Færslur

Sýnir færslur frá október, 2008

Stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti á stórmóti með því að vinna Íra 3-0 í gær. Ætti ekki að koma á óvart. Ingólfur Arnarson kom við á Írlandi og tók með sér allar konur sem gátu eitthvað í fótbolta. Gerðatrína menntamálaráðherra bað um að vera titluð íþróttamálaráðherra og lét hafa eftir sér: Hjúkkit, ég var farin að halda að við Kiddi fengjum enga ókeypis utanlandsferð á næsta ári, sko útaf kreppunni, þússt...?

Hættulegt að sniffa gas

Ertu búinn að skrúfa frá gasinu? - Ég veit það ekki, ég sé ekkert, það er svo dimmt. OK bíddu, ég er með kveikjara. Kabúmm!!! Brennt barn forðast eldinn!

Ráðstefnu og tónlistarhús

It's going well, isn't it? Ég held ég muni það rétt að það hafi verið einhver hugmyndasamkeppni um daginn um hvað þessi bruðlhöll ætti að heita. Getur hún heitið nokkuð annað en Spilaborgin?

Einhversstaðar er ástandið verra en á Íslandi...

Þessi gæti orðið Seðlabankastjóri

...og forseti, og forsætisráðherra, og biskup, og yfirlögregluþjónn, og menntamálaráðherra, og þjóðleikhússtjóri, og landsliðsþjálfari (í öllu) og forstjóri Exista, og borgarstjóri, og fjármálaráðherra, og...

Fiskbúð

Fór í Fylgifiska í dag, þessa á Skólavörðustígnum. Helvíti gott að geta kíkt við þar milli bjóra á Grand og keypt í matinn, eitthvað fljótlegt og ljúffengt. Skoðaði úrvalið, Tandoori steinbít, karrý ýsu og annað gómsætt en ákvað að fá mér Myntu-Karfa. Spurði hvað það kostaði og var sagt að það væri 1790 kr kílóið en ég gæti líka fengið hann á 400 Yen, 2 pund, 6 evrur og fjóra svissneska franka.

How to look good naked

Var að horfa á þáttinn í kvöld. Konan sem var viðfangsefnið var ótrúlega feit, ljót, freknótt, rauðhærð og ömurleg í alla staði. Ég kveið lokamyndatökunni, þar sem ljóst var að hún yrði nakin. Sem betur fer var hún á bak við sófa. How to look good naked (if you're a fat cow) : Stand behind furniture!

Mamma mín

Í nokkur ár hef ég núið móður minni það um nasir að ég muni láta leggja hana inn á Grund þegar hún er orðin nógu elliær til að geta ekki hreyft mótmælum. Í dag hrýs henni hugur við að enda ævidaga sína á Grund, því það er eitthvað svo verkamannalegt. Og hún er sko með mastersgráðu frá Harvard og á því í eigin huga sjálfkrafa rétt á lúxusþjónustuíbúð þar sem hún fær að láta málverkin sín hanga á veggjunum. En eftir samtal okkar í gær hef ég ákveðið að hætta við að hún fari á Grund. Vegna brjóskloss í baki er nefnilega útlit fyrir að fljótlega komist hún ekki inn og út úr íbúðinni sinni á fjórðu hæð í Eskihlíð. Þannig að hún má bara rotna þar.

Kattholt

Já, það er talað um að nú hafi stóraukist eftirspurn eftir köttum úr kattholti. Enda sagði ég það nýlega, að hamstrar eru ekki matvörur!

Leiðréttingar

Það er rétt að það komi fram hér varðandi síðustu færslu að ég fæ í rauninni ekki skrifað á Grand Rokk, skuldirnar mínar eru einfaldlega frystar þar til niðurstaða fæst úr viðræðum við alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Og þar sem stóð að dóttir mín væri heilbrigð átti að sjálfsögðu að standa: "litla svínið er heilbrigt."

Nú byrjar ballið

Glitnir í Noregi sakað um milljarða fjárdrátt. Efnafólk uppvíst að skattsvikum. Fjölgar á vanskilaskrá. Kaupþing segir upp fólki og borgar ekki uppsagnarfrestinn. Ísland lúffar fyrir Bretum og lætur þá lána sér fyrir Icesave skuldunum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bannar íslenskum ráðherrum að segja þjóðinni satt. Ráðherrar skuldsetja þjóðina án samráðs við Alþingi. Þunglyndislyf hækka í verði. Af hverju er ég rólegur? Ég er ekki með myntkörfulán. Íbúðarlánið mitt er á 4.15% vöxtum og ekki með endurskoðunarákvæði, leigan dekkar afborganirnar og vel það. Ég á ekki bíl. Ég er ekki með yfirdrátt. Ég fæ enn skrifað á Grand Rokk. Dóttir mín er heilbrigð.
Til að létta lundina aðeins...

PPRIP

Þá gerum við þetta ekki aftur. Giggið á Grand Rokk var rosalegt, tókum heil 36 lög og þegar ég vaknaði daginn eftir reyndist ég orðinn algerlega raddlaus og það var ekkert annað í stöðunni en að aflýsa seinni tónleikunum sem hefðu átt að vera á Hljómalind. Nú, þremur dögum seinna er ég enn að drepast í bakinu og með bruna/núningssár á olnboganum. Röddin er að smákoma en ég er enn svo hás að ég gæti kallað mig doktor hás. Annars er það að frétta að besta vinkona okkar Rósu er ólétt. Og það er búið að panta viðtalstíma til þess að sækja um þjónustuíbúð fyrir tengdapabba. Já, og ríkisstjórnin er víst að liðast í sundur út af einhverjum brjálæðingi sem neitar að fara út af skrifstofunni sinni. Annars allt með kyrrum kjörum...

Er ég að misskilja eitthvað?

Mynd
Nei, ég hef bara aldrei séð hamstra fyrir mér sem matvörur.

Dilbert

Verð bara að benda á að Dilbert er mjög með á nótunum þessa dagana --------->

Skipt um seðlabankastjóra

Jæja, nú voru loksins að berast þær fréttir að Davíð Oddsson mun senn láta af störfum sem seðlabankastjóri. Í staðinn tekur Lýður Oddsson við starfinu.

Meik

Árni Matt er í útlöndum að tala við menn hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Segir að spjallið sé á jákvæðum nótum, honum sé tekið vel, allir vinalegir. Minnir mann á þegar Change og önnur 70's bönd voru að fljúga út til London til að tala við plötuútgefendur. Þeir voru einmitt jákvæðir, tóku þeim vel, voru vinalegir. Samt kom engin plata fyrr en fíflin í Mezzoforte fóru af stað. Þung er þeirra ábyrgð.

Allt Mezzoforte að kenna

Mynd
Að láta sér detta í hug að selja plötur í útlöndum! Ekki nema það þó! Aldrei hefði neinum dottið í hug að fara í útrás ef þessir asnar hefðu ekki farið í top of the pops.

Paranoia

Klukkan hálftíu í morgun var Fréttablaðið ekki komið. Í huganum spunnust upp ótal samsæriskenningar. Útgáfan farin á hausinn, allur pappír í landinu gerður upptækur til seðlaprentunar, Bretar hafa gert innrás og tekið alla fjölmiðla upp í skuldir... ...svo kom blaðið. Helvítis Pólverjinn sem ber það út hefur bara sofið yfir sig.

Flottust

Mynd

Ef ég væri leikstjóri Áramótaskaupsins...

...djöfull myndi ég núna hringja í John Cleese!

