06 ágúst 2008

Skemmtilesning

Fann eftirfarandi sett inn sem athugasemd við bloggfærslu Bjarna Harðarsonar um að Davíð Oddsson sé hugsanlega að fara á eftirlaun. Þessu verður örugglega hent út af moggablogginu innan örfárra mínútna svo ég copy/pasteaði það hingað. Hvernig þetta kemur Davíð við veit ég ekki en það er augljóst að hér fer maður sem er fullkomlega heill á geðsmunum:

Aðilaskýrsla vegna dómsmálsins R30/2006, Héraðsdómi Suðurlands.

27.1./ 2008

Forskriftin “Aths” ásamt skáletruðum texta hér eftir eru athugasemdir Guðmundar Þórarinssonar Kt: 290571-4489 við geðskoðun Sigurðar Páls Pálssonar og Láru björgvinsdóttur geðlækna.
Rétt er að hafa í huga að hér er á ferðinni mál sem að tengist héttsettum starfsmanni LSH (Gunnlaugi Geirssyni Prófessor).
Allir þeir geðlæknar sem að koma að málinu, utan Magnús Skúlason geðlæknir, eru tengdir vinnustað "fórnarlambsins" í málinu (Gunnlaugu LSH). Í dag liggur fyrir dómur mannréttindadómstólsins sem að kveður á um að læknar á LSH geti ekki komið að máli sem að tengist starfsmanni á LSH sem matsmenn, án þess að stofna hlutleysi málsins í hættu.
Í þessu máli urðu tengsl viðkomandi starfsmanna LSH við fórnarlamb málsins til þess að einstaklingur sem að starfsfólk Réttargeðdeildarinnar á Sogni fann ekkert athugavert við, var vistaður þar í rúmlega ár.
Eftirfarandi er því kynning á því hvernig flokksveldið á Íslandi ekki bara getur virkað heldur virkar i gegnum spillingu og tengsl manna í millum.
Gjörið svo vel,,, og hafið ælupoka við hendina.
Í geðmati stendur: Aðspurður um fyrri atburði sem leiddu síðar til ákæru og dóms segir Guðmundur að þá hafi hann verið í neyslu. Erfitt er þó að fá fram með vissu hve mikil hún var.

Aths: Guðmundur tók skýrt og greinilega fram við geðskoðun að sú neysla hefði verið orðin ákaflega lítil (c.a 4 tilvik í mánuði), og reyndar kom það fram við blóðrannsókn skömmu eftir líkamsárás undirritaðs á Gunnlaug Geirsson Prófessor að magn amfetamíns í blóði Guðmundar var undir læknisfræðilega ákvörðuðum skammti 80/ng/ml, hér er því rangt haft eftir.

Í geðmati stendur: Man eftir einhverju sinni að hafa verið vakandi af neyslu og þá orðið hálf sturlaður.

Aths: Hér er rétt að komi fram að þetta einstaka tilvik átti sér stað á árunum milli 1996 og 1998 en ekki fyrir ári, hálfu ári eða í gær.

Í geðmati stendur: Hann viðurkennir að hann hafi planlagt að sitja fyrir Gunnlaugi Geirssyni. Hann skilst þó þannig að upphaflega hafi hann ætlað sér að tala við Gunnlaug, fá hann til að breyta afstöðu sinni en byrjað að hrista hann til þegar Gunnlaugur greip í hann. Þetta er hinsvegar vandmetin lýsing hjá Guðmundi (sjá annars dómsskjöl).

Aths: Það var ekki Sigurðar og Láru að meta áreiðanleika frásagnar af málinu, hvorki úr fyrri skýrslum eða hér í þessu mati og er tilgangurinn með þessarri athugasemd hér því óljós.

Í geðmati stendur: Guðmundur er enn mjög reiður Gunnlaugi Geirssyni og telur hann hafa sýnt sér og barninu gífurlega óvirðingu.

Aths: Rétt er að það kom fram að ég teldi að mér og barninu hefðu verið sýnd óvirðing, en það kom hvergi fram að ég væri Gunnlaugi mjög reiður. Hitt er annað að fram kom skýrt og greinilega og meðal annars skriflega að ég teldi að Gunnlaugi væri vorkunn af því að vera eins og hann er (óheiðarlegur), að af honum stafaði óværa í Íslensku samfélagi og er þá átt við spillingu hans í opinberu starfi, og jafnframt það að verða fyrir barðinu á þeirri spillingu og Gunnlaugi væri svona líkt og að stíga í volgan kattarskít. Það gysi upp skítalykt í smástund en að maður nuddaði einfaldlega eða skolaði af sér skítinn og héldi svo áfram sína leið.

