Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2005

Þjálfaramálin hjá KR leyst

Forsíðufrétt á DV í gær. (Og ekki lýgur DV.) Gin og tónik, Páski, gin og tónik! Steingrímur Njálsson flytur í vesturbæinn. Það gekk sá brandari fyrir nokkrum árum þegar Gaui Þórðar var að þjálfa KR, drakk ennþá og beit rithöfunda í nefið auk þess að lúlla hjá eiginkvennum leikmanna liðsins, að aðalástæðan fyrir góðu gengi liðsins væri ræða þjálfarans fyrir leiki: "Ef þið vinnið ekki þennan leik, þá ríð ég konunum ykkar!" Nú getur Steingrímur tekið við, og hótað á svipaðan en öllu verri hátt. Og KR verða Íslandsmeistarar. Vinna sennilega meistaradeildina líka.

Tékkiði á þessu!

earth.google.com Endalaust hægt að leika sér að skoða heiminn. Og þegar maður verður leiður á því: www.sudoku.com

Beware the Red Lion!

Var boðinn í ammæli til Þóru vinkonu í kvöld. Hún býr í vesturbænum, nánar tiltekið í Sörlaskjóli. Ekki henni að kenna svosem. En þar sem þetta var svona rauðvíns og ostakvöld og Rósa var að vinna í bakaríinu sem er þarna rétt hjá, þá datt mér í hug að það væri tilvalið að hittast í borgara og bjór á Rauða Ljóninu áður en við færum í partíið. M I S T A K E Minn mætti á staðinn rétt uppúr 6 og pantaði bjór. Spurði svo (og sagði svo) hvort hægt væri að fá tvo borgara með frönskum. Ekkert mál sagði gaurinn á bak við barinn. Fínt, sagði ég, ég ætla þá að panta þá eftir smástund þegar konan mín mætir. Svo sest ég og byrja á bjórnum og horfi á Man United leikinn, sem var í sjónvarpinu og tengist augljóslega óbeint þeirri ákvörðun minni að rétt væri að fara á Rauða Ljónið áður en farið væri í þetta afmæli í vesturbænum. Leigubíll frá Players eða Ölveri hefði kostað óþarfa pening. Svo líður og bíður og loks mætir konan. Svo ég fer og bið um að fá matinn sem ég pantaði áðan. Þá er þjónninn al

Fjölskylduboð-orð

Kaffiboð hjá tengdapabba, með tengda-afa og -ömmu: "Já, og svo var það ágætt þegar hann hérna, hvað heitir hann nú aftur... pabbi hans Péturs, eða nei, hann er sonur hans Péturs... nei hans Sveins Péturssonar... já þegar hann, hvað gerði hann nú aftur...? Jú, það var þegar hann sa..." "Jájá, þá verð ég nú að segja ykkur eina sögu" (andvörp úr ýmsum áttum) "hann var helvíti magnaður hann Guðbjartur Hólm, við vorum einusinni með kartöflugarð saman, og þegar hann hitti ömmu sína í réttum einu sinni, þá slengdi hann fram þessari stöku...: Oft var þá í þröngu blautt/ þegar hann var harður...(o.s.frv.)" "Nei, en það var frændi hennar Sigríðar, sem... hvað hét hann nú aftur, frændi hennar Sigurlínu sem átti hundinn, Kristín? Kristín? Nú, hún er sofnuð..." -- og hún fær nú prik sú gamla, því um leið og hún vaknaði tók hún á sig rögg og batt allsnarlega enda á samkomuna, einmitt þegar þeir gömlu voru að komast í gírinn. Respect!

Ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera!

Ég var að prófa að taka greindarpróf (sorrý mamma og stjúppabbi!) á www.iqtest.com og kom ekki svo illa út úr því. Það er víst miðað við að meðalgreind manna og kvenna á hverjum tíma sé 100. Svo er niðurstöðum breytt með árunum, því þrátt fyrir að manni finnist að heimurinn fari versnandi, þá eru menn sífellt að fá hærra og hærra skor á svona prófum. Mannkynið er semsagt enn að komast til vits og ára. Þannig að maður sem fékk 150 í greindarvísitölu fyrir 100 árum, myndi teljast með lægri tölu nú í dag. Þetta heitir Flynn effect, væntanlega í höfuðið á Erroll Flynn, leikaranum góðkunna. En allavegana: minn fékk 143 út úr prófinu, og á www.members.shaw.ca/delajara er hægt að bera sig saman við ýmsa fræga einstaklinga frá ýmsum tímum. Og þar fékk ég að vita að ég er jafn klár og: Bach, Beethoven, Mendelsohn og Mozart (verður Mosi Frændi klassík eftir 200 ár?) Charlotte Bronté, Wordsworth, Schiller og DeFoe (verður feitibjörn kenndur í bókmenntafræðinni?) Charles Darwin (kannski ég reyn

Vegna fjölda áskorana, aðallega frá henni sjálfri...

Mynd
...birtast hér nokkrar myndir af hinni glötuðu Roxie. Talið er að þær séu frá um 1984. Á bakvið Roxie á neðstu myndinni stendur Smóký hin undurfagra, í dressi sem kostaði 100 þúsund kall. Eigandi kjólsins sem Roxie er í borgaði henni hinsvegar tvær kippur af Elefant fyrir að hirða kjólinn. Ekki er vitað hvaðan sokkabuxurnar hennar koma. Á næstu mynd er Helga Braga að reyna að koma kellingunni út af sviðinu. Þar fyrir ofan má sjá að Roxie finnst ekki vont að borða. Og efst er hún í action að syngja "Fame"

Sumarið er búið!

