Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2008

Húsráð Rósu og Bjössa - Part IV

Barnagrátur getur verið hvimleiður. Góð leið til að þagga niður í honum er að kveikja á ryksugunni. Sæmilega skynugt barn gerir sér grein fyrir því að það þýðir ekkert að væla meðan ryksugan er í gangi, það heyrir enginn í því hvort sem er. Þess vegna þagna öll sæmilega skynug börn meðan ryksugur eru í gangi. Fyrir þá sem ekki eiga sæmilega skynug börn heldur þrollabörn má benda á að I-pod gerir sama gagn frá bæjardyrum foreldris séð, þótt barnið grenji kannski alveg jafn mikið.

Ný Toyota auglýsing?

Húsráð Rósu og Bjössa - Part III

Mynd
Ekki gefa börnunum svona. Ekki einu sinni láta þau vita að svona sé til. Það má ekki borða kubba.

Húsráð Rósu og Bjössa - Part II

Ungabörn eiga það til að grenja hátt og lengi og sumir segja að með því séu þau að þjálfa í sér lungun. Ekki eru allir sammála en ljóst er að mikið loft fer um lungu barnsins meðan það er óhuggandi. Því þá ekki að nota tækifærið og láta krílið blása upp sundkúta, vindsængur, jafnvel gúmmíbáta?

Húsráð Rósu og Bjössa - part I

Ung hjón með nýfætt barn geta oft lent í vandræðum vegna reynslu- eða kunnáttuleysis. Við ætlum því að deila hér með ykkur nokkrum snjöllum lausnum sem við föttum upp á. Hvernig koma skal í veg fyrir að snuð detti úr munni ungabarns. Það sem þarf: 1 stk ungabarn, 1 stk snuð og 1 stk teiprúlla. Stingið snuðinu í munn barnsins og haldið því þéttingsfast á sínum stað. Teipið svo nokkra hringi um höfðu barnsins, yfir munn og snuð. Ef barnið er með hár á höfðinu er heppilegt að nota húfu, því þá er minna mál að ná teipinu aftur af. Ath: forðist að teipa yfir nef barnsins þar sem það getur valdið öndunarerfiðleikum!

Brúðkaup Önnu og Jóa

Mikið rosalega var gaman í gær. Við fórum í brúðkaup á Þingvöllum og svo í veislu í Heiðmörk. Frábær dagur í alla staði. Nema kannski eitt. Ég tók nebblega að mér að sjá um að ferja hljómtæki á veislustaðinn og var svo lengi að koma þeim í gang að ég sá fram á að verða allt of seinn í kirkjuna. Sagði Rósa að fara án mín en svo redduðust græjurnar og ég hringdi aftur í hana og lét hana bíða eftir mér í Mosfellsdalnum. Brenndi svo þangað á 149km hraða en fattaði þegar ég ætlaði að stökkva upp í bílinn til hennar að ég var enn í stuttbuxm og bol. Sem betur fer voru sparifötin í mínum bíl þannig að ég gat skipt um föt á miðjum Þingvallavegi. Þýskir túristar sem fóru fram hjá í rútu munu seint gleyma því. "Hier was der schreiber Halldór Laxness geburt" "Jawohl, aber wer was der fesse mann im Auto?" Við komum því miður aðeins of seint í kirkjuna, sem er mjöög lítil, og þurftum að standa fyrir utan meiripartinn af tímanum. Sem betur fer var gott veður. Undir lokin tók Jói

Someday we'll find it...

Mynd
Tók þessa mynd úti á palli hjá mér í gærkvöldi.

