Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2020

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2020

Mynd
  Jæja strákar og stelpur, þá er árið 2020 senn á enda og farið hefur fé betra segja mjög mörg ykkar eflaust bæði upphátt og í hljóði. Svo maður nefni nú bara örfá atriði sem hvert og eitt myndu duga til að sverta nafn árs í minningunni, þá sáum við á þessu ári Bandaríkin ramba á barmi borgarastríðs, fyrst vegna mótmæla gegn lögregluofbeldi og svo vegna mótmæla gegn talningu atkvæða í lýðræðislegum kosningum. Hong Kong logaði í óeirðum á meðan Ástralía og Kalifornía loguðu í alvöru eldum, Ólympíuleikunum, Eurovision og EM í fótbolta var frestað, Ísland missti af sæti á fótboltamótinu á grátlegan hátt og að auki vorum við aldrei slíku vant bókað að fara að vinna söngvakeppnina í þetta sinn.  Svona mætti halda áfram og við erum ekki einu sinni búin að minnast á heimsfaraldurinn. Eins og allt ofantalið vesen væri nú ekki meira en nóg þá höfum við þurft að ganga í gegnum árið heltekin af bráðsmitandi pest sem drepur gamalmenni á elliheimilum, svart fólk og fátæklinga, en samt eru jakkafata