Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2007

Óléttuþema í jólagjöfum

Það var semsagt Rósa sem fékk námskeið í meðgöngujóga, dekurdag fyrir óléttar konur... og auðvitað fótlaga skó. Svo gaf hún mér skyrtu sem var 2 númerum of stór. "Ég veit ekkert hvaða stærð þú notar!" sagði hún. Skyrtan var XXL. Annars erum við að skreppa til London á eftir, verðum þar yfir áramótin, kíkjum í búðir, leikhús og á tvo fótboltaleiki. Sjáumst 2008 amigos!

Gleðileg jól

Drekktu betur

Hurðu, ég verð spyrill næsta föstudag á Grand, í jólasveinabúningi (ef ég finn hann í geymslunni) að spyrja um jólalög, jólasálma, jólalög, jólatónlist, jólalög, jólaplötur og jólalög, kassi af bjór fyrir þann sem getur svarað flestum spurningum rétt. Er einmitt núna að hlusta á jóladisk með flytjanda sem ég fer á tónleika með á morgun og verður í einni af fyrstu spurningunum á föstudag.

Stemmning og ferskt

Þannig er það nú. Aaaaaaaaalveg að detta í jólafrí, bara dagurinn í dag og morgundagurinn eftir. Grand Rokk logaði í illindum um helgina þegar fótboltaleikur fór ekki eins og barþjónn óskaði. Jólagjafainnkaupin stefna í nýtt met hjá mér í ár, því ég ætla að reyna að ná þessu niður í klukkutíma á Þorláksmessumorgun. Við hjónin stingum af yfir áramótin, fljúgum til London 28.. desember og komum aftur 2. janúar. Sónar næsta dag og þá er jólafríið búið - maður fær rétt sléttan hálfan mánuð. Ekki var það svona í mínu ungdæmi - þá var jólafríið að minnsta kosti þrjár vikur. Svindl!

Pínleg uppákoma

Það var alveg hrikalega neyðarlegt... ...þegar Donny reyndi að sannfæra Marie... ...um að Puppy Love væri sama og Doggy Style. Systkin frá helvíti: Donny, Marie og Ozzy Osmond.

Heja Norge!

Tíu litlir satanistar drukku og fengu klígju Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir níu Níu litlir satanistar voru alltaf að þrátta Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir átta Átta litlir satanistar ældu klukkan tvö Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir sjö Sjö litlir satanistar reyktu hundakex Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir sex Sex litlir satanistar sungu dimmalimm Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir fimm Fimm litlir satanistar héldu að þeir væru stórir Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir fjórir Fjórir litlir satanistar komust í góðan gír Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir þrír Þrír litlir satanistar gátu ekki meir Einn þeirra skar sig á púls Og þá voru eftir tveir Tveir litlir satanistar hétu Geir og Hreinn Einn þeirra skar sig á púls Og þá var eftir einn Einn lítill satanisti lá í eigin spýju Hinir vöknuðu aftur upp Og þeir urðu aftur tíu

Nýi þjálfarinn hjá Spurs

Secret admirers!

Fann þetta á gúggul: Hann er frændi einhvers, hann Mosi Stælti sölumaðurinn hagræddi sér í sætinu þar sem hann kraup og snéri aftur. "Nei, þetta er meira svona duunnng duuunnnng dung", sagði hann í ákveðnum tón við líffræðinginn sem sat fyrir aftan okkur með rosalega verðmæta gítarinn í fanginu og liverpool trefil um hálsinn. "Svona?", spurði líffræðingurinn og hélt áfram að reyna að spila undir svo sölumaðurinn gæti frumflutt "frumsamda" lagið sitt. Hann spilaði frekar einhæft lagið, sömu línuna aftur og aftur. "Já, þarna kom það...", svaraði sölumaðurinn og byrjaði syngja textann sinn. Ég var nú bara að hlusta með öðru eyranu. Hitt eyrað var að hjálpa mér að fylgjast með hverjir færu úr rútunni og hverjir héldu áfram. Skyndilega fannst mér ég þekkja frumsamda lagið. Ég potaði í sölumanninn, brosti og sagði: "Þetta er ekkert frumsamið lag... þetta er Katla Kalda með...." og áður en ég gat klárað tók sölumaðurinn undir og hálp

Fjármál í borginni

Hannes Smárason er lúser. Það stóð í blöðunum í gær. Fastakúnni á Grand Rokk, sem er þekktur fyrir flest annað en að fara rétt með staðreyndir, fullyrti að hann væri búinn að breyta fimmtán milljörðum í sjö hundruð milljónir. En eru sjö hundruð milljónir ekki alveg nóg af peningum fyrir hvern sem er? Ég bara spyr?

Nýr gay skemmtistaður opnar í Reykjavík í kvöld

Þar sem áður var litli ljóti andarunginn hefur Steini Díva opnað skemmtistaðinn Black. Bókmenntafræðilega sinnaðir lesendur ættu að hugleiða að sjoppunni Svarta Svaninum við Hlemm hefur verið lokað. Coincidence? Steini, sem er bæði lítill og ljótur en ekki andarungi, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að staðurinn eigi að vera eins og gamla Spotlight, enda hafi ekki verið almennilegur gay skemmtistaður í Reykjavík síðan Spotlight lokaði. Og hann l0far öllu fögru um nýja staðinn (án þess að minnast á að hann er 67 fermetrar) - "Við ætlum að vera með draggsýningar og allskonar uppákomur, bera barstráka og þemakvöld." Svo er hann spurður hvers konar þemakvöld hann hafi í huga. "Ó, guð!... ég er bara ekki búinn að plana það. En það verður eitthvað rosalega skemmtilegt."

