Þriðji síðasti vinnumánudagur ársins
Maður er nú orðinn eitthvað mikið lúinn á geði ef maður er farinn að telja svona niður. Ég hef reyndar stundum gert þetta áður, þegar líða fer á vorið og sumarfrí nálgast, að telja niður síðastu mánudaga, þriðjudaga og svo framvegis. Einu sinni taldi ég niður næstsíðustu. En núna er það komið út í að dagurinn í dag er þriðji síðasti mánudagur ársins sem ég þarf að mæta í vinnu. Og það er bara að koma jólafrí.
Ég held að aldrei þessu vant verði ég að strengja áramótaheit á gamlárskvöld. Og það verður: að vinna ekki við annað en vinnuna mína fram á sumar. Þetta aukavinnurugl er komið út í öfgar. Ég hef verið að leikstýra og/eða þýða nánast frá því að skólaárið hófst. Og það er bara ekki nógu sniðugt.
Ég held að aldrei þessu vant verði ég að strengja áramótaheit á gamlárskvöld. Og það verður: að vinna ekki við annað en vinnuna mína fram á sumar. Þetta aukavinnurugl er komið út í öfgar. Ég hef verið að leikstýra og/eða þýða nánast frá því að skólaárið hófst. Og það er bara ekki nógu sniðugt.
Ummæli