01 júlí 2006

Barþjónn

Það er mér ánægja að tilkynna að frá og með gærkvöldinu er ég orðinn barþjónn á Grand Rokk. Þannig að ég svaf lítið í nótt. Og það eru tveir leikir í dag. Og svo er ég aftur að vinna á Grand í kvöld. Hjálp!

4 ummæli:

lilli sagði...

Guð hjálpi þeim sem villast inn á Grand núna, hehe

WV orð dagsins er vmjjii, sem er hljóðið þegar kellingarnar á Grand gefa Feita á lúðurinn, af því að þær fá ekki veigarnar sínar nægilega hratt.

Bjössi sagði...

Kannaðu hvort Gröndurum finnst ég lélegur barþjónn eftir fyrst vakt. Þegiðu þangað til.

Word verification dagsins er:
lrept
Sem þýðir "rangt" á Rúmensku.

lilli sagði...

Skapgóður í svörum að vanda. Sennilega venju fremur pirraður vegnan stöðu ÍA.

WV dagsins er ufdffs, sem er hljóðið þegar Grandarar hleypa úr dekkjunum á bílnum hans Steina fyrir að ráða Bjössa.

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með þér og sjá að starfsframinn blómstar - getur án efa nýtt þér margt úr kennslunni. Ég væri samt til í að sjá "Tomma skemmtisiglingu" takta -úff - ég þyrfti að fara að stunda barina. KVeðja Bára