Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2007

Áfram Grótta!

Talandi um fótbolta, þá vann Grótta í kvöld og er komin upp í 2. deild í íslenska fótboltanum. Sem þýðir að það gæti orðið spennandi grannaslagur eftir 1 ár í viðbót, eftir að KR er fallið!
Mynd
Óli Gunnar Sólsker (skyldur Sverri Stormsker) settist í helgan stein í dag. Hann kostaði 1.5 milljónir punda á sínum tíma og skoraði 126 mörk. Til samanburðar má nefna viðrinið Fernando Torres sem var keyptur til FC Bindippers í sumar fyrir 26,5 milljónir punda. Sem þýðir að hann þarf að skora 2226 mörk áður en hann nær að verða jafn góð fjárfesting og hann Óli.

Enski boltinn byrjar í dag

Mynd

Borg óttans

Ísafjörður kvaddi mig með tárum fyrir nokkrum dögum og ég dreif mig suður í afskaplega góðum félagsskap - lenti við hliðina á Hildi vinkonu minni í flugvélinni og við skemmtum okkur við spjall og nutum útsýnisins. Í huganum gekk ég svo í the mile high club. Verslunarmannahelgin var róleg hjá landsmönnum og ég er engin undantekning. Var farinn í bæinn þegar banaslysið varð á Laugarvatnsvegi en við vorum sko í sumarbústað þarna rétt hjá. Það dó líka einn í okkar bústað en sem betur fer reis hann upp við dogg (hvað er dogg?) daginn eftir svo við gátum haldið heim. Vikan er svo frekar busy hjá manni, við Rósa fórum í bíó í gær að sjá Simpsons (með ensku tali, natch) og hún var bara fín. Myndin það er að segja. Rósa var frekar hversdagsleg. Í kvöld förum við á Draggkeppni Íslands (TM) og er það í fyrsta sinn ever sem ég mæti á þá keppni sem óbreyttur áhorfandi. Ég hef semsagt mætt tvisvar sem keppandi, einu sinni sem skemmtiatriði, fjórum sinnum sem listrænn stjórnandi en í kvöld læt ég mér

Æði í Vigur

Mynd
Tók mér frí í vinnunni í gær í þeim tilgangi að Æða út í Æðey og vigur. Tókst að Kría mér út far með póstbátnum undir því yfirskini að ég væri að aðstoða Hauk vin minn sem var að taka ljósmyndir fyrir ferðamannabækling næsta árs. Hann notaði mig sem beitu því hann langaði að ná mynd af kríugeri í vígahug. Það tókst nú bara bærilega. Ég átti aldrei séns.