Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2005

Ferlegt slys

Aumingja mamma. Hún var að taka úr uppþvottavélinni um daginn, snéri sér við með fangið fullt af skálum, steig ofan í kattardall og rann til. Skálarnar þeyttust um allt gólf, en brotnuðu ekki. En hún rak síðuna harkalega í borðplötuna. Og var hjá sjúkraþjálfa í dag (útaf hálshnykknum þegar var keyrt á hana um daginn) sem sagði að hún væri rifbeinsbrotin. Sjálfur var ég hjá lækni í dag. Er nebbla búinn að vera frá vinnu vegna veikinda í 10 daga. Hann sagði að ég væri með sýkingu í nasaholum, sem ég þarf að fara í aðgerð út af í janúar. Auk þess að sýklalyfið sem ég hef verið að taka sé ekki að virka og lét mig fá nýtt. Vottorð frá vinnu fram yfir helgi takk fyrir. Tvær manneskjur í sitthvorri íbúðinni stinga nálum í dúkkur. Feitibjörn spáir: endalokin nálgst

Jóla hvað?

Mynd
Við önsumussumussekki

Endalokin nálgast

Mynd
Verða þetta síðustu jólin...?

Jólin nálgast

Mynd

Símtöl við foreldra

Báðir foreldrar okkar hjónanna hafa hringt í okkur í dag. Karlinn: "Varstu að hringja?" Rósa: "Nei." Karlinn: "Það hringdi einhver, ég hélt það hlyti að vera þú, það hringir enginn annar..." Rósa: "Fáðu þér númerabirti." Kerlingin: "Ertu kominn heim?" Ég: "Já, en ég er að elda." Kerlingin: "Hringdu þegar þú ert búinn." Skömmu síðar. Kerlingin: "Ég vissi ekki hvort þú hefðir verið að reyna að hringja í mig, það er sko búið að vera á tali hjá mér." Ég: "Neinei, en ég er að borða." Kerlingin: "Jájá, það er allt í lagi..." Ég: "Ég hringi í þig eftir nokkrar mínútur, ég ætla að klára að borða." Kerlingin: "Já, endilega vertu fljótur, ég er að fara að sofa." (Klukkan er 20:15) Svo hringdi ég aftur, eftir hálftíma röfl var ég farinn að svífa milli svefns og vöku, umlandi með reglulegu millibili til að vera ekki dónalegur. Þá byrjaði síminn að pípa. Ég er sko með þráðlausan h

Georg Besti

George Best dó í dag. Áfengisiðnaðurinn í Bretlandi sendi frá sér afkomuviðvörun . Mottó hans, og þarafleiðandi mitt: Ég eyddi peningunum mínum í brennivín, stelpur og hraðskreiða bíla... og afganginum í vitleysu. Uppáhalds sagan mín af honum: Vikapiltur á hóteli kemur með morgunverðinn á herbergi Best, og sér goðið flissandi uppi í rúmi með Miss World. Á náttborðinu er kampavínsflaska og risa seðlabúnt, 20 þúsund pund, sem hann hafði unnið í einhverju spilavíti um nóttina. Vikapilturinn: "George... where did it all go wrong?" Mental note to self: ekki hafa fyrir því að láta skipta um lifur þegar þar að kemur.

Kortið mitt er í Bangkok, ekki ég... og tsjöllingar!

Það var hringt í mig í dag frá Íslandsbanka. Góðan daginn, þú átt MasterCard kort sem er gefið út hjá okkur, og getur passað að þú hafir notað það í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári síðan? Jú, mikið rétt, ég var þá í minni brúðkaupsferð og maxaði kortið á mettíma. Kemur á daginn að það er komið upp stórfellt fölsunarmál í Bandaríkjunum og kort sem notuð voru í hraðbönkum á ákveðnu tímabili eru nú klónuð og í massanotkun í Tælandi. Kemur ekki á óvart því ég tók eftir því að hraðbankar í Bandaríkjunum eru lítt traustvekjandi. Minna einna helst á sælgætissjálfsala og eru í bókstaflega öllum sjoppum. Þannig að einhver Hemmi Gunn eða Megas er nú að hjakkast á 12 ára ladyboy í Bangkok á minn kostnað. Og ég fæ ekki einu sinni að vera með. Svindl!!! Svo sá ég í Kastljósi áðan að V-Dagurinn er á næsta leiti og í ár hafa kókhausarnir og hópslagsmálahundarnir í Fazmo gengið til liðs við konur í baráttu þeirra gegn kynbundnu ofbeldi. HAFIÐ ÞIÐ KÍKT Á www.fazmo.is ???????????????????? Það er einmitt ú

Vodafone segir upp auglýsingasamningi við Manchester United

Mynd
Sagt er að liðið sé þegar búið að læna upp nýjum sponsor.