Í geðmati stendur: Guðmundur greinir einnig frá því að hann hafi talað við fulltrúa lögreglu Katrínu Hilmarsdóttur vegna málsins. Guðmundur er enn mjög ósáttur við hennar viðbrögð og athugun í málinu.

Aths: Katrín Hilmarsdóttir kom fyrst að málinu þegar ég reyndi að kæra Gunnlaug Geirsson fyrir skjalafals, þá neitaði hún mér um að tekin yrði af mér skýrsla og neitaði mér jafnframt um að leggja fram gögn í málinu á þeim forsendum að ég hefði ekki lagt fram gögn í málinu. Slíkt framferði heitir brot í opinberu starfi. Síðan sækir hún líkamsárásar málið gegn mér fyrir hönd ríkisins.

Í geðmati stendur: Hann segir hana vera nýnasista og telur föður hennar hafa verið siðblindan og ruglaðan. Segir einnig að hún sé heimsk (Sigríður)

Aths: Ég sagði matsmönnum að Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir væri nýnasisti sem hún og virðist vera skv netsíðum hennar en föður hennar sagði ég hafa verið veikann, ruglaðann og sennilega siðblindann í því skyni að varpa ljósi á það hvað hugsanlega gæti amað að Sigríði með því að halda barninu okkar frá því að njóta réttar síns. Ég sagði hinsvegar ekki að Sigríður væri heimsk, heldur sagði ég að fólk í kringum mig hefði haldið því fram við mig að hún væri kannski bara svona heimsk, á þessu er töluverður munur, annarra orð eru ekki mínar fullyrðingar.

Í geðmati stendur: 15) Þjóðfélagið á sök á þessu afbroti. Svar: Ósatt. (Innskot þetta er athyglisvert svar því að það talar gegn raunverulegri andúð hans á kerfinu.

Aths: Hérna er um hreinann tilbúning að ræða því að hvergi kom nokkurntímann fram að ég hefði andúð á kerfinu, það kom hinsvegar fram að ég hefði megna andúð á verkum sumra þeirra manna er starfa í hinu svokallaða kerfi og á þessu tvennu er reiginmunur.

Í geðmati stendur: 19) Ég hefði ekki framið þennan verknað ef að mér hefði ekki verið ögrað af þolandanum. Svar: Satt. Fannst Gunnlaugur hafa verið fáskiptinn og með leiðinlegt skap.

Aths: Hérna vantar inn í að ekki einasta var maðurinn hrútleiðinlegur og fáskiptinn heldur kaus hann að svara ekki tveimur lögfræðingum mínum (erlendis og hérlendis), hundsaði u.þ.b. 8 símtöl frá mér, neitaði að leiðrétta ákveðið misræmi í skjölum tengdum faðernismálinu og neitaði jafnframt að setja sig í samband við kollega sína erlendis ef að þeir gætu hugsanlega leiðrétt þennan mismun, þá höfðu áður komið fram af Gunnlaugs hálfu óverðskuldaðar og óviðeigandi athugasemdir um geðheilsu mína.

Í geðmati stendur: Ég er hræddur um að fólk muni aldrei taka mér vel vegna þessa atburðar. Svar: Ósatt. Bætir við að honum finnist margir hafa skilið sig og hvatt sig áfram í málinu.

Aths: Hér vantar inn í að ég tók það fram að flestir vina minna, kunningja og ættingja trúa því einnig að ég sé faðir barnsins í málinu.

Í geðmati stendur: 34) Ég ætti ekki að refsa sjálfum mér fyrir það sem ég gerði. Svar: Óljóst svar.

Aths: Hér er rangt farið með, það kom fram að ég teldi að ég ætti ekki að refsa mér og reyndar er það svo að ég hrósa mér af því sem ég gerði, þ.e ég tel mig ákaflega stoltann af því.

Í geðmati stendur í kaflanum áfengi og fíkniefni: Hann hefur a.m.k einusinni tekið kókaín á sl mánuðum.

