Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2007

Memento Mori pt 13

Það er við hæfi að hætta þessari vitleysu á þrettánda kafla. En til þess að það sé mögulegt verð ég að segja frá tveim atvikum þar sem munaði litlu að ég og Alli vinur minn ljósameistari yrðum okkur að aldurtila. Fyrra atvikið átti sér stað í Finnlandi. Við höfðum verið í Tampere að vinna við leiksýningu og þurftum að aka til Helsinki til að fljúga áleiðis heim. Við erum báðir áhugamenn um múmínálfa og ákváðum því að koma við á leiðinni og skoða skemmtigarð kenndan við Múmíndal sem er í skerjagarðinum fyrir utan Turkku. Það eru svipaðar vegalengdir milli þessara borga og þær mynda nokkurnveginn þríhyrning, þar sem maður ekur norður frá Helsinki til Tampere, síðan suðvestur frá Tampere til Turkku og loks austur frá Turkku til Helsinki. Hins vegar vorum við of góðu vanir eftir fyrsta bíltúinn. Finnar lögðu nýlega flotta hraðbraut frá Helsinki og norður til Tampere og okkur urðu á þau mistök að halda að þannig væru allir vegir í Finnlandi. Þannig að við reiknuðum okkur ferðatíma miðað við

Memento Mori pt 12

Öðru sinni var ég næstum dauður undir stýri en nú um sumar. Ég var að vinna hjá Paul pabba hans Nikka að selja Snapple. Áður en Baugur fór að versla við okkur var Bláa Lónið okkar besti kúnni og í miklu uppáhaldi hjá mér af tveimur ástæðum. Annars vegar var ágætis tilbreyting að fá langan bíltúr öðru hverju - var meira og minna að þvælast með einn og tvo kassa í sjoppur út um allan bæ - og hins vegar var daman sem rak veitingasöluna í Bláa Lóninu alveg meiriháttar sæt og skotin í mér í þokkabót. Ég hlýt að hafa verið með hugann við hana þegar ég kom upp á Keflavíkurveg á heimleiðinni því ég sá greinilega að risastór vöruflutningabifreið með trailer kom æðandi frá Keflavík á ólöglegum hraða en ég lét sem ekkert sé og ók í veg fyrir hana. Svo sá ég að það væri sennilega banvæn ákvörðun og sveigði á síðustu stundu út í vegarkant. Vörubifreiðin hafði auðvitað bremsað en rauk framhjá mér, enn á ólöglegum hraða, og bílstjóranum hefur brugðið svona mikið að hann hélt áfram að bremsa og stöðva

Memento Mori pt 11

Snemma á árinu 2000 var ég að vinna í Þjóðleikhúsinu á daginn og leikstýra austur í Biskupstungum á kvöldin. Keypti mér jeppadruslu og keyrði á milli eins og brjálæðingur. Eftir að hafa verið meira og minna erlendis í áratug var ég ekki sérlega vanur íslenskum aðstæðum og átti það líka til að keyra heim um nótt í hálku eftir að hafa drukkið nokkra bjóra. En ég var bláedrú þegar þessi saga gerðist. Var að keyra niður Kambana þegar ég lenti í fljúgandi hálku og missti stjórn á bílnum. Hann hringsnerist og dansaði hingað og þangað á meðan ég reyndi að gera tvennt í einu: stíga létt á bremsuna til að hægja á bílnum - og skíta ekki í buxurnar. Eftir hálfa mínútu fór bíllinn út í vegakant og stöðvaðist á vegriðinu. Sem betur fer hafði mér tekist að minnka hraðann nægilega til að vegriðið beyglaðist bara, en brotnaði ekki.

Memento Mori pt10

Í London stundaði ég skemmtistaði nokkuð stíft og sérstaklega einn sem heitir Heaven. Þar var ég kominn með ýmiskonar VIP-réttindi undir það síðasta, áður en ég flutti aftur heim á klakann. Það hjálpaði líka að Doddi vinur minn og frændi vann þar sem ljósamaður. Það var ósjaldan sem ég hékk í búrinu hjá honum og við spjölluðum. Dag einn fékk Hildur símtal að heiman. Afi hennar hafði unnið fimm milljónir í happdrætti og þar sem hann vissi hvorki í þennan heim né annan vegna Alzheimer var ákveðið að skipta fénu milli barnabarnanna hans. Þegar ég kom heim úr vinnunni voru skilaboð um að hafa samband við þær Þóru sem voru komnar á veitingahús að halda uppá þetta. Ég fór á veitingastaðinn, gekk að borðinu þeirra og mælti hin ódauðlegu orð: "Gúddívning leidís, mæ neim is Bjössi, and æm from æsland. Ken æ bæ jú a drínk?" Seinna um kvöldið fórum við á Heaven. Ég stóð og var að glápa út í loftið þegar ég fann skugga færast yfir mig. Ég leit upp og við hlið mér stóð negri sem hlýtur að

Memento Mori pt9

Þegar ég var nýfluttur til London árið 1994 bjó ég á hryllilegum stað sem heitir King's Cross. Fékk að sofa á gólfinu hjá vinafólki þangað til varanlegt húsnæði fyndist. Það var löng leið í skólann og strax byrjað að vinna frameftir kvöldum. Eitt kvöldið tók ég lestina og fór úr við Notting Hill Gate. Labbaði svo í gegnum Notting Hill hverfið áleiðis að annarri stöð sem heitir Ladbroke Grove. Ef einhver hefur séð myndina Notting Hill þá gefur hún alranga mynd af því hvernig er að labba gegnum þetta hverfi á kvöldin. Ég var eins túristalegur og hægt var, með skólatöskuna á bakinu og litla beltistösku um mittið. Þrír svartir gæjar stóðu á götuhorni og fylgdust með mér nálgast. "Weed?" spurði einn þeirra þegar ég gekk framhjá og þeir röltu af stað með mér. Ég hváði, þeir tala með skrítnum hreim þarna í Notting Hill, enda flestir ættaðir úr Karíbbahafinu. "You wanna buy some weed, mon?" endurtók hann en annar greip í handlegginn á mér og stýrði mér inn í húsasund. Á

Memento Mori pt8

Fyrir löngu síðan sagði ég ferðasögu hér sem gerðist í Florida. Þegar þetta gerðist var ég við nám í Pittsburgh sem er tveggja daga ökuferð frá Florida. Á heimleið úr sólstrandarferðinni var ég á mjög miklum hraða á þjóðvegi einhversstaðar í N-Carolina-fylki. Langt frá allri byggð og ekkert að sjá nema bleikir akrar og slegin tún báðumegin við veginn. Ég hafði lært trix sem kanar nota á þjóðvegum, sem gengur út á að aka ólöglega hratt og vera um leið óþægilega nálægt næsta bíl, sem þá er orðinn samsekur. Þannig er fiftí-fiftí séns að þú sleppir ef löggan birtist því hún getur auðvitað ekki stoppað báða. Þannig ók ég á 80 mílna hraða í gegnum auðnina með annan bíl í rassinum. Þar sem ég var langt frá mannabyggðum gerðist það að útvarpsstöðin sem ég var að hlusta á datt út. Ég var semsagt kominn út fyrir svæði hennar og þurfti að finna nýja ef ég vildi halda áfram að hafa tónlist í bílnum. Ég var aleinn og vildi tónlist. Svo ég tók athyglina af veginum í nokkrar sekúndur meðan ég leitaði