Þessi verðbréfabransi á ekki við mig

Fór í netbankann í morgun eins og alla daga síðan ég gerðist braskari. Sá þá mér til mikillar furðu og ánægju að hægt væri að selja hlutabréf í Glitni á genginu 10,00! Sem er meira en tvöfalt það verð sem ég borgaði fyrir bréfin fyrir viku. Því miður var ég með litla svínið á arminum - mamma í ræktinni - svo ég gat ekki selt strax og varð mjög stressaður að þetta tilboð myndi falla úr gildi á næstu mínútum. Svo kom hún heim, ég kastaði barninu í hana og fór beint í netbankann. Komst þá að því að einhverra hluta vegna hafa kaup mín á hlutabréfum í Glitni aldrei verið skráð. Svo ég græddi ekki neitt. Bú hú!

Jólaleikrit Peðsins

Þá fer að styttast í að æfingar hefjist á jólasýningu leikfélagsins Peðsins á Grand Rokk. Ég er leikstjóri og sýnd verða tvö leikrit. Annars vegar Litla stúlkan með eldspýturnar og svo nýtt frumsamið verk sem heitir (að ég held) Einn aðfangadagsmorgun. Það tókst í gær að ganga frá leikaravalinu. Þeir sem leika eru: Gummi Benz, Gulli, Gunni Goði, Pétur stóri, Tobías og Daníel úr Halaleikhópnum, Steini vert, Stebbi Berg, Solla, Ella, Auður, Tobba litla, Eydís Eva, Guðjón og Baldvin. Þá á ég reyndar eftir að raða í tvö pínulítil hlutverk en til greina koma þar þeir Villi, Gummi Esso og Örn. Ef þú hittir einhvern þessara leikara í vikunni máttu minnast á að það er samlestur á efri hæð Grand Rokk á laugardaginn kl. 13:00.

спасибо!

приятель мой, для 800.000 миллиони заем!

Styrk hönd

Geir: Það er ekkert víst að allt fari til fjandans.

Hvar á ég að sofa?

Mynd
Segir prestur!

Má ég fá tíuþúsundkallinn minn til baka?

Fjármálaeftirlitið lokaði á öll viðskipti með bréf í Glitni (og flestum öðrum skúffufyrirtækjum) í morgun. Bréfin mín eru því enn skráð á genginu 3,91 en í rauninni verðlaus þar sem ég get ekki selt þau, ekki einu sinni með tapi. Steingrímur Joð sagði í morgun í útvarpinu að það væri mikilvægt að menn héldu rósinni. Hvaða rós?

Hjúkkit

Jæja, verðið á Glitnisbréfunum mínum hefur allavegana staðið í stað síðan í gær. Nei, bíddu, það er laugardagur!

For helvede!

Mynd
Hlutabréfin mín í Glitni eru nú komin niður í 3,91. Það er fall upp á næstum því 13%. Svo er biðröð út úr dyrum í öllum bönkum, liðið að taka út alla peningana sína til að setja í koddaverið. Og ég sem var að klára að borga upp heimildina.

Fjölmiðlar smjölviðlar!

Þú veist að þú ert að standa þig sem forsætisráðherra þegar þú heldur stefnuræðu á Alþingi og næsta morgun er forsíðufyrirsögn í einu blaðinu: NEYÐAR ÁSTAND. En þessir blaðasnápar vita ekkert í sinn haus. Þetta er allt á réttri leið. Hlutabréfin mín í Glitni eru komin í 4.12 - þetta er allt að koma!

Svona lít ég út að innan...

Mynd

Dauði og djöfull

Nú er allt ónýtt! Hlutabréfin mín í Glitni eru komin niður í 4,00. Ég hringi í Davíð. Og Benjamín Þór.

