Færslur

Sýnir færslur frá október, 2009

Ísland 2030

Árið 2030 var Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli baráttu gegn andstæðingum sínum. Baráttu sem virtist vera töpuð. Færustu sérfræðingar Flokksins sáu að upphafið að endalokunum var á árabilinu 2003-2004 þegar DO lenti í mótbyr og flúði úr ráðherraembætti í Seðlabankann. Til að breyta þessari óhagstæðu fortíð var ákveðið að senda vélmennið Skaftenegger aftur í tímann til ársins 2003 - forritaðan til að styðja Foringjann í baráttunni við Andófsöflin og um fram allt að fá Foringjann til að hætta við að hætta. Vélmennið var forritað til að lofsyngja Foringjann við hvert tækifæri og hvetja aðra til trúar á hann. Það mátti búast við góðum undirtektum því Foringjadýrkun var talsvert útbreidd trúarbrögð á þessu tímaskeiði. Skaftenegger komst heilu og höldnu aftur í tímann en fljótlega kom í ljós að eitthvað var bogið við þau viðbrögð sem hann fékk við trúboðinu. Í hvert skipti sem hann dró upp Morgunblaðið og lofsöng Foringjann fór fólk ýmist að hlæja eða að fussa og sveia. Brátt sýndi það sig að

Ferðin til Slóvakíu - 7. kafli

Skoðunarferð um Zilina leiddi í ljós að það er hægt að fara úr öskunni í eldinn. Ég var búinn að minnast á að hinn sovéski byggingastíll sem blasti við mér í höfuðborginni hafi farið í taugarnar á mér. En innan um kirkjur, kastalarústir og aðrar merkar byggingar í Zilina er nú verið að slá upp hverri kringlunni á fætur annarri og sagði leiðsögumaðurinn okkur frá því að fundist hefðu mannvistarleifar frá miðöldum þegar byrjað var að grafa fyrir risastóru bílastæðahúsi í miðborginni. Réttur maður fékk rétta upphæð og jarðýturnar héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Við vorum sem sagt bara tvö eftir í bænum af ráðstefnugestum, ég og miðaldra frönsk kona sem hefur unnið með þeim slóvakísku í fjöldamörg ár. Þegar hinni stórskemmtilegu skoðunarferð var lokið nennti ég ekki alveg að þvælast með henni um bæinn í búðarleiðangri þannig að ég afsakaði mig, fór í stuttan leiðangur uns ég fann Grand Rokk þeirra Zilina-búa. Munurinn var helst sá að bjórinn kostaði sem nemur 150 íslenskum kr

Ferðin til Slóvakíu - 6. kafli

Í morgun var byrjað á því að sýna okkur stutta kvikmynd. Sú var verk fransks nema í kvikmyndagerð sem vann með náminu sem stuðningsfulltrúi. Þjónustuþeginn var unglingur með vöðvarýrnun sem var meðal þeirra fyrstu sem voru teknir inn í franska menntakerfið þegar þeir byrjuðu á slíku. Skemmst er frá að segja að drengur virtist vera mun hæfileikaríkari sem stuðningsfulltrúi en sem kvikmyndagerðarmaður en hinum slóvakísku vinum mínum þótti myndin afar merkileg og dældu á okkur útlendingana spurningum um alls konar hluti sem þessum málum tengjast. Persónulega tókst mér held ég best upp þegar ég hélt ræðu um að fram undan væri áratuga barátta við að breyta hugarfari þjóðarinnar. Það þyrfti að byrja núna að hleypa nemendum með sérþarfir inn í skólakerfnið og sennilega yrði það auðveldast á leikskólastiginu. Það yrði þó ekki fyrr en leikskólabörn nútímans yrðu fullorðin og stofnuðu fyrirtæki sem eiga mætti von á að eitthvert pláss yrði fyrir fólk með sérþarfir á vinnumarkaðnum. Hluti verkefni

Ferðin til Slóvakíu - 5. kafli

Eins og mig hafði reyndar grunað var planið eftir hádegi að við útlendinarnir settumst niður með aðalskipuleggjanda verkefnisins og leggðum plön um aðkomu okkar, bæði að málþingi sem á að halda hér næsta haust, svo og heimsóknum frá Slóvakíu til okkar landa. Fyrst var rætt um málþingið og hvað við teldum að gæti komið sér vel fyrir Slóvaka að læra af okkur. Það var pínulítið erfitt þar sem yfirskrift málþingsins tengir saman tvö málefni sem okkur Norðurlandabúum (og frönsku júffertunni) þykja alls ótengd en eru mjög náin í slavneskum huga, en það eru annars vegar einelti og hins vegar aðlögun fatlaðra nemenda í skólakerfinu. Skipuleggjandinn hristi höfuðið þegar við vildum ræða um aðlögun þroska- og geðfatlaðra og sagði að slíkt væri alls ekki hægt. Hváði svakalega þegar við sögðum honum að þetta viðgengist í okkar löndum. Öllu erfiðara var þegar danska frúin sem vinnur mikið í málefnum sem tengjast mansali, vændi og kynbundnu ofbeldi, vildi koma með fyrirbyggjandi innlegg í slóvakís