Er ég með óráði eða?

Ég er á leiðinni heim til mín. Búinn að vera frá vinnu vegna veirusýkingar í þrjá daga, með nokkurn sótthita. En konan mín vildi horfa á America's Next Top Model og það var Meistaradeild á Sýn svo ég píndi mig út á Ölver með fulla vasa af Paracetamoli. Það var Liverpool leikur svo ég hafði löglega afsökun að beila heim þegar 10 mínútur voru eftir, enda orðinn allsvakalega lasinn. Var samt soldið seinn út af kránni svo ég þorði ekki annað en hlaupa út á stoppistöð. Eins gott, en ég náði strætó. Þegar hann kom niður á Hlemm hinsvegar þá var ellefan að renna af stað, og ég hjóp eftir henni líka en án árangurs. Þannig að ég þurfti að labba heim Rauðarárstíginn. Helvítis rok, næðir inn um ullar- og flíspeysuna mína góðu og ég er að drepast. Sé að hlið að einum bakgarðinum er opið svo ég kemst niður á Skarphéðinsgötu. Gott val, þar er miklu meira skjól. Ég er farinn að nálgast Mánagötuna og verður hugsað til kattanna minna. Samstundis verð ég var við hreyfingu en það er sko ekki köttur,

Mixteip

Fann flotta síðu á flakki mínu um netið. www.kaninka.net/mixteip Datt inná þetta fyrir tilviljun af því að ég sá að Hjálmar vinur minn átti eitt teip þarna. Fyrir ykkur sem eruð fædd eftir 1977 er kannski erfitt að skilja það menningarsögulega fyrirbæri sem mixteipið er, en ég læt Palla eftir að skýra það á síðunni sinni. Kíkið! En ég fór í gamlar hirslur og fann eitt alveg eðal antik nostalgíu vintage mixteip sem ég bjó til sjálfur um 1981-2 með því að taka lög upp úr útvarpinu, úr þeim dáða þætti Lög unga fólksins. Hlið A: 1. The Robots - Kraftwerk. Einhverra hluta vegna voru Kraftwerk afar vinsælir í LUF á tímabili, og það er spooky að ég þekki í dag fólk sem lítur á þá sem guði en var ekki fætt þegar ég var á pásutakkanum að taka þetta upp. Auðvitað missti ég mig alveg í Kaplakrika þegar þetta var tekið. 2. Super Freak - Rick James. Óskaplega heitt danslag um það leyti sem "kuldarokk" var aðalmálið. Mörgum árum seinna skildi enginn af hverju ég fílaði MC Hammer í ræmur, e

Pavlov og vinnan

Heilsuleysi hefur hrjáð mig undanfarna daga. Veit ekki hvort það tengist skemmtanalífinu en ég var mjög duglegur á föstudagskvöldið var, hékk með Nikka og Óla alveg fram undir að strætó færi að ganga og var þessvegna láréttur allan laugardaginn. Og ekki hjálpaði að Chris kom í heimsókn þannig að ég var láréttur að þamba Stellu og horfa á fótbolta allan laugardaginn. Mánudagsmorguninn vaknaði ég svo allverulega slappur, og reyndist með hita svo ekki fór ég í vinnuna. Í morgun, þriðjudag, var ég aftur hitalaus og bara í nokkuð góðum fíling þegar ég vaknaði svo ég dreif mig út á Hlemm. Var samt varla kominn þangað þegar ég fór að finna til óþæginda, eins og kuldahrolls og sársauka í liðamótum. Harkaði af mér og afskrifaði þetta sem áhrif hryssingslegs veðursins, en hefði betur hugsað málið aðeins nánar. Vinnufélagar mínir heilsuðu mér allir sem einn með sömu orðunum: Þú ert alls ekki orðinn frískur, er það? Og ég varð að játa það eftir eina kennslustund að ég væri betur geymdur heima (

Skoðanakönnun

Leikurinn æsist í skoðanakönnun minni á www.blog.central.is/feitibjorn þar sem heilir fjórir einstaklingar hafa greitt atkvæði. Hins vegar liggur hún mamma undir grun um að vera að reyna að rigga kosninguna. Vegna þess að sá kostur sem er vinsælastur eins og er, er sá sem myndi ekki valda henni hægum og kvalafullum dauða. Þannig að endilega drífið ykkur að taka þátt, og megi réttlætið sigra.

