Memento Mori pt8
Fyrir löngu síðan sagði ég ferðasögu hér sem gerðist í Florida. Þegar þetta gerðist var ég við nám í Pittsburgh sem er tveggja daga ökuferð frá Florida. Á heimleið úr sólstrandarferðinni var ég á mjög miklum hraða á þjóðvegi einhversstaðar í N-Carolina-fylki. Langt frá allri byggð og ekkert að sjá nema bleikir akrar og slegin tún báðumegin við veginn.
Ég hafði lært trix sem kanar nota á þjóðvegum, sem gengur út á að aka ólöglega hratt og vera um leið óþægilega nálægt næsta bíl, sem þá er orðinn samsekur. Þannig er fiftí-fiftí séns að þú sleppir ef löggan birtist því hún getur auðvitað ekki stoppað báða.
Þannig ók ég á 80 mílna hraða í gegnum auðnina með annan bíl í rassinum. Þar sem ég var langt frá mannabyggðum gerðist það að útvarpsstöðin sem ég var að hlusta á datt út. Ég var semsagt kominn út fyrir svæði hennar og þurfti að finna nýja ef ég vildi halda áfram að hafa tónlist í bílnum.
Ég var aleinn og vildi tónlist. Svo ég tók athyglina af veginum í nokkrar sekúndur meðan ég leitaði að nýrri útvarpsstöð. Þegar hún fannst leit ég upp og sá strax að ég hafði ósjálfrátt minnkað hraðann talsvert á þessum sekúndum. Svo leit ég í baksýnisspegilinn og sá hinn meðseka ökumann ískyggilega nálægt mér. Um leið gerði ég mér grein fyrir að ég hafði rásað milli akreina og kippti því í stýrið til að rétta bílinn af.
Því miður hafði hinn ökumaðurinn ákveðið að fara fram úr mér þeim megin. Hann gat því lítið annað gert en að snarbeygja til að komast hjá árekstri sem hefði efalítið banað okkur báðum.
Ég gleymi aldrei þeirri sýn sem blasti við mér í baksýnisspeglinum meðan ég ók í burtu. Hinn bíllinn beygði í níutíu gráður og fór rakleitt út af veginum. Í óratíma sá ég hann spæna upp ryki og grasi, hátt í loft upp meðan hann fjarlægðist veginn meir og meir.
Eftir rúman klukkutíma ók ég yfir fylkjamörkin og var kominn til West Virginia. Mountain Mama. Og þá vissi ég að ég var nokkurn veginn safe.
Ég hafði lært trix sem kanar nota á þjóðvegum, sem gengur út á að aka ólöglega hratt og vera um leið óþægilega nálægt næsta bíl, sem þá er orðinn samsekur. Þannig er fiftí-fiftí séns að þú sleppir ef löggan birtist því hún getur auðvitað ekki stoppað báða.
Þannig ók ég á 80 mílna hraða í gegnum auðnina með annan bíl í rassinum. Þar sem ég var langt frá mannabyggðum gerðist það að útvarpsstöðin sem ég var að hlusta á datt út. Ég var semsagt kominn út fyrir svæði hennar og þurfti að finna nýja ef ég vildi halda áfram að hafa tónlist í bílnum.
Ég var aleinn og vildi tónlist. Svo ég tók athyglina af veginum í nokkrar sekúndur meðan ég leitaði að nýrri útvarpsstöð. Þegar hún fannst leit ég upp og sá strax að ég hafði ósjálfrátt minnkað hraðann talsvert á þessum sekúndum. Svo leit ég í baksýnisspegilinn og sá hinn meðseka ökumann ískyggilega nálægt mér. Um leið gerði ég mér grein fyrir að ég hafði rásað milli akreina og kippti því í stýrið til að rétta bílinn af.
Því miður hafði hinn ökumaðurinn ákveðið að fara fram úr mér þeim megin. Hann gat því lítið annað gert en að snarbeygja til að komast hjá árekstri sem hefði efalítið banað okkur báðum.
Ég gleymi aldrei þeirri sýn sem blasti við mér í baksýnisspeglinum meðan ég ók í burtu. Hinn bíllinn beygði í níutíu gráður og fór rakleitt út af veginum. Í óratíma sá ég hann spæna upp ryki og grasi, hátt í loft upp meðan hann fjarlægðist veginn meir og meir.
Eftir rúman klukkutíma ók ég yfir fylkjamörkin og var kominn til West Virginia. Mountain Mama. Og þá vissi ég að ég var nokkurn veginn safe.
Ummæli