Aths: Það sem fram kom í viðtali var að ég hefði keypt efni sem að ég taldi vera kókaín vegna þess að mig hefði langað til þess að rifja upp “gamla dópistatakta” og viljað lyfta mér eitthvað aðeins upp, tekið inn afar lítið magn af því, orðið veikur af því (uppköst og ógleði) og þá fleygt því og þar með hefði sú neyslutilraun farið út um þúfur. Það kom ekki fram að ég hefði tekið inn Kókaín að minnsta kosti einusinni, heldur einusinni á undanförnum mánuðum.
(Þegar þessar athugasemdir eru ritaðar átti ofangreind neysla sér stað fyrir u.þ.b. 7-8 mánuðum síðan).

Í geðmati stendur: Hann segist hafa sektarkennd yfir því að vera dópisti.

Aths: Hér er rangt haft eftir, það kom fram í viðtölum að ég hefði haft sektarkennd yfir því að hafa verið dópisti á þeim tíma sem að ég var á kafi í neyslu fíkniefna, fyrir þónokkrum árum síðan.


Í geðmati stendur: Lyf sem hann tekur nú amfetamín sem hann fær uppáskrifað hjá lækni sem hann segist þó aldrei hafa hitt. Byrjaði á því í september 2006. Hann tekur þetta nokkuð óreglulega að sögn og helst um helgar en hann segir það hjálpa sér að einbeita sér að náminu. Með því drekkur hann bjór til að róa sig.

Aths: Hér bæði vantar inn í og er rangt haft eftir. Náminu hátta ég þannig að ég fer amfetamínlaus í skólann á virkum dögum vegna þess að ég er með fylgiröskun með ofvirkninni sem að kallast felmtursröskun sem að lýsir sér í óþægilega miklum hjartslætti ásamt skelfingartilfinningu og kemur eingöngu yfir mig við inntöku á amfetamíni. Í þessu vill ég ekki lenda á skólatíma (ástand þetta er ekki talið hættulegt einungis mjög óþægilegt). Síðan þegar kemur að heimanáminu um helgar að þá tek ég amfetamínið svo sem ávísað er og meira þegar þolið tekur að aukast seinnipart annar og það sem að ég get þá notað til þess að halda ofangreindu felmtursástandi í skefjum á meðan amfetamín áhrifin vara er bjór, hinn kosturinn eru róandi lyf s.s diasepamlyf (Mogadon) og á þeim hef ég ekki nokkurn einasta áhuga auk þess sem að jafnframt því að virka vel gegn felmtursröskun þykir mér bjór bragðgóður.

Í geðmati stendur: BPRS: Próf þetta er notað sem hjálpartæki við geðskoðun. Því er sérstaklega ætlað að fá fram sturlunarlík einkenni hjá sjúklingnum.
Í stuttu máli má segja að viss merki komu fram um hugsanir sem bent gátu til ranghugmynda og ranghugmynda kerfa.

Aths: Hvaða merki um ranghugmyndir og ranghugmyndakerfi voru þetta? Hvernig var prófið framkvæmt? Það kemur hvergi fram en ofangreindri niðurstöðu er hinsvegar slett fram út í bláinn án nokkurs rökstuðnings.

Í geðmati stendur: Við urðum ekki vör við neina fjandsemi gagnvart okkur en hinsvegar var hún mjög greinileg gagnvart þeim sem að hann var enn ósáttur við (t.d Gunnlaug Geirsson og Katrínu Hilmarsdóttur).

Aths: Ég lét það álit mitt berlega í ljós í viðtölunum að ég áliti ofangreindar manneskjur illa innrætt fífl sem að ættu ekkert erindi í opinbera stjórnsýslu, það að álíta einhverja manneskju illa innrætta, siðspillta og jafnvel heimska er ekki það sama og að sýna fjandskap í hennar garð. Að sýna fjandskap hlýtur að teljast það að vilja meiða einhverja manneskju eða gera henni illt. Það kom aldrei fram í viðtölunum og gerir ekki enn, hér er því verið að gera mér upp tilætlan.

Í geðmati stendur: Persónuleikapróf: Notuð var fyrst stutt útgáfa (Standardised Assesement of Personality (8 Spurningar) og spurningar lesnar upp fyrir móður hans þar sem Guðmundur hafði áður neitað að svara persónuleikaprófi.

Aths: Ég hlýt að frábiðja mér þessháttar vitleysu, geðskoðun þessi gekk út á það að meta geðhagi mína en ekki túlkun móður minnar á þeim. Hvaða niðurstöðu hefði ég mátt vænta úr persónuleikaprófi þessu ef að ég hefði gleymt að vaska upp þann daginn, eða það sem verra er neitað að skreppa út í búð eftir sígarettum handa henni? Þess utan að þá þykir hverjum sinn fífill fagur svo að niðurstaðan úr persónuleikaprófi á mér framkvæmdu á einhverjum öðrum stenst enga skoðun.

