Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2005

buhuuuu... mér er ílt í eyranu!

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það að vera veikur. Sérstaklega þegar maður er þannig séð ekkert veikur, semsagt ekki með hita og soleis. Ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn (og sá þá allt í nýju ljósi...) með heiftarlega eyrnabólgu og var kominn með einhverja sýkingu. Fór til læknis og fékk dropa sem innihalda bæði sýklalyf og stera. Og það var eins og við manninn mælt (án þess að maðurinn heyrði neitt, því hann var með eyranbólgu), ég varð prontó heyrnarlaus á vinstra eyra. Og er búinn að vera að drepast alla vikuna, og mætti ekki í vinnu fyrr en í morgun. Gat ekki einu sinni bloggað á meðan því ég komst aldrei inn á síðuna, og er bara búinn að vera með hausinn oní IKEAbæklingnum í þrjá sólarhringa að skoða eldhúsinnréttingar. Sem þýðir að ég ætla að stoppa hér áður en þessi póstur verður of housewifely.

Ég er kominn með Skrekk!

Af því að Skrekk-keppnin er í kvöld. Eins og ég bjóst við er dagurinn nánast ónýtur í kennslu, því börnin blessuð hafa enga þolinmæði til að spá í stærðfræði og dönsku. Samt gekk lífsleiknitíminn minn um heilastarfsemina bara þokkalega vel, miðað við að ég veit ekkert um málið. Við kíktum aðeins við á Mánagötunni um helgina, til að mæla eldhúsið í bak og fyrir, því við erum að vonast til að geta skipt um eldhúsinnréttingu áður en við flytjum inn. Þetta er að verða ógnvekjandi, við eigum ekki krónu og eigum eftir að borga helling. En það eru jú bara peningar. Who cares, right?

Dragdrottning Íslands 2005

Ég fór semsagt á Cozy í gær og hitti Georg. Vondir menn sem setja bjór á tilboð BARA ef maður kaupir þrjá. Á virkum degi. Ég er orðinn og gamall fyrir soleiðis. En allavegana, við ætlum að búa til litla sæta dragkeppni í ár, helst á sama tíma og Pride, enda erum við báðir vinnandi menn á veturna. Þjóðleikhúskjallarinn verður sennilega staðurinn, og þetta verður sona back to basics dæmi, ekki eitthvað mega production eins og síðustu tvö skiptin. Og Roxie kemur fram. Georg ætlar að vera í gallabuxum allt kvöldið. You heard it here first, (ekki það að neinn lesi bloggið mitt enn sem komið er nema Páski, og þá bara þegar ég heimta það...)

Ég á líka hús :-)

Við Rósa fórum í morgun og skrifuðum undir kaupsamninginn, og getum semsagt farið að spá í að breyta um lögheimili og láta setja okkur í símaskrána og soleis. Það lá bara við að maður vöknaði um augun þegar það var að gerast. Svo fór ég að hitta nýja þjóðleikhússtjórann í morgun. Kom svosem ekki mikið út úr því, nema hún sagði mér að ég ætti að finna leikrit sem mig langaði að setja upp og svo skyldi hún sjá til. Gaurarnir frá ÍTR komu svo upp í skóla í hádeginu (ég húkkaði reyndar far með þeim frá þjóðleikhúsinu) og skoðuðu atriðið okkar. Gat ekki séð annað en að þeim litist á það. Ég þarf svo að fara í stúdíó í kvöld að græja tónlistina. Skrifa bara tímana á ÍTR, tíhí.

Fer ekki janúar að verða búinn?

Afhverju er ég svona æstur í það? Í fyrsta lagi, þá er ég að verða kominn upp í kok af því að æfa fyrir Skrekk með blessuðum börnunum í skólanum þar sem ég vinn. Hvern einasta dag í klukkutíma eftir venjulega vinnu. En frá og með næstu viku er það búið. Í öðru lagi á ég ammæli í næsta mánuði. Sem kallar á hátíðarhöld. 3. febrúar fellur á fimmtudag þetta árið, þannig að helgin eftir ætti að verða nokkuð erfið. You have been warned. Og í þriðja lagi þá er maður bara farinn að hlakka svo mikið til mars vegna nýju íbúðarinnar. Maður er orðinn svo ráðsettur að ég sægnaði mig meiraðsegja upp í viðbótarlífeyrissparnað hjá KB banka í dag. Ég sem hef alltaf viljað sukka hverja krónu eins fljótt og hægt er.

Komið í gegn! Jahúúúú....

Bankinn er búinn að samþykkja okkur, og við förum að hitta fasteignasalann og gera kaupsamning á fimmtudaginn. Þá verðum við orðin eigendur að Mánagötu 22, 105 Reykjavík, kjallari til vinstri. Set myndir hér inn þegar ég kemst í þær. Við fáum afhent 1. mars og ætlum í smá framkvæmdir, en reiknum með að nota páskafríið í að flytja inn og laga til á Þrastargötunni.

Grrrrrr...... Dumme KB banken

Mér var semsagt sagt í gær, nei því miður, þú færð svar á morgun (það er í dag, jibbí) en hinsvegar sá ég að það er búið að taka auglýsinguna um íbúðina okkar út af netinu og af söluskrá hjá fasteignasalanum, þannig að þeim finnst við vera búin að kaupa þetta. Ég fór í gær að skoða íbúð með mömmu. Eins og ég hafi nú ekki gert nóg af því að skoða og þurfi nauðsynlega að halda áfram svo ég fái ekki fráhvarfseinkenni. En við kíktum á þessar nýju íbúðir við Suðurhlíð, alveg oní Fossvoginum (sjónum sko, ekki hverfinu) og þær eru GLATAÐAR. Kellingin var voða hrifin af þeirri sem var minnst og ljótust, og þegar maður fór út á svalir blasti við manni heil hraðbraut með allri bílaumferð stórreykjavíkursvæðisins á einu bretti. Hún sagði, þetta venst alveg, þetta er bara eins og árniðurinn í sveitinni. Já sagði ég, ef þú býrð við Gullfoss. Og hann er úr bensíni, ekki vatni. Já, ég fékk á kjaftinn. Af hverju spyrðu?
Mynd
...ég hellti smá djús yfir ís, þetta gat orðið erfið nótt... 
Mynd
Virðuleg stelling hjá Rasmusi, takið eftir skottinu. 
Mynd
Nýleg mynd af mér 

Í dag verð ég (kannski) fasteignareigandi :-)

Jamm, það bendir flest til þess að við Rósa séum búin að eignast heimili. Þetta gerðist allt frekar hratt í síðustu viku, en samt vorum við búin að bíða gegt lengi eftir að fá að sjá akkúrat þessa íbúð. Soldið fyndið að við löbbuðum um alla Norðurmýri í sumar (þegar við vorum enn bara kærustupar) og vorum sammála um að Mánagata væri besta gatan í hverfinu, og að það væri best að vera innst í götunni, samt ekki alveg innst. Og getiði hvar húsið er? Í millitíðinni vorum við búin að kíkja á nokkrar eignir, og urðum meðal annars skotin í gamla Nýlistasafninu á Vatnsstíg, en það datt uppfyrir. Svo nú erum við bara að bíða eftir því að KB Banki samþykki að við yfirtökum lánin sem hvíla á þessum krúttlega kjallara, og við ættum að frétta af því í dag eða á morgun. Innflutningspartí verður um mánaðamótin mars-apríl.

Ég hlaut að vera fullur þegar ég ákvað að fara að blogga

eða finnst einhverjum það ekki? ekki það að nokkur viti af þessum afglöpum ennþá. bæó