Ferðin til Slóvakíu - 4. kafli

Morguninn hófst á því að enn lét ég þjónustufólk skamma mig – fór semsagt í morgunmat og settist ekki við rétt borð. Umhugsunarefni hvaða augum landsmenn líta þjónustustörf. Fundurinn fór afskaplega hægt af stað. Ég hafði látið vita kvöldið áður að ég þyrfti að komast í prentara svo ég gæti haft glærupunktana mína við hendina meðan ég talaði. Var sagt að mæta bara vel tímanlega og þessu yrði kippt í liðinn svo ég var mættur klukkan átta en þá kom á daginn að eina tölvan á hótelinu sem var með USB-tengi var læst inni á skrifstofu hótelstjórans sem ekki væri væntanlegur fyrr en klukkan níu. Einmitt þá sem fundur átti að hefjast. Ég beið því rólegur og þegar hótelstýran (sem hún reyndist vera) var mætt fór ég inn á skrifstofu til hennar en hún gat ekki fyrir nokkra muni skilið hvað ég átti við með “print out notes pages” – hún vildi prenta handout semsagt. Nú voru góð ráð dýr því þótt hún leyfði mér að setjast við tölvuna voru allar leiðbeiningar á slóvakísku. Með ótrúlegu harðfylgi tók

Ferðin til Slóvakíu - 3. kafli

Á efri hæð umferðarmiðstöðvar Bratislavaborgar standa tveir gamlir Ikarus-strætisvagnar sem búið er að breyta í kaffihús. Já. Í alvöru. Ég hefði sennilega frekar átt að taka rútuna strax eins og kemur betur í ljós síðar. En mig langaði að skoða mig um í Bratislava sem ég hef alltaf haldið að hlyti að vera mjög falleg borg í klassískum mið-evrópskum anda. En nei. Allavega ekki í grennd við umferðarmiðstöðina. Það tók mig fjórar mínútur að fatta þetta og þá var rútan farin og ekki annað í boði en að finna sér bjór. Eftir að hafa vafrað um umferðarmiðstöðina þvera og endilanga endaði ég fyrir slysni nógu nálægt Ikarus-tvíburunum til að sjá að þar inni stóð fýld stelpa á bak við afgreiðsluborð. Ég fann dyr en á þeim var skilti með slóvakískum texta sem ég skildi ekki. Sem betur fer var neðan við textann píla sem benti til vinstri. Þannig að ég fann næstu dyr, opnaði og gekk inn. Fýlda stelpan hellti sér yfir mig á slóvakísku og þegar ég skildi ekki strunsaði hún að innganginum og skellti h

Ferðin til Slóvakíu - 2. kafli

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta gildir sérstaklega um nýju þægilegu sætin í Flugleiðavélunum. (OK ég veit að fyrirtækið heitir Icelandair Group eikkað en súmí!) - Þegar maður kúldrast í Fokker 70 frá KLM þá virkar 90 mínútna flugið til Vínar mun lengra en þriggja tíma flugið frá Ísalandi til Amsterdam. En ég er allavega lentur og við tekur rútuferð til Bratislava. Miðað við hvernig flugin hafa gengið reikna ég með að ná léttilega framhaldsrútunni frá Bratislava til Zilina, en er alveg að spá í að missa óvart af henni og spásséra um borgina í hálftíma. Tek svo bara næstu rútu, verð ekki kominn á leiðarenda fyrr en eftir kvöldmat hvort sem er.

Ferðin til Slóvakíu - 1. kafli

Suma daga vaknar maður í vondu skapi. Þegar vekjaraklukkan er stillt á 4:20 og gærkvöldið fór í að klára ódýrustu hvítvínsflöskuna í ríkinu er ekki von á góðu. Samt var ég alveg sæmilega civil við frúna sem vakti mig þegar vekjaraklukkunni hafði mistekist. Leigubíllinn sem ég hafði pantað og sagt að koma kl. 4:45 kom heilum tveimur mínútum of seint og þá byrjaði suðan að koma upp, hægt og rólega. Hafði nákvæmlega engan húmor fyrir kommenti bílstjórans um að hann rataði lítið á Nesinu og urraði á hann að betra væri að fara til hægri en vinstri. Enda eru allar beygjur á Seltjarnarnesi hægri beygjur. Smá pólitískur húmor þarna. Ha ha. Á BSÍ var biðröð og klukkuna vantaði fjórar mínútur í fimm. Styttist í brottför og mannhelvítið á undan mér í röðinni var með einhvers konar miðaígildi sem afgreiðslustúlkan kannaðist ekki við. Enn kraumaði bara rólega á mér. Mosi Frændi var settur í gang í i-podinum og sjálf rútuferðin leið hratt og vel. Þegar ég ætlaði að standa upp og ganga frá borði var