Allavega var komið haust í gær. Djísus hvað það fauk í mig, og ekki bara út af rokinu á Kjalarnesi. Ég gerði þau mistök í gær að koma við á Ölveri eftir vinnu og fá mér bjór. Ekki að það séu mistök útaf fyrir sig að fá sér bjór, þvert á móti, heldur var það ætlunin að taka strætó heim þaðan. Þannig að 5 mínútum áður en vagninn átti að koma fór ég út í veðrið. Og það er búið að færa stoppistöðina við Glæsibæ. Hún er ekki lengur við Álfheima, heldur hinumegin við hornið, við Suðurlandsbrautina. Skýlið er hins vegar enn á sínum gamla stað við Álfheima, og kom því að takmörkuðum notum í rigningunni. Og ekki kom vagninn. Þegar hann var orðinn tíu mínútum of seinn hringdi ég í 540-2700 til að fá upplýsingar. Það var svarað í 11. tilraun, og þá var ég orðinn verulega fúll (og verulega blautur!) og lét út úr mér að ég væri að verða vitlaus á biðinni. Svarið lét ekki á sér standa: "Hann hlýtur að fara að koma." Ég sagðist engann áhuga hafa á að vita hvað manninum fyndist um hvað hlyt
Mynd

Orðinn straight aftur

Þá er þessu drag/pride dæmi loksins lokið í bili og bleiki liturinn farinn af síðunni. Eina sem er eftir að klára er hver skuldar hverjum hvað og hvað á hver að fá í vasann. Rýtingar eru strax farnir að stingast í bök útaf þessum fáu krónum sem komu í kassann. Gaman að segja frá því að ég hitti nemanda minn í bænum á pridedaginn og hún sagði mér að mamma sín væri í sjokki eftir að hafa séð mig í fjölmiðlum að setja upp skemmtisýningu á Gauknum. Taldi það næg sönnunargögn um að kennari barnsins síns væri sódómískur pervert. Mitt fyrsta verk eftir keppniskvöldið (þegar ég vaknaði daginn eftir semsagt) var að fara uppá DHL og sækja nýju United-treyjuna mína. Allur útí glimmeri, mjög fyndið. En treyjan er gasalega lekker og fer voða vel við augnlitinn minn og.... (KRASS BANG BÚMM) afsakið hlé Við biðjumst velvirðingar á þessu relapsi, sem nú er búið að laga. Eitthvað verið að spá í sumarbústaðaferð áður en vinnan skellur á í næstu viku, tengdó að fara á límingunum af stressi, enda aðeins

Dragkeppnin búin

Þetta gekk nú bara nokkuð vel í kvöld, þið getið fylgst með fjölmiðlum ef þið komust ekki að sjá showið, maður á von á því að það verði nokkuð mikið fjallað um þetta. Sigurvegarinn varð Drag-kóngur en ekki drottning og við eigum alveg eftir að spá í hvaða áhrif það hefur. En Tínó the Tangólover átti fyllilega skilið að vinna. Fyrir þá sem vilja bara fá Drag-drottningu þá skal það gefið upp hér að ein drottning bar höfuð herðar og augnhár yfir hinar og hún hét... Roxie. Verst að hún var ekki að keppa. En fyrir þá sem vilja fá nákvæma lýsingu á kvöldinu skal bent á www.immagaddus.blogspot.com

Allir að kveikja á Stöð 2

Ég verð hvorki meira né minna en fjórum sinnum í sjónvarpinu nú á miðvikudagsmorgun: kl. 8:20 á Stöð 2 kl. 9:20 á Stöð 2+ kl. 11:40 á Stöð 2 kl. 12:40 á Stöð 2+ allir að horfa!

Ein slakasta verslunarmannahelgi ever!

og þá meina ég í þeirri merkingu að maður var að slaka á reyndar var ég í bænum á föstudagskvöldinu og þvældist á milli staða, lenti á kjaftatörnum við Áka á Næsta bar, Guðjón á MSC og Ómel á Cozy, og náði sléttum tveggja tíma svefni áður en ég þurfti að vakna í útvarpsviðtal hjá Eiríki Jónssyni á Talstöðinni, sumir hafa kannski myndað sér skoðun á honum en mér fannst hann fínn honum fannst ég fæddur til að vera í útvarpi og leyfði mér ekki að fara fyrr en allur þátturinn var búinn Ellý Ármanns þula var líka á svæðinu og er orðin Roxie-fan Jón Bjarnason (ekki afi hennar Rósu) alþingismaður kom og fjasaði eitthvað um launakjör en það hlýtur að hafa verið hápunktur þáttarins þegar Eiríkur spurði hann hvort hann hefði farið í kjól, og hvort hann væri til í að koma fram sem special guest star á Drag-keppninni, þá sagði ég að það mætti ekki því ég hefði alltaf gert út á það að vera ljótasta, feitasta og elsta dragdrottning Íslands og hann myndi stela þeim titli af mér! við hjónin fórum svo