Íslensk kjötsúpa

Það næðir um mann þessa dagana, bæði af því að það er að koma hrímkalt haust og líka af því að hvar sem maður kemur heyrir maður "klakk-klakk-klakk" í fallandi dómínókubbum. Alla þessa viku hefur til dæmis enginn hringt í mig og boðist til að senda ráðgjafa um viðbótarlífeyrissparnað í heimsókn til mín. Undanfarin 4 ár hefur ekki verið flugufriður en nú er eins og geitungabú hafi verið fjarlægt. Þá er ráð að elda hina sígildu íslensku kjötsúpu. Kaupi inn í hana í dag en elda á laugardaginn. Það er bæði betra að hafa allan daginn fyrir sér og láta hana malla lengi, en líka verður kjötið betra ef það fær að þiðna í rólegheitum í ísskáp. Það þarf eitt kíló af súpukjöti (ætli maður láti sér ekki nægja 2.fl. að þessu sinni), súpujurtir, salt og pipar, hálfan lauk, stóra rófu, nokkrar gulrætur og slatta af kartöflum. Kjötið er sett í pott og suðan látin koma upp. Þegar fitan fer að mynda froðu á yfirborði vatnsins þarf að fleyta henni af með skeið og gefa sér góðan tíma í það. Svo

Eða nei, kannski verður ekki alltílæ

Þaverðuralltílæ

Purrkurinn ekki alveg dauður

Þótt hann sé farinn að hósta blóði enda má þetta ekki verða þreyttur brandari. Enn eru allir að tala um að þetta sé frábært og fyrst Airwaves fíflin vilja þá spilum við aftur. Grand Rokk föstudaginn 17. október (ekki Airwaves og þessvegna fríkeypis, kostar ekki rassgat) og Hljómalind laugardaginn 18. október - líka fríkeypis kostar ekki rassgat þar sem þetta er off venue.

Sparnaðarráð í kreppunni (2)

Heyrst hefur að það verði brunaútsala á heilum nautaskrokkum í Vestra-Fíflholti á næstunni... ...sel það ekki dýrara en ég kveikti í því.

Lækkar aftur

Þar sem ég er maðurinn sem felldi Glitni er mér bæði ljúft og skylt að leyfa ykkur hinum að fylgjast með dauðateygjunum hjá þessu óskabarni þess hluta þjóðarinnar sem er fæddur annað hvort á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ. Keypti semsagt á genginu 4.49 í gær og það fór alla leið í 4.79 í dag (sem var þessi 6,7% hækkun sem ég talaði um) en endaði daginn í "aðeins" 4,67. Watch this space!

Frikki vinur minn að tjá sig um ástandið

Fréttaskýring: Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn Friðrik Indriðason skrifar: Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum. Vanhæfi Seðlabankans liggur að mestu hjá einum manni, Davíð Oddsyni seðlabankastjóra. Öfugt við öll önnur vestræn lönd er aðalbankastjóri Seðlabankans hér hvorki hagfræði- eða viðskiptamenntaður né með sérstaka reynslu í fjármálum. Og því fer sem fer. Stærstu mistök Seðlabankans voru gerð í vor. Þá samþykkti Alþingi heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku í erlendum gjaldeyri. Það lán var aldrei tekið þótt þeir sem vitið hafa og starfa að fjármálum hafi næstum grátbeðið bankann um að taka þet

Jæja!

Hlutabréfin mín í Glitni eru búin að hækka um 6,7% síðan í gær. Ef/þegar þau eru komin í 20% hækkun ætla ég að selja. Sjáum til hvort Glitnir verður ennþá til þá...

Sofa svínabörn

Mynd
Litla svínið svaf í sínu eigin rúmi í fyrsta sinn í nótt. Keli var ekki sáttur. Búið að stela plássinu hans.

Sparnaðarráð í kreppunni

Gerið eins og ég. Ég keypti mér hlutabréf í Glitni í gær, á genginu 4,49. Verslaði 2250 hluti og það kostaði mig ekki nema rétt rúmlega tíuþúsundkall. Ef ég hefði keypt þessi hlutabréf fyrir helgina þá hefðu þau kostað ríflega þrjátíu og fimm þúsund. Þannig að ég sparaði tuttuguogfimmþúsundkall á örfáum mínútum!