Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2008

Kreppa

Mynd
Þegar Vífilfell er farið að svindla á magninu í dós af Thule, þá veistu að það er kreppa í þjóðfélaginu!

Blessuð blíðan

Mynd
Það eru þrjú ár síðan fellibylurinn Katrina lagði New Orleans í rúst. Nú er Gustav á leiðinni og hann er öflugri en nokkur fellibylur sem vitað er um á sögulegum tímum. Borgarstjórinn í NO segir að þeir sem ekki drulli sér út úr borginni í hvelli verði fluttir nauðungarflutningum. Eins og sést á myndinni er Hanna þegar byrjuð að safna kröftum og mun koma strax í kjölfarið á Gustav. En þetta er allt í lagi! Höldum áfram að keyra um á einkabílum, einn maður í bíl, brenna olíu og reisa álver. Því hitt væri svo helvíti óþægilegt.

á hornum sér

Skagamenn töpuðu á heimavelli fyrir HK í gær og eru basically fallnir. Helvítis aumingjar, geta ekki neitt. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í handbolta. Helvítis aumingjar, geta ekki neitt. Tveir fasteignasalar hafa gefist upp á að selja íbúðina okkar á Mánagötu. Helvítis aumingjar, geta ekki neitt. Fimm ræningjar lamdir í klessu af "fórnarlambi" sínu á Menningarnótt. Helvítis aumingjar, geta ekki neitt. Tveir máttarstólpar leikfélagsins Peðsins hafa ákveðið að róa á önnur mið, hvað sem gerist svo þegar þau fatta að ef þau eru ekki með í jólaleikritinu fá þau ekki bjórinn á afslætti eins og við hin. Helvítis aumingjar... o.s.frv. Annars er búið að ákveða að ég muni stýra uppfærslunni hjá Peðinu þessi jólin. Stjórnarfundur í dag þar sem verkefnavalið verður endanlega ákveðið og ef ég fæ mínu fram þá lofa ég góðri skemmtun. Þrátt fyrir klofninginn sem er nefndur hér að ofan virðist sem flestir í klúbbnum séu spenntir. PP verður með endurkomutónleika í september, annað hvort 12

Að bera í barmafullan lækninn

Mynd
Óli F hélt að hann fengi að ráða því að flugvöllurinn yrði kjurr. Meðan hann var bæjarfógeti komu fréttir um að samgöngumiðstöð (ný flugstöð) yrði reist á árinu 2010. Nú þegar hann hefur verið dömpaður kemur í ljós að teikningarnar eru enn á arkitektastofunni. Þær eru notaðar til að þurrka upp bletti af borðum á kaffistofunni, enda fengu arkitektarnir fyrirmæli um að teikna ekki nokkurn skapaðan hlut. Það átti bara að fá Óla til að halda að hann réði einhverju, bíða þangað til hann hætti og gera þá það sem alla tíð hafði staðið til. Fleiri svona mál munu koma upp bráðum. Listaháskólinn verður samþykktur á næstu vikum. Sölva Ford fer aftur að vinna á bar í Þórshöfn. Því verður ljóstrað upp að Laugavegur 4 og 6 verði rifin eftir allt saman. Bitruvirkjun er þegar komin á borðið. Greyið heldur að fólk hafi trú á sér, að hann eigi afturkvæmt í pólitík, að hans tími muni koma. Svo koma kosningar, hann fær tvö atkvæði í prófkjöri F-lista, stofnar sinn eigin flokk í staðinn, fær færri atkvæði

C'est la vie!

Huggun harmi gegn

Hvað á barnið að heita?

Mynd
Í gær skírðum við Guðlaugu Helgu. Réttara sagt, það kom hávaxinn guðsmaður í heimsókn og skírði hana upp úr vígðu kranavatni. Þetta var alveg svakalega hátíðleg og flott athöfn og séra Sigurður Grétar hafði sérstaklega á orði að sálmasöngurinn hefði ekki verið flottari í annarri heimaskírn sem hann hefði... hvað segir maður? Framkvæmt? Kannski ekki skrítið því við vorum með þaulreynt kórafólk í veislunni: Geiri tengdó, Helga tanta, Haddi og Agla og svo auðvitað Þóra sem söng einsöng í lokin með sinni nýuppgötvuðu barítónrödd. Ástríður mamma hennar sá svo um veisluföngin (hún kom sterk inn með eftirrétt í brúðkaupsveislunni okkar enda landsfrægur gúrmekokkur og kondítór) og allir voru ánægðir. Afi og amma í góðum fíling. Skírnarkjóllinn er úr móðurfjölskyldu Rósu en Haraldur Árnason langafi hennar (sem rak Haraldarbúð í Pravda-húsinu í Austurstræti sem nú er brunnið) lét sauma kjólinn í London og þótti merkilegt á sínum tíma. Flestöll börn í ættinni hafa verið skírð í honum síðan og sem

Koma svo!