24 spurningar

Mynd
1. Hvaða lifandi manneskju lítur þú mest upp til og hvers vegna? Svar: Sir Alex Ferguson. Af því að hann hrinti Liverpúl niður af einhverjum palli. Eða stalli. Eða kalli. 2. Fyrsta minningin? Svar: Ég var að leika í sjónvarpsauglýsingu 9 mánaða gamall. Man að ég átti í smávægilegum erfiðleikum með að átta mig á að þetta væri ekki raunverulegt. 3. Mestu vonbrigðin? Svar: Að Mosi Frændi skyldi hætta með pálmann í höndunum. 4. Hvað gerir þig dapran? Svar: Fólk sem talar of mikið. 5. Leiðinlegasta vinnan? Svar: Leiklistarkennsla á Tálknafirði kemur sterklega til greina. Svo var það lagerstarf í límmiðaverksmiðju í Harlesden þar sem ég var eini hvíti maðurinn. 6. Uppáhalds bókin? Svar: Dirk Gently's Holistic Detective Agency. 7. Ertu góður kokkur, og hvað eldarðu hvunndags? Svar: Æðislegur kokkur. Það bókstaflega verður allt að nammi sem ég snerti. Flaggskipið er Spaghetti Carbonara. 8. Ef gerð yrði kvikmynd um þig og þína ævi? Hver myndi leika þig? Svar: Þessi. 9. Hvað er það dýrasta s

Mér er ílt í fótnum!!!

Vaknaði í nótt við vítiskvalir. Kominn með inngróna tánögl. Það er vont. Fer í aðgerð á eftir.

Hamingja

Mynd
Við erum flutt á Nesið! Það gerðist í síðustu viku og við erum á kafi í pappakössum og perustæðum að koma okkur fyrir. Tölum mikið um að við ætlum að taka því rólega og ekkert að stressa okkur á því þó það taki dálítinn tíma að koma okkur fyrir en samt erum við á útopnu frá morgni til kvölds alla daga. Það er komin hefð fyrir því að enda hvern dag með (late) kvöldgöngu um Nesið og veðrið hefur þvílíkt verið að leika við okkur að það er bara rugl. Ólýsanleg tilfinning að vera kominn á bernskuslóðir. Kettirnir eru í essinu sínu, þeim leist ekkert á blikuna fyrst þegar við komum með þá, enda heimakærir með afbrigðum. Keli ætlaði beint heim á Mánagötu aftur en Pjakkur faldi sig úti í horni og grét beiskum tárum. Klukkutíma síðar voru þeir búnir að átta sig á hreina loftinu og fuglasöngnum og orðnir þvílíkt sáttir. Minnir mann soldið á þegar þeir fara með okkur í sumarbústaðinn - það hlýtur að vera hrikaleg skítafýla í Norðurmýri ef maður er dýr með jafn næmt lyktarskyn og kettir. Gulla daf

Nýjar myndir af Gullu

Mynd
Dónastelpa! Hjá pabba sínum... Ef þið haldið að þetta sé auðvelt, þá er það misskilningur! :)

Flutningar að hefjast

Mynd
Í morgun fór ég með einn bílfarm af drasli út á Nes áður en ég fór í vinnuna. Ákveðinn sálfræðilegur sigur að vera komin í gang með flutninga finnst okkur. Samt á málarahelvítið ýmislegt eftir ógert. Kemur sér að sum herbergin eru tilbúin svo maður getur staflað inn í þau. Þá kemur í ljós að Mánagatan er helvíti rúmgóð íbúð, svona þegar maður er ekki með wall to wall húsgögn og dótarí. Kemur einn að skoða á morgun, vonum það besta... Svo skýrist líka vonandi fljótlega hversu slæmt ástandið á klóakinu hérna er, það hefur verið mikil eyðimerkurganga að fá tilboð í endurnýjun á því, mætti halda að píparar landsins liðu ekki verkefnaskort. Voru kannski náttúruhamfarir um daginn eða...?

Sumarfríið er að byrja!!!

Mynd
Maður hefur lítið getað gefið sér tíma til að blogga undanfarnar vikur. Vonandi stendur það til bóta því nú eru ekki nema örfáir dagar eftir þangað til ég er kominn í sumarfrí. Þá stendur til að flytja loksins út á Nes, það er búið að tefjast allt of lengi. Svo fara bara næstu mánuðir í uppeldi og umönnun, kannski maður kíki í sumarbústað en annars á þetta helst að vera mjög rólegt sumar. Þannig að vonandi verð ég oftar með tölvuna í kjöltunni, úti á palli með bjór og Quick tan brúsa.