Er ég með óráði eða?

Ég er á leiðinni heim til mín. Búinn að vera frá vinnu vegna veirusýkingar í þrjá daga, með nokkurn sótthita. En konan mín vildi horfa á America's Next Top Model og það var Meistaradeild á Sýn svo ég píndi mig út á Ölver með fulla vasa af Paracetamoli.

Það var Liverpool leikur svo ég hafði löglega afsökun að beila heim þegar 10 mínútur voru eftir, enda orðinn allsvakalega lasinn. Var samt soldið seinn út af kránni svo ég þorði ekki annað en hlaupa út á stoppistöð. Eins gott, en ég náði strætó. Þegar hann kom niður á Hlemm hinsvegar þá var ellefan að renna af stað, og ég hjóp eftir henni líka en án árangurs.

Þannig að ég þurfti að labba heim Rauðarárstíginn. Helvítis rok, næðir inn um ullar- og flíspeysuna mína góðu og ég er að drepast. Sé að hlið að einum bakgarðinum er opið svo ég kemst niður á Skarphéðinsgötu. Gott val, þar er miklu meira skjól. Ég er farinn að nálgast Mánagötuna og verður hugsað til kattanna minna.

Samstundis verð ég var við hreyfingu en það er sko ekki köttur, heldur viðurstyggilegt rottuhundkvikindi, á stærð við naggrís og minnir af einhverjum ástæðum á... fótbolta.

Helvítið trompast á mig og geltir eins og motherfucker. Ég get ekki annað en flissað því þetta er svo lítið kvikindi, en hægi samt á mér og lít inn í garðinn þar sem hundfíflið er. Og þar sé ég bakdyr hússins opnar og í gættinni stendur kona vafin í einhverskonar rúmteppi.

Siggi! Komdu hingað!

Æpir hún hvað eftir annað, og sem ég geng hjá átta ég mig fyrir rest á því að hundurinn hlýtur að heita Siggi. Ekki að hún haldi að ég sé einhver Siggi og sé að kalla á mig.

En ég labba áfram. Lít upp í himininn og sé stjörnu sem skín skærar en allar hinar. Júpíter, hugsa ég. Ég þekki Júpíter, hún er skærust.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu