Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2008

Nú er ég hættur að tala um Arsenal

Mynd

Ú! A!

Mynd
"John Arne Riise has just been arrested on the M62. Apparently he was heading in the wrong direction."

Framkvæmdir á Miðbraut

Mynd
Með þessu áframhaldi verðum við aldrei flutt fyrr en um mánaðamótin...

Akureyri

Mynd
Voðalega var gaman hjá okkur!

C´est la vie!

Mynd

Ég get svo svarið það

Loksins!

Mynd
Fáum lykil að nýju íbúðinni í dag!

Minn skrapp til Köben

Eyddi síðustu helgi í fyrrum höfuðstað Íslands, Kaupmannahöfn. Var búinn að vera veikur í viku áður en ég fór en samkvæmt ótrúlega nákvæmum spádómum læknisins míns var ég orðinn góður akkúrat morguninn sem ég átti að fljúga út, og þar sem annað tækifæri til að heimsækja Nikka og Doro er kannski ekki alveg á næstunni ákvað ég að taka sénsinn. Það var hlýrra í Kaupmannahöfn en hér. Ég ætla að halda því fram að það hafi orðið til þess að mér batnaði endanlega af flensunni. Samt er ég með mikinn hósta eftir þessa helgi í Kaupmannahöfn. Skrýtið. Hápunktur helgarinnar var þegar við Nikki vöknuðum kl. 8:30 á sunnudagsmorgni til að fara í borðtennis. Það er íþróttahöll beint á móti húsinu þar sem þau búa og það er hægt að mæta þangað fyrir hádegi á sunnudögum og spila frítt. Maður þarf að vísu að skaffa sinn eigin spaða og kúlur, en við kíktum bara í Intersport á laugardeginum og leystum það mál. Keyptum heldur ekkert drasl, heldur fokdýra pro spaða. Spiluðum borðtennis fram að hádegi, þá var

Heyrt á Grand Rokk

Djöfullinn maður, ég lenti í neyðarinnlögn á Vogi. Það þurfti að sauma 12 spor!

Fyrsti Apríl

Rósa vaknaði snemma í morgun, en ekki eins snemma og ég. Þegar hún vaknaði var það fyrsta sem hún sagði: "Mig dreymdi súkkulaðiköku! Mig langar í súkkulaðiköku!" Svo ég greip tækifærið og sagði henni að það væri súkkulaðikaka handa henni frammi í eldhúsi. Samt ekki eins vel heppnað aprílgabb og þegar Chris þurfti að fara til Keflavíkur að ná í systur sína í flug. Við höfðum setið saman á Nelly's að horfa á Arsenal leik og þegar hann þurfti að yfirgefa okkur í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Arsenal. Þess ber að geta að við HÖTUM Arsenal. Nú, svo fer Chris og seinni hálfleikur byrjar og þegar það er liðið korter af honum þá sendi ég Chris eftirfarandi sms: "Arse 3-1 Charlton" ...og svo tíu mínútum síðar sendi ég annað: "Arse 3-2 Charlton" ...og nokkru síðar eitt í viðbót: "Arse 3-3 Charlton" ...og að lokum: "Arse 3-4 Charlton" Þá hringdi síminn minn og það var enginn annar en Chris, sem sagði eitthvað á þessa leið: "YEEESSSS!!!!!