Ég er kominn með Skrekk!

Af því að Skrekk-keppnin er í kvöld. Eins og ég bjóst við er dagurinn nánast ónýtur í kennslu, því börnin blessuð hafa enga þolinmæði til að spá í stærðfræði og dönsku. Samt gekk lífsleiknitíminn minn um heilastarfsemina bara þokkalega vel, miðað við að ég veit ekkert um málið.

Við kíktum aðeins við á Mánagötunni um helgina, til að mæla eldhúsið í bak og fyrir, því við erum að vonast til að geta skipt um eldhúsinnréttingu áður en við flytjum inn. Þetta er að verða ógnvekjandi, við eigum ekki krónu og eigum eftir að borga helling.

En það eru jú bara peningar. Who cares, right?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu