Ferðin til Slóvakíu - 2. kafli

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta gildir sérstaklega um nýju þægilegu sætin í Flugleiðavélunum. (OK ég veit að fyrirtækið heitir Icelandair Group eikkað en súmí!) - Þegar maður kúldrast í Fokker 70 frá KLM þá virkar 90 mínútna flugið til Vínar mun lengra en þriggja tíma flugið frá Ísalandi til Amsterdam. En ég er allavega lentur og við tekur rútuferð til Bratislava. Miðað við hvernig flugin hafa gengið reikna ég með að ná léttilega framhaldsrútunni frá Bratislava til Zilina, en er alveg að spá í að missa óvart af henni og spásséra um borgina í hálftíma. Tek svo bara næstu rútu, verð ekki kominn á leiðarenda fyrr en eftir kvöldmat hvort sem er.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu