumar. Áfram ÍA!

Fjölskyldufyrirtækið

Pabbi, mamma, börn og bíll. Öll höfum við einhverntímann unnið hjá flugfélagi allra landsmanna. Pabbi lengst, þó að brói sé nú óðum að ná honum. Hann var einmitt á fundi um daginn þar sem var verið að tilkynna um 2-300 uppsagnir. Þeir sem eru að verða (eða orðnir) atvinnulausir ættu að geta huggast við að horfa á:

Laun heimsins eru vanþakklæti

Mynd
Það var drifið í því að aka austur í vikunni og nýjar tröppur smíðaðar. Sem betur fer hélt sá gamli sig til hlés en það átti svosem eftir að breytast. Alls fór einn týpískur vinnudagur í þetta, en ég var semsagt um átta klst. að ljúka verkinu. Það átti reyndar enn eftir að bæta nokkrum skrúfum við handriðið þegar ég hætti en þar sem borvélin mín var orðin batteríslaus þá var ákveðið að það myndi klárast í næstu ferð. Í morgun var svo rjómablíða og við með lánsbíl til umráða þannig að við ákváðum að skella okkur austur. Ég lauk þá við tröppusmíðina og fór upp í brekku að taka mál af annarri tröppu sem þar er yfir girðingu og er orðin ansi fúin. Tröppuna þarf að nota þegar maður fer upp að læk til að tengja eða aftengja vatnið í bústaðinn. Annað sem við tókum okkur fyrir hendur í ferðinni var að fara í eldhúsið og fleygja ónýtum matvælum. Við fundum sósujafnara frá 1991, 1995 og 1999; Aromat, Season-all og Köd/Grillkrydderi frá 1994, 1997, 2001 og 2003; bláberjasúpu frá 2003; nokkrar kr

Alltaf jafn fyndinn

Hugsjónir

Mynd
Ég ólst upp í kalda stríðinu. "Geislavirkir" með Utangarðsmönnum og svoleiðis. Margir gengu um með nælur eða bætur með svona merki. Átti að tákna það að kjarnorka væri vond. Úti í heimi voru farnar mótmælagöngur. Tsjernobyl gerði mann auðvitað mjög hræddan. Bretar mótmæltu Sellafield og kaninn átti sitt Three Mile Island. Jane Fonda var svaka flott í China Syndrome, þar sem manni var í alvöru talin trú um að ef einhver ýtti á vitlausan takka í kjarnorkuveri í Kaliforníu, þá myndi kjarnorkan bora sér leið niður á við í gegnum jörðina og koma út í Kína. Og þá væri sennilega úti um okkur mennina á jörðinni því varla væri hægt að búa á jörð með gati. Engum datt í huga að benda á að ef maður fer beint í gegnum jörðina frá Kaliforníu þá lendir maður á suðurströnd Ástralíu, ekki í Kína. En í mörg ár forðuðust þjóðir heims að nota kjarnorku. Og héldu áfram að brenna kolum og olíu. Takk, hippar. Fávitar.

43 spurningar

Hildur fékk þetta sent í fjölpósti. Sjálfur þoli ég ekki að fá tölvupósta sem ég á að lesa og gera eitthvað og senda svo á tíu vini mína í skiptum fyrir að fullur peningaskápur hrapi niður úr næsta háhýsi sem ég geng fram hjá og lendi beint fyrir framan mig, opnist og yfir mig rigni auðæfum sem ég má bara stinga í vasann og labba í burtu með. En Hildur gerir sniðugt úr þessu og svarar bara spurningunum á blogginu sínu. Hún hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, so here goes: 1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM? Já, ég er skírður í höfuðið á langalangalangafa mínum sem var sérlundaður furðufugl eins og ég. Upphaflega átti eldri bróðir minn að heita Björn og ég að heita Hrafnkell en foreldrar mínir skiptu um skoðun á ögurstundu. 2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA? Það var í gær þegar ég hélt á Guðlaugu Helgu og hún hjúfraði sig upp að mér. Rósa hélt að ég væri að tárast yfir snilligáfu Sniglabandsins sem við vorum að hlusta á. 3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Ég skrifa oft helvíti skemm

Húsráð Rósu og Bjössa - Part VIII

Þegar börn ná um það bil þriggja mánaða aldri er algengt að þau læri að velta sér á grúfu sem er algeng orsök vöggudauða. Þá getur verið gott að eiga góða heftibyssu og hefta barnið við dýnuna svo það liggi kjurt á bakinu. ATH: oft nægir að hefta bara föt barnsins við dýnuna en sum börn geta verið mjög þrjósk.