í gegnum tárin

Ég var í bókabúð um daginn. Sá nýútkomna bók um sögu fegurðarsamkeppna á Íslandi. Fletti upp í henni því ég vissi að það hafði verið haft samráð við Georg um kafla í bókinni um dragkeppnina. Og jú, það eru 4 eða 6 blaðsíður sem rekja söguna alveg frá Maríusi og Palla, allar keppnirnar, umfjöllun um alla sigurvegarana (nema Bjartmar, enda fyrir daga Georgs) og talað sérstaklega um að Míó hafi unnið tvisvar og að Georg hafi tekið við rekstri keppninnar eftir að hafa unnið. Svo stendur á einum stað: Það ár kom Björn Gunnlaugsson til aðstoðar við keppnishaldið. What the fuck?

End of an era

Mynd

Drama á Kjaló

Sum ykkar kunna að minnast þess þegar ég sagði hér frá unglingum á Kjalarnesi sem voru að reyna að vera krimmar. Talað um að það ætti að smala liði frá bænum eða Kópavogi og berja menn. Strandaði svo á því að þetta eru 14 ára börn og strætó gengur svo sjaldan þarna uppfrá. Í nótt var svo brotist inn í skólann okkar. Rúðu stútað og ruðst inn, tölva tekin. Skömmu síðar gerðist það sama í leikskólanum sem er í næsta húsi. OK hverfið er þannig að öll hús eru í næsta húsi, en það er önnur saga. Nema hvað, innbrotsþjófurinn, sem reyndist vera "góðkunningi" lenti í því óláni að bíllinn hans bilaði. Þannig að löggan kom á vettvang, bar kennsl á bílinn og varð svo logandi hrædd við þennan stórglæpamann að þeir þorðu ekki inn í leikskólann nema fá backup. Í millitíðinni mætti ein frúin í vinnuna, fann glæponinn sitjandi í mestu makindum inni á kaffistofu, spurði hvort hún vildi ekki fá sér tíu með honum meðan hann beið eftir að vera handtekinn. Heyrðu og Roy Keane stormaði út af Old Tr

Jón Ólafsson

Hann segir það sjálfur, það er hægt að slá um sig í eyðslu með dópsölupeningum, en ekki hægt að eignast neitt. Þannig að hann hefur flutt inn og selt nóg til að eyða helling, eins og t.d. þegar hann keypti allt í einu nýjan Benz handa Helgu, en passað að fyrirtækið færi bara með hreina peninga. Snjalli, are you paying attention? www.ruv.is/kastljos hérna er fyllilega þess virði að hlusta á allt viðtalið uncut. Mitt uppáhalds móment er þegar síminn hjá Þórhalli fávita byrjar að hringja í miðju svari Jóns, sem skákar honum með því að endurtaka svarið með öll meginatriði á hreinu... og betur orðað! Mæli með því að hlustað sé á viðtalið með headphone til að útiloka truflandi áreiti.

Endurvinnsla og... tjah, endurvinnsla

Ég er hættur að fara í endurvinnsluna með dósirnar. Það er lúxus sem bara bíleigendur hafa efni á. Og þeir menga meira með bílnum heldur en þeir gera umhverfinu gagn með því að endurvinna kíló af áli á mánuði. Á Íslandi, með allan okkar áliðnað, er það líka bara hræsni að vera að senda einhverjar bjórdollur með skipi til Póllands í bræðslu. Ég hef verið að spá í að flytja mig yfir á www.blog.central.is/feitibjorn og þið megið alveg kíkja þangað og segja ykkar álit. Já, ég veit að ég er að herma eftir páska. En endilega takið þátt í skoðankönnuninni sem er á hinni síðunni.

Failure

Opnaðu vafrann þinn. Farðu á www.google.com og sláðu inn leitarorðið "failure". Í staðinn fyrir "Google Search", smelltu þá á "Vogun vinnur, vogun tapar"-hnappinn og sjáðu hvað kemur upp.

Silvía Nótt rétt áðan

Ef mamma þín myndi segja eitthvað tremma ljótt um mig myndir þú: 1) sparka í feisið á henni 2) eitra fyrir henni 3) kæfa hana í svefni ?

Feitibjörn er farinn í frí

Skrepp aðeins frá tímabundið. Kem aftur. fb