Innskot: Að því er vikið í geðmatinu að ég tali gamaldags Íslensku (forníslensku), mér leikur ögn forvitni á að vita hvort að hér er átt við vandað málfar eða hvort að hér sé átt við ég gangi um bæinn talandi á máli Jónsbókar eða Snorra Eddu?

Í geðmati stendur: Guðmundur hefur visst innsæi og dómgreind á eigin hegðun, á samskipti við fólk og sín vandamál. En alls ekki varðandi faðernismálið. Hann upplifir enn að hafa verið beittur miklu óréttlæti.

Aths: Sjáum nú til ef að ég hefði ekki upplifað óréttlæti eftir að hafa upplifað það að Gunnlaugur Geirsson kæmi fram við mig og barnið mitt eins og andlegur nauðgari, eftir að hafa mátt dúsa í 17 mánuði í gæsluvarðhaldi og á Réttargeðdeild að ósekju og síðan haldið í gíslingu dómskerfis í heilt ár eftir að hafa losnað af réttargeðdeildinni, þá hlyti ég klárlega að vera vangefinn.
Hafandi í huga að hausinn á mér á að vera fullur af þeirri ranghugmynd að Gunnlaugur Geirsson hafi falsað tiltekinn skjöl, þeir sem að eru með ranghugmynd upplifa hana nefnilega sem raunveruleika, ekki satt?Í geðmati stendur: mini prófið spyr ekki sérstaklega um hugvilluröskun (delusional disorder). Enginn vafi er á því að Guðmundur Hefur uppfyllt og uppfyllir enn einkenni þessa heilkennis samkvæmt ICD 10.

Aths: Rétt er að benda á hér að ICD 10 er ekki próf eða skilgreining á hugvilluröskun heldur kóða og númerakerfi. Þar sem að ég hef ekki enn gengist undir eitt einasta próf sem að hefur getað skilgreint hjá mér hugvilluröskun að þá vill ég vinsamlegast biðja matsmenn um að halda menntakjaftæðinu fyrir sjálfa sig þar sem að hæpið er að dómari megi vera að því að kynna sér hvað ICD 10 er, minna þá á CODEX ETHICUS og jafnframt að læknisleyfi geta verið brothætt ef að ekki er varlega farið í viðsjálli veröld.

Í geðmati stendur: Við fyrstu sýn virðist hann ekki hafa geðrofseinkenni en alveg er ljóst að hann er óeðlilega fixaður enn á faðernismálið. Þar koma fram hugsanir sem örugglega eru á mörkum ranghugmynda eða þráhyggju eða overvalued ideas.

Aths: Hérna virðast matsmenn vera að vitna í greiningu á Paranoid queerulans (Hugvilluröskun) en hún fer einmitt fram með þeim hætti að útilokunaraðferð er beitt á ofangreindar hugsanir þ.e.a.s greindar eru í sundur ranghugmyndir, overvalued ideas eða þráhyggja í því skyni að fá fram hina raunverulegu greiningu.
Hér virðist allar þessar hugsanir “nokkuð örugglega” vera á ferðinni hjá mér í því skyni að ég sé “nokkuð örugglega” paranoid queerulans. Eitt vantar þó og það er þetta: Samkvæmt fræðunum er eitt af því fyrsta sem að geðlækninum er uppálagt að fá fram og það er einfaldlega hvort að sjúklingurinn hefur á réttu að standa eða ekki.

Því er þeirri spurningu varpað hér fram hvort að matsmennirnir hafi staðið fyrir því að kynna sér hvort að það geti verið að Gunnlaugur Geirsson sé einfaldlega ómerkilegur skjalafalsari og að málið sé í raun ekki flóknara en sú staðreynd?

Í geðmati stendur: Guðmundur mætti einn í 2. viðtal. Það gekk ágætlega framan af en í lokin neitaði hann að svara spurningum á persónuleikaprófi. Komu þá fram greinileg vænisýki viðbrögð hjá Guðmundi.

