Færslur

Sýnir færslur frá október, 2006

Airwaves búið

Þá er allsvakalegri vinnutörn lokið. Hún var sirka svona: Miðvikudagur: 11.30-02.00 Fimmtudagur: 11.00-02.00 Föstudagur: 10.00-04.00 Laugardagur: 12.00-05.00 Og reikniði nú hvað ég svaf mikið þessa fjóra daga. Allavega ákváðum við þegar síðasta kvöldið var á enda að nú ættum við skilið að fá okkur duglega í glas. Svo ég kom heim um áttaleytið á sunnudagsmorgni og fór beint í rúmið. Steini vert vakti mig svo í hádeginu til að ég gæti horft á Júnæted rústa sjúkrabílahristurunumsemstingaömmuráholtilaðnáafþeimellilífeyrinum (Liverpool) en þegar sá leikur var búinn fór ég strax aftur að sofa. Og vaknaði um áttaleytið í morgun, búinn að sofa meira og minna í sólarhring. En hvað stóð svo uppúr á Grand Rokk? Fyrir utan hið sífellda væl í Grapevine að lifandi tónlist hafi misst lögheimili sitt í Reykjavík þegar Steini ákvað að hætta að auglýsa í Grapevine, sem er satt best að segja orðið frekar þreytandi. Á miðvikudaginn voru þrjár góðar hljómsveitir: Hot pants, sem voru fyrstir á dagskrá og sp

Ekkert að gera í þessum skóla maður...

...þessa vikuna er upplestrarfrí í ensku og engir tímar, meðan næsta vika er æfingakennsla og því kennsluhlé í kennslufræðinni -- sem þýðir ekkert að lesa fyrir næstu viku. Þannig að ég fékk mér vinnu við Airwaves. Bara svo mér leiðist ekki. Sé um sviðið á Grand Rokk, bara beisikk rótarastarf þar sem ég róta mögnurum, snúrum, mækum, hljóðfærum og sé líka um ljósin. Fékk að róta HÖRPU í dag. Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að róta Hörpu. Eða nei, kannski við sleppum því. En hörpuleikari Melabandsins (það er Symfóníuhljómsveit Íslands fyrir ykkur sem komið úr Breiðholti) spilaði með hljómsveit á Grand í kvöld og ég fékk að hjálpa henni að bera hörpuna. Stöldrum aðeins við hvað það gæti þýtt að "bera hörpuna" - eða nei. En ég átti líka ágætis spjall við þennan hörpuleikara. Um America's Next Top Model, sem okkur fannst báðum soldið eins og að keyra fram hjá bílslysi. Manni hryllir við þessu, en getur samt ekki hætt að horfa. Í morgun fór ég í skólann og lærði að búa t

Hættur þessum fíflaskap og orðinn alvarlegur maður.

Já, eitthvað varð þessi Pamelu-og-Jessicu brandari þreyttur í lokin. Skítt með það. Það má sjá hér til hliðar að ég hef sett inn nýja krækju sem vísar á nýjustu bloggsíðuna mína. Hún er sennilega ekki mjög áhugaverð nema menn hafi gríðarlega áhuga á skólamálum og kennslufræði en ég linka hana nú samt.

Mánudagar!

Mynd
Mánudagsmorgun fyrir viku vaknaði ég við torkennileg hljóð til fóta í rúminu mínu. Það kom í ljós að þar var kötturinn Sorteper og hafði orðið fyrir bíl. Hann fær prik fyrir að koma sér heim og upp í bælið til að láta vita. Hann þurfti að gista á dýraspítalanum yfir nótt en daginn eftir fékk hann að fara heim og var settur á bólgueyðandi lyf. Hann var með samanfallið lunga og krambúleraður í framan en dýralæknirinn sagði horfur hans góðar. Í morgun tókum við hjónin eftir því að hann hafði ekki komið heim um nóttina. Ég fór út að leita og fann hann dauðan undir eldhúsglugganum okkar. Sorteper kom frá Miðdal í Kjós og var úrvalsköttur. Blessuð sé minning hans.

Get ekki bloggað! GRRR!!

Bilun hefur komið upp í Blogger-kerfinu og hvert sinn sem ég reyni að pósta úr tölvunni minni kemur villa.