Húsráð Rósu og Bjössa - Part VII

Mynd
Þegar lítil börn fá hiksta getur það verið mjög hvimleitt. Gamla trixið með að hræða líftóruna úr barninu virkar oft vel eins og sést á þessari mynd. Þetta barn hikstar sko ekki aftur í bráð!

Blíða og brjálæði í bústaðnum

Mynd
Já, við fórum sem sagt með litla svínið í sumarbústað um helgina. Maður rennir soldið blint í sjóinn með það hvernig það fer í pínulítið kríli að skipta svona um umhverfi - ný lykt, nýtt ryk í loftinu, allt eitthvað svo ókunnuglegt. Enda var hún frekar óróleg um kvöldið og lengi að komast í svefn. Það skilaði sér í prýðilegum morgunsvefni og svo var hún bara í góðum gír daginn eftir og sólaði sig í 23° bongóblíðu. Tveir félagar komu með okkur og leiddist ekki að vera innan um súrefni og fuglasöng, frekar en í fyrri ferðum. Pjakkur er orðinn ótrúlega sjóaður í svona sumarbústaðaferðum enda hefur hann verið að koma með síðastliðin sex eða sjö sumur. Keli ekki eins vanur og ég taldi það á heimleiðinni að hann mjálmaði hvorki meira né minna en 319 sinnum milli Þingvalla og Mosfellsbæjar. Já, mér leiddist á leiðinni heim enda sat ég einn aftur í og hvorki hægt að tala við Rósu (sem var upptekin við að keyra) né tengdapabba (sem heyrir fátt, skilur færra og man ekkert af því sem er sagt við

Ich bin ein Berliner!

Nikki og Doro eru að fara að gifta sig í ágúst. Bachelorferð með Nikka til Berlínar var ákveðin í dag og ég ætla að skella mér eina helgi. Byrja strax á því að safna mér í mottu og möllett og dríf mig í kolaportið að leita að spandexgalla. Hlakka líka mikið til að sjá Berlínarmúrinn. UPPHITUNARMYNDBAND

Staðsetning

Samkvæmt Google Earth á ég heima: 64°9'16" norður 22°0'6" vestur Og þar hafiði það!

Þessi maður er sko ekkert að djóka

Maður veit ekki hvað manni á að finnast um þetta, er ég sammála og er hægt að vera sammála því sem hann segir, þar sem þetta er hann....???

Svo að engum leiðist á meðan...

Bústaðarferð

Mynd
Nú ætlum við að leggja land undir fót og drífa okkur í sumarbústaðinn með Gullu, Kela og Pjakk. Kominn tími til að njóta blíðunnar í sumarfríinu og nýta hana í eitthvað annað en framkvæmdir í íbúðum! Adios!

För dom som pratar svenska...

9 1/2 vikna

Mynd
Gulla var í læknisskoðun í dag. Mældist 5.55kg (var 3.1) við fæðingu og 59cm (var 49). Með þessu áframhaldi verður hún farin að æfa körfubolta 7 mánaða gömul.

Húsráð Rósu og Bjössa - Part VI

Hvað á maður að gera ef það kviknar í barninu manns? Sem betur fer er það sjaldgæft en til eru dæmi um það sem kallast á vísindamáli "spontaneous combustion" og einnig kemur það fyrir hjá reykingafólki að börn fuðra upp á nó tæm. Þá er gott að eiga brunateppi við hendina, eða ef ekki vill betur til er hægt að nota slökkvitæki. Ef slökkvitæki er notað ber að sprauta varlega og sparlega. Ónæmiskerfi ungabarna eru oft viðkvæm fyrir dufti úr slökkvitækjum, en ef um vatnsslökkvitæki er að ræða þá viljum við auðvitað ekki drekkja litla krílinu, er það nokkuð!?

Húsráð Rósu og Bjössa - Part V

Stundum lendir fólk í því að koma að barni sínu í vöggu þar sem það er farið að blána, sérstaklega í framan. Ef slíkt gerist, er það iðulega vegna þess að barninu er kalt. Breiðið teppi eða sæng yfir barnið og hyljið það algerlega svo því hlýni fljótt.

Ekki aftur í IKEA á þessu ári!

Sver það. Það er mannskemmandi að fara þetta. Fyrir nú utan ferðatímann, maður er fljótari á Þingvelli for helvede. Tók eftir einu þegar ég slafraði í mig stórum skammti af kjötbollum - því ég þurfti á k0lvetni að halda til að afbera þetta helvíti - húsgögnin í kaffiteríunni í IKEA eru ekki IKEA húsgögn. Hvernig skyldi standa á því?

Verslunarferð í dag

Mynd
Húrrei! Við fengum pössun og bíl að láni og getum farið í IKEA að kaupa drasl...

Bara svona pæling....

Mynd

Mánagatan tóm

Mynd
Nú þarf bara að finna einhvern til að kaupa helvítið...