Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2009

Tímarnir brjálast og mennirnir með

plötudómur eftir Jón Agnar Ólason Það er kunnara en frá þurfi að segja að samfélagsleg óáran er jafnan fyrirtaks gróðrarstía fyrir listsköpun hverskonar, og sú fjárhagslega óöld sem ríkt hefur hér á landi undanfarin misseri hreinlega æpti á að bálreið pönksveit sprytti upp úr tíðarandanum með hnefasteytingum og uppréttum löngutöngum. Þrír bráðvaskir kennarar úr Norðlingaskóla, þeir Björn, Þráinn og Björn, hafa hér svarað kallinu með látum, eins og pönks er von. Hljómsveitin heitir Blóð og platan, sem er fjögurra laga stuttskífa, nefnist Fólkið heimtar Blóð. Platan er semsé öll innblásin af ástandinu og nöfn laganna, að ekki sé minnst á textana sjálfa, bera hug meðlimanna glöggt vitni. Tónlistin er aukinheldur öll hin hráasta og eflaust tekin upp í saltvondri striklotu. Ekki er plötuumslagið síður hrátt, ljósrituð mynd af forviða kettlingsræksni sem líkast til var látinn hlusta á upptökustundir Blóðs frá upphafi til enda; hlustendur munu margir hverjir reka upp stór augu því þeir Blóðbr

Mesta furða

...hvað Mosi Frændi reynist hafa verið góð hljómsveit!

Ævintýraferð

Í lok febrúar ákváðum við hjónin að þegar kæmi að hvítasunnu væri kominn tími á helgarferð í sumarbústað. Þar sem Kvistur er fullkaldur svo snemma sumars (hvorki rafmagn né heitt vatn) þá kýldum við á pöntun í gegnum Kennarasamband Íslands og fengum okkur hús með öllu á Flúðum. Líður nú og bíður. Eftir strembna vinnuviku var föstudeginum að ljúka og aldrei slíku vant sníkti ég mér far til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Skeifuna þar sem Bílaleiga Akureyrar er til húsa. Fékk þar einn lítinn Yaris og hélt vestur á bóginn að sækja fjölskyldu og farangur. Það var svo ekki fyrr en upp úr átta um kvöldið sem við komum að húsinu og sáum okkur til mikillar skelfingar að fyrir framan voru tveir bílar og ljós inni. Við guðuðum á gluggann og sögðumst telja okkur eiga húsið um helgina. Fólkið sem fyrir var tók þessu með jafnaðargeði, sagði að nú um hvítasunnuhelgina færu fram skipti á húsinu þar sem umsjá með því færðist frá Kennarasambandinu yfir til Eimskipafélags Íslands. Þessi ruglingur hefði ko

Úff

Þetta lag (í original útgáfu) var á toppi bandaríska smáskífulistans daginn sem ég fæddist. Á undan því hafði verið I heard it through the grapevine með Marvin Gaye og á eftir kom Everyday people með Sly and the Family Stone.

Lítill heimur

Fyrir allmörgum árum var ég í leiklistarskóla í London. Nokkrir strákar úr skólanum settu saman fótboltalið og við fórum saman í Regent's Park þar sem strákar úr öðrum leiklistarskóla hittu okkur og við settum á einn kappleik. Ég var í marki. Okkar lið var mun betra, við lentum að vísu undir með marki úr vítaspyrnu en jöfnuðum fljótlega og komumst svo yfir. Seint í síðari hálfleik, þegar staðan var orðin 5-2 fyrir okkur voru hinir í sókn og ég fór í glannalegt úthlaup og hirti boltann af tánum á þeirra manni. Sem bölvaði mér í sand og ösku. Á íslensku. Kom á daginn að þetta var hann Doddi. Við erum víst skyldir í báðar ættir - mamma hans og pabbi minn eru náskyld, sömuleiðis pabbi hans og mamma mín. Við ólumst báðir upp á Nesinu en höfðum til þessa aldrei hist. Nú var ég að frétta að hann er með barn hjá sömu dagmömmu og ég.