Aths: Nú er það svo að ég hafði kynnt mér áreiðanleika þessarra svokölluðu persónuleikaprófa á meðan ég dvaldi á Sogni og kom þar í ljós að próf þessi eru í besta falli umdeild innan fræðanna og virðist niðurstaða þeirra helst ráðast af því hver fer yfir þau.
Þetta bar ég fyrir mig og sagði matsmönnum að ég kærði mig ekki um málsmeðferð byggða á slíkri ónákvæmni. Þetta ber ekki vott um vænisýki heldur löngun til þess að ná fram sem réttustum niðurstöðum mér í hag. En á því hef ég skýlausan rétt samkvæmt öllum leikreglum í réttarsal.
Þá er kannski rétt að benda hér á að hér hafa matsmenn ekki haft fyrir því að rökstyðja álit sitt. Þ.e.a.s. í hverju lýsti sér þessi ætlaða vænisýki mín?


Í geðmati stendur: Hann er enn sár og telur sig hafa verið misrétti beittan. Erfitt er að meta innsæi Guðmundar en telja verður að innsæi hans á eigin hegðun sé eðlilegt en ekkert eða lítið innsæi sé á þær sjúklegu hugmyndir sem hann virðist hafa miðað við þær staðreyndir sem að liggja fyrir í dag.

Aths: Þær staðreyndir sem að liggja fyrir eru þessar: Gunnlaugur Geirsson var beðinn að athuga eigin sök varðandi það hvort hann hefði falsað niðurstöður blóðrannsóknar eða ekki, hann komst að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri ekki sekur um neitt misjafnt. Þrátt fyrir það varð hann tvísaga um það fyrir dómi með hvaða hætti hann framkvæmdi prufurnar, slíkt telst á lögreglumáli vera grunsamlegt. Þá eru ónefnd ófá atriði önnur tengd þessu máli sem að lögreglu ber að rannsaka sem hugsanleg afbrot.

Í geðmati stendur: Guðmundur virðist hafa haft gott af dvölinni á Sogni og viðtölunum við Magnús.

Aths: Víst er að Magnús er viðræðugóður en hvaðan kemur sú fullyrðing að ég álíti mig hafa haft gott af dvölinni á Sogni, jafnframt því að ég telji mig hafa verið órétti beittan út allt málið?
Er það sannfæring matsmanna hér að manneskja sem að telur sig hafa verið lokaða inni í fangelsi og á geðveikrahæli svo mánuðum skiptir að ósekju, telji sig hafa haft gott af vistinni?
Er það almenn skilgreining innan geðlæknisfræðinnar að því meiri órétti sem að viðkomandi manneskja telur sig hafa verið beitta að því sáttari verði hún við lífið og tilveruna?

Í geðmati stendur: Þversögnin í máli Guðmundar virðist sú að meðhöndlandi læknir álítur að þegar fyrir rúmu ári síðan að þó að hann hafi hugvilluröskun sé hann í raun ábyrgur gerða sinna eða eigi að vera það.

Aths: Það hefur hvergi til þessa dags komið fram í máli Magnúsar Skúlasonar að ég sé haldin hugvilluröskun og tel ég réttast að Magnús sé einfaldlega spurður út í þessa fullyrðingu matsmanna.

Í geðmati stendur: Fram kom hinsvegar einnig í fyrra vottorði Magnúsar að Guðmundur hefði ekki innsæi á sjúkleika sinn.
Aths: Aftur tel ég rétt að Magnús staðfesti þessi orð matsmanna eða ekki.Hvað niðurlag þessa svokallaða geðmats varðar að ég þurfi á áframhaldandi meðferð og öryggisgæslu að halda og að ég eigi að halda mig frá neyslu að þá svarast þessu til.

Ég þarf ekki á nokkurri geðmeðferð að halda og hef aldrei þurft.
Í fíkniefnaneyslu er ég ekki en ég nota amfetamín við nám og gefur það góða raun utan áðurgetinna aukaverkana, það er fjandinn fjarri mér að ég ætli að fara að leggja námið á hilluna í því skyni að uppfylla ímyndaða nauðsyn einhverra framhjáfarandi geðlækna.
Bjór ætla ég ekki að hætta að drekka vegna þess einfaldlega að hann heldur frá aukaverkunum af amfetamíninu (felmtursröskun). Hitt er kannski rétt að minnast á að amfetamíntegund ein svonefnt metamfetamín (Lyfjah: Desoxyn) býður ekki upp á slíka aukaverkun, það þekki ég af eigin raun.
Af gefnu tilefni skal það ítrekað hér að vegna fyrri meðferðar á máli mínu bæði af hálfu þeirra matsmanna er áður hafa komið að málinu og eins vegna fyrri dómaframkvæmdar í því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands að þá tel ég áríðandi að fram fari lögreglurannsókn á starfsháttum Gunnlaugs Geirssonar Prófessors og því hvort að hann beitir tengslum sínum innan læknasamfélagsins og dómskerfis í því skyni að ná fram ranglátum niðurstöðum í málum honum tengdum og sé svo hvort að hann geti þá ekki einnig verið sekur um skjalafals í umræddu faðernismáli mínu, og jafnvel hugsanlega öðrum málum honum viðkomandi.

