Minn skrapp til Köben

Eyddi síðustu helgi í fyrrum höfuðstað Íslands, Kaupmannahöfn. Var búinn að vera veikur í viku áður en ég fór en samkvæmt ótrúlega nákvæmum spádómum læknisins míns var ég orðinn góður akkúrat morguninn sem ég átti að fljúga út, og þar sem annað tækifæri til að heimsækja Nikka og Doro er kannski ekki alveg á næstunni ákvað ég að taka sénsinn.

Það var hlýrra í Kaupmannahöfn en hér. Ég ætla að halda því fram að það hafi orðið til þess að mér batnaði endanlega af flensunni.

Samt er ég með mikinn hósta eftir þessa helgi í Kaupmannahöfn. Skrýtið.

Hápunktur helgarinnar var þegar við Nikki vöknuðum kl. 8:30 á sunnudagsmorgni til að fara í borðtennis. Það er íþróttahöll beint á móti húsinu þar sem þau búa og það er hægt að mæta þangað fyrir hádegi á sunnudögum og spila frítt. Maður þarf að vísu að skaffa sinn eigin spaða og kúlur, en við kíktum bara í Intersport á laugardeginum og leystum það mál.

Keyptum heldur ekkert drasl, heldur fokdýra pro spaða.

Spiluðum borðtennis fram að hádegi, þá var kominn tími á bjór.

Geðveikt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu