Sumarfríið er að byrja!!!
Maður hefur lítið getað gefið sér tíma til að blogga undanfarnar vikur. Vonandi stendur það til bóta því nú eru ekki nema örfáir dagar eftir þangað til ég er kominn í sumarfrí. Þá stendur til að flytja loksins út á Nes, það er búið að tefjast allt of lengi. Svo fara bara næstu mánuðir í uppeldi og umönnun, kannski maður kíki í sumarbústað en annars á þetta helst að vera mjög rólegt sumar. Þannig að vonandi verð ég oftar með tölvuna í kjöltunni, úti á palli með bjór og Quick tan brúsa.
Ummæli