Djöfullinn danskur

Það verður seint sagt um Dani að þeir kunni að tapa. Það var til dæmis óborganlegt að vera staddur í Köben um það leyti sem Jón Ásgeir var að kaupa Magasin du Nord. Hver einasti Dani leiftraði af öfund og hatri ef það kom í ljós að maður var Íslendingur. Svo var það um daginn að við kepptum við þá í handbolta og áttum við ramman reip að draga vegna þess að dómararnir voru Svíar. Svíar væru einmitt að keppa á Ólympíuleikunum ef við hefðum ekki unnið þá í úrslitaleik um keppnisréttinn. Og Svíar eru ekki góðir lúserar heldur, þannig að dómararnir styttu sér stundir við að dæla á okkur tveggja mínútna brottvísunum hægri vinstri. En við náðum samt jafntefli eins og flestir muna, jöfnuðum úr vítakasti á lokasekúndunum. Og danski þjálfarinn missti sig, litla tapsára svínið. Talaði um fyrirfram ákveðin úrslit og að dómgæslan hefði hallað á sína menn. Þvílíkt bull. Svo les maður þetta kostulega viðtal við leikmenn danska liðsins eftir að þeir töpuðu fyrir Króötum í átta liða úrslitum: »Det er n

Vilmundur

Mynd
Þegar (ekki ef) örvænting, valdafíkn og siðblinda Hönnubirnu og co. fær þau til að dömpa geðsjúklingnum fyrir vesælan framsóknarmann sem er næstum því jafn óvinsæll og borgarstjórafíflið (í Capacentgallup voru 9 sem sögðust myndu kjósa geðsjúklinginn, 10 sögðu framsókn - minnir á línuna frægu úr Nonna og Manna: enda var hann snargeðveikur og hafði afbrigðilegar skoðanir á flestum hlutum)... ...þá verður að setja vesalings lækninn með Ceaucescu-komplexinn í gjörgæslu. Hann má aldrei fara einn á klósettið. Og aldrei með keðjuna.

Jibbíjei!

Mynd

Liverpool kaupa Keane

Mynd

Farðu í kjól og drekktu betur

Mynd
Við Keikó verðum með pöbb quiz á Grand Rokk á föstudaginn. Spurt verður um: a) Abba og Mamma Mia, b) Gay Pride hátíðir um víða veröld, c) stærðfræði (við bara urðum að brjóta þetta aðeins upp). Ef keppnin fer í framlengingu þá fjalla aukaspurningarnar um Shakespeare og Pele.

Skemmtilesning

Fann eftirfarandi sett inn sem athugasemd við bloggfærslu Bjarna Harðarsonar um að Davíð Oddsson sé hugsanlega að fara á eftirlaun. Þessu verður örugglega hent út af moggablogginu innan örfárra mínútna svo ég copy/pasteaði það hingað. Hvernig þetta kemur Davíð við veit ég ekki en það er augljóst að hér fer maður sem er fullkomlega heill á geðsmunum: Aðilaskýrsla vegna dómsmálsins R30/2006, Héraðsdómi Suðurlands. 27.1./ 2008 Forskriftin “Aths” ásamt skáletruðum texta hér eftir eru athugasemdir Guðmundar Þórarinssonar Kt: 290571-4489 við geðskoðun Sigurðar Páls Pálssonar og Láru björgvinsdóttur geðlækna. Rétt er að hafa í huga að hér er á ferðinni mál sem að tengist héttsettum starfsmanni LSH (Gunnlaugi Geirssyni Prófessor). Allir þeir geðlæknar sem að koma að málinu, utan Magnús Skúlason geðlæknir, eru tengdir vi

Tiltekt

Ég er búinn að henda út linkum á fólk sem aldrei bloggar. Og hananú!

Níu ár

Mynd
Í dag eru níu ár slétt síðan ég var í mestu makindum heima hjá mér á Bragagötunni þegar stelpa sem ég hafði verið að deita kom í heimsókn, skítug, hás og þvæld eftir að hafa verið á þjóðhátíð. Við miðum í dag við þessa dagsetningu þegar við reiknum út hvað við höfum verið lengi saman. Eftir ellefu daga eigum við svo blóma - og ávaxtabrúðkaupsafmæli. Helvíti þægilegt, ég slepp með að gefa henni banana.

Hundrað sinnum

Heyrnarlaus kona kvartaði yfir því í fjölmiðlum í gær að henni hafi verið synjað hundrað sinnum um vinnu. Það hefur sennilega gengið svona fyrir sig: Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha? Við ætlum ekki að ráða þig. - Ha?