Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2006

Draggdrottningar á Grand Rokk!

Mynd
Jamm og jú. Hinar einu sönnu Keikó og Roxie eru komnar aftur, back from retirement. Og eins og gömlum afdönkuðum kellingum sæmir eru þær ekki að slá í gegn með söng- og dansnúmeri, heldur orðnar spyrlar í spurningakeppni. Næst er það örugglega bingóið. En við verðum á Grand Rokk í dag, og byrjar klukkan hálfsex. Minni svo á hina ágætu Draggkeppni Íslands sem nú verður í Þjóðleikhúskjallaranum og dagsetningin er 9. ágúst. Takið kvöldið frá.

Ég var að fatta...

Að Magni vinnur Rock Star Supernova. Og hljómsveitin Supernova. Vinnur Eurovision fyrir Ísland næsta ár.

Kría

Eftir tíu ár án sigurs unnu Skagamenn loksins KRinga í Frostaskjóli í fyrra. Og í gær endurtóku þeir það. Ef ég væri franskur myndi ég nú syngja: Au lait, au lait au lait au lait....

Silent French Cunt

Mynd
Nei, þetta er ekki framhald af Zinedine Zidane póstinum þeirra Pamelu og Jessicu sem er hér og þú átt að lesa hann! Í gær fór fram sýning á Leiklistarhátíð Heyrnarlausra á Akureyri. Leikhópurinn frá Frakklandi sýndi Píkusögur. Mynd hér til vinstri. Og ein skvísan í hópnum. Úff!!!!! Hún stendur vinstra megin á myndinni. Ímyndið ykkur Charlotte úr Sex in the City (mér fannst hún alltaf sætust) í þröngum leðurbuxum og aðskornu ermalausu PVC-vesti. Að tala um píkuna sína. Á frönsku. Táknmáli. Öss! Hvað ég átti órólegar draumfarir í nótt.

Afmælisdagar

Í gærkveldi komst ég að því er ég las Time Magazine að Rósa konan mín og klónaða kindin Dolly eiga sama afmælisdeg. Nú haldið þið eflaust að ég ætli að vera með einhverja misheppnaða hótfyndni. En ég ætla að láta mér nægja að segja að svona eintök heppnast ekki í fyrstu tilraun.

Nýjasta tækni og vísundar

Eitt fyrst: Syd Barrett er dáinn. Hann stofnaði Pink Floyd og samdi öll lögin á fyrstu plötunni þeirra, en enginn hlustar lengur á þá plötu vegna þess hversu óskaplega vel eftirmanni hans Roger Waters tókst að fanga sálarlíf ofdekraða litla stráksins sem finnst hann ekki eiga neina vini, bú fokking hú. Meistari Syd fangaði á hinn bóginn sálarlíf þess sem er á barmi geðveikinnar. Geðlyfin blönduðust illa saman við sýruna og Syd missti vitið. Að lokum var ekki hægt að halda áfram með hljómsveitina með hann innanborðs og þar við sat. Hann bjó lengi hjá mömmu sinni og hugsaði um garðinn. Dag einn mætti hann svo útúrkexaður í stúdíóið þar sem hinir voru að taka upp eitthvað rúnk, og sagðist vera kominn að spila sinn part. Hinum fannst það mjög átakanlegt, og sömdu um þennan atburð sennilega eina lagið með Pink Floyd eftir að Syd hætti, sem er ekki ömurlegt. Það heitir Wish You Were Here. Nú, en að öðru. Ég gerði kraftaverk í gær. Tæknivinna fyrir sýningu dagsins á hátíðinni hér fyrir norðan

Forza Italia!

Búinn að vinna í dag, öll ljós og flest tæknimál komin á hreint og heilir tveir tímar í leik. Jibbí! Þá er bara eftir að finna almennilegan bar á Akureyri sem er með breiðtjaldi. Horfði á leikinn í gær á efri hæð á Sjallanum, illa truflaður af Stuðmönnum að sándtékka fyrir ball um kvöldið. Var kominn á fremsta hlunn með að öskra á þá að hætta því leikurinn væri byrjaður. En Egill Ólafsson tók af mér ómakið og batt snubbóttan endi á tékkið. Ef einhverjir hafa verið sviknir af hljómgæðum á ballinu er það bara merki um að menn séu með forgangsröðina á hreinu. Feitibjörn er í stuði í dag.

Halló Akureyri!

Á morgun, laugardag, fer ég til Akureyrar og verð þar í rúmlega viku að starfa sem tæknistjóri á leiklistarhátíð. Það hefur verið brjálað að gera hjá mér síðan sumarfríinu lauk og ég hef verið að vinna hvern einasta dag... búhú, þið vorkennið mér örugglega ekkert. En það er ástæðan fyrir því hvað ég hef verið lélegur að blogga. En allavegana, óskið mér góðs gengis í rigningunni fyrir norðan! Feitibjörn er svo duglegur í dag að hann er orðinn þreyttur um níuleytið.

Barþjónn

Mynd
Það er mér ánægja að tilkynna að frá og með gærkvöldinu er ég orðinn barþjónn á Grand Rokk. Þannig að ég svaf lítið í nótt. Og það eru tveir leikir í dag. Og svo er ég aftur að vinna á Grand í kvöld. Hjálp!