Sviptingar í tónlistarlífinu

Urður söngkona er hætt í Gus Gus. Þar með hafa 124.940.237.123 af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar hætt í Gus Gus. Karl-Heinz Stockhausen tónskáld er látinn. Hann var eitt áhrifamesta tónskáld 20. aldarinnar, samdi bæði klassík, nútímatónlist og raftónlist, auk fyrirbæris sem hann fann upp og kallaði "musique concréte" - eða steyputónlist. Ekki tókst að staðfesta hvort Stockhausen hafi verið meðlimur í Gus Gus. Ef hann hefði verið það væri hann fyrsti fyrrverandi meðlimur Gus Gus til að deyja. Á hinn bóginn hafa fjölmargir hlustendur látist af völdum Gus Gus, ýmist af leiðindum eða of stórum skammti eiturlyfja. Ekki er talið að Stockhausen hafi látist af of stórum skammti eiturlyfja. Þeir sem hafa heyrt tónverk hans fullyrða líka að ómögulegt sé að hann hafi dáið úr leiðindum.

Jólin koma

Eitt viljum við hjónin alltaf gera í jólaundirbúningnum og það er að fara á tónleika með Borgardætrum. Við erum búin að kaupa okkur miða á seinni tónleikana sem verða á Næsta Bar miðvikudaginn 19. desember kl. 21. Það kvöld verð ég líka kominn í jólafrí. Lesendum feitabjörns er bent á að forsala er í gangi á Næsta Bar og kostar bara fimmtánhundruðkall. Jólin jólin allsstaðar...

Næstsíðasti fimmtudagurinn

...vegna þess að ég fer í jólafrí 20. desember. Og á morgun þarf ég ekkert að kenna því ég gat sannfært skólastýrið um að bjóða öllum nemendum mínum í Borgarleikhúsið í fyrramálið. Svo förum við Rósa í mæðraskoðun á morgun, þannig að maður er pínu spenntur. Samt ekki sónar þannig að það koma engar nýjar myndir.

Þriðji síðasti vinnumánudagur ársins

Maður er nú orðinn eitthvað mikið lúinn á geði ef maður er farinn að telja svona niður. Ég hef reyndar stundum gert þetta áður, þegar líða fer á vorið og sumarfrí nálgast, að telja niður síðastu mánudaga, þriðjudaga og svo framvegis. Einu sinni taldi ég niður næstsíðustu. En núna er það komið út í að dagurinn í dag er þriðji síðasti mánudagur ársins sem ég þarf að mæta í vinnu. Og það er bara að koma jólafrí. Ég held að aldrei þessu vant verði ég að strengja áramótaheit á gamlárskvöld. Og það verður: að vinna ekki við annað en vinnuna mína fram á sumar. Þetta aukavinnurugl er komið út í öfgar. Ég hef verið að leikstýra og/eða þýða nánast frá því að skólaárið hófst. Og það er bara ekki nógu sniðugt.

Getur samt vanist ágætlega...

Annar frídagur í röð, það hefur ekki gerst lengi. Nema nú í dag er ég farinn að fíla það ágætlega að vera bara á tjillinu og gera sem minnst. Í gær dreif ég mig á frumsýningu hjá Peðinu á Grand Rokk. Skemmst frá að segja að þetta er þrususkemmtileg sýning á fremur innantómu leikriti. Það kemur þó ekki að sök, maður er ekkert að setja sig í bókmenntastellingar þegar Jón Benjamín er annars vegar. Stefán Berg fer algerlega á kostum sem Leppur á magabol og frábært að sjá hvað stelpurnar í leikhópnum sýna skemmtilega takta þegar þær fá loksins alvöru hlutverk - ekki bara að vera druslulegar bakraddasöngkonur eins og í Barperu og Jólaperu. Í heildina vel gert hjá Guðjóni og ég mæli með að allir drífi sig að sjá þetta stykki. Sýnt á Grand Rokk allar helgar fram að jólum. Svo er bara að nota daginn áfram í að safna kröftum fyrir næstu viku - nú eru bara 14 vinnudagar eftir og þá er maður kominn í jólafrí! Jibbí!

Frídagar eru leiðinlegir

Ég get svarið það. Ég er orðinn svo óvanur því að vera í fríi að ég er að drepast úr leiðindum. Í gær var ég orðinn svo hrikalega þreyttur að ég stóð ekki í lappirnar þegar ég kom heim um kvöldið. Svo vaknaði ég auðvitað kl 6 í morgun af gömlum vana og hef verið að horfa út í loftið í allan dag að bíða eftir að eitthvað gerist. Það er ekki á hverjum degi sem maður er kominn heim af pöbbnum klukkan eitt! Hvernig ætli morgundagurinn verði?