Þá vill ég einnig benda á að mál þetta tengist ekki bara mér eða Gunnlaugi heldur einnig saklausu barni, sem að vill svo til að líkist mér alveg óheyrilega mikið, hver er réttur þessa barns gagnvart Gunnlaugi Geirssyni?

Einnig tek ég fram að ég álít að það réttarhald sem að á sér stað nú í málinu R30/2006 sé ólöglegt og stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég tel að í þessu máli nú sé ég ekki að njóta réttlátrar málsmeðferðar, að til málsins hafi hvorki verið skipaðir óvilhallir matsmenn né meðdómendur og að það hafi í reynd verið bæði óþarft og óheimilt að skipa til þess matsmenn eða framhalda málinu með frekari hætti vegna fyrri vistunar minnar á réttargeðdeild, sem að ég álít einnig að hafi verið ólögleg og geng svo langt að segja að hún hafi verið með eindæmum gróft brot á þeim alþjóða mannréttinda samningum sem að Ísland er aðili að.

Ég álít jafnframt að í stað þess að reyna að framhalda málinu, með viðlíka hætti og hér er reynt að gera að þá hefði átt að biðja mig afsökunar og greiða mér skaða og miskabætur vegna óþarflega langs gæsluvarðhalds í málinu og vistun að ósekju á réttargeðdeild.

Þá tel ég rétt að sú skoðun mín komi hér fram að Gunnlaug Geirsson Prófessor tel ég hættulegan réttaröryggi á Íslandi á meðan að hann gengur um sem frjáls maður og er ég þá hvorki að rita hér með hefnigirni eða langrækni í huga, heldur einungis að greina frá skoðun minni sem að byggð er á því hvernig þetta mál allt hefur þróast.

Afsökunarbeiðni myndi ég sætta mig við frá Dómsmálaráðherra vegna málsins ásamt loforði um að hann sæi til þess að viðlíka ógeðfelld brot og á mér voru framin í kjölfar líkamsárásar minnar á Gunnlaug Geirsson yrði ekki unnt að framkvæma aftur á nokkrum einasta borgara þessa lands.

Lagagreinar varðandi brot í opinberu starfi eru skýrar og verði vart við misbeitingu líkt og raunin hefur verið í þessu máli ætti að beita viðurlögum þeirra lagagreina af fullum þunga í stað þess að menn reyni að sópa skarna yfir skít hvers annars í slíkum málum.

Þá er kannski rétt að minnast á að það var viss ástæða fyrir því að málið var áður ekki kært til Hæstaréttar (misskilningur hjá fyrri lögmanni mínum). Ef að sá misskilningur hefði ekki verið fyrir hendi að þá hefði hið fyrra mál til losunar frá réttargeðdeild verið kært þangað umsvifalaust vegna þess að skilyrðin sem að þar voru á mig sett hefði ég aldrei samþykkt, hvorki heilbrigður eða galinn.
Að þessu sögðu er þá rétt að víkja að því að þau skilyrði sem að matsmenn stinga upp á í lok geðmats verða aldrei nokkurntímann samþykkt af mér eða mínum. Og ekki nein skilyrði ef að út í það er farið.

Þá tel ég rétt að mati þeirra Sigurðar og Láru verði vísað í heild sinni frá dómi og þeim gert að biðja mig afsökunar vegna þeirra órökstuddu ósanninda og aðdróttana um geðheilsu mína er koma þar fram, jafnframt því verði þau ávítt vegna óvandaðra vinnubragða sinna við gerð matsins.
Matið sem slíkt álít ég einfaldlega ekki papírsins virði og algjörlega ósæmandi af viðkomandi matsmönnum er heita eiga menntaðir í læknisfræðum og hafa skuldbundið sig til þess að koma fram af heiðarleika og nærgætni í gegnum störf sín.


Virðingarfyllst:

Guðmundur Þórarinsson.
Kt: 290571-4489
Sóleyjarrima 3,
112 Reykjavík.

Engin ummæli: