Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2019

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2019

Mynd
Góðir landsmenn, enn einu sinni er komið að skammdegisþunglyndinu. Þrátt fyrir allt tal um hamfarahlýnun fer veður kólnandi á Fróni, myrkrið er allsráðandi meirihluta sólarhringsins, djúpt, svart og miskunnarlaust eins og hjartað í kvótakóngi. Jólin nálgast með sínum organdi börnum, viðbrenndu piparkökum, uppseldum leikföngum og öðrum pirringi og vonbrigðum. Maður þorir varla að eyða krónu í nokkurn skapaðan hlut orðið því allskonar jólatónleikar, föndurdagar, hlaðborð og auðvitað bjórsmökkunarpartí éta upp það sem átti að fara í kalkúninn og gjafirnar. Ekki furða að febrúar sé orðinn mest kvíðavaldandi mánuðurinn þegar kortareikningarnir koma. Bah húmbúkk! segir Feitibjörn. Nú er kominn tími til að hlusta á ungu kynslóðina, hætta þessu eilífa neyslufylleríi og snúa sér að því sem skiptir máli í lífinu. Sem er auðvitað bjór. Innan um allan þann barlóm sem ætlar allt lifandi að drepa í þjóðfélagsumræðunni þessa dagana er gaman að upplýsa ykkur lömbin mín um að árið 2019 er