Fjölskylduboð-orð
Kaffiboð hjá tengdapabba, með tengda-afa og -ömmu:
"Já, og svo var það ágætt þegar hann hérna, hvað heitir hann nú aftur... pabbi hans Péturs, eða nei, hann er sonur hans Péturs... nei hans Sveins Péturssonar... já þegar hann, hvað gerði hann nú aftur...? Jú, það var þegar hann sa..."
"Jájá, þá verð ég nú að segja ykkur eina sögu" (andvörp úr ýmsum áttum) "hann var helvíti magnaður hann Guðbjartur Hólm, við vorum einusinni með kartöflugarð saman, og þegar hann hitti ömmu sína í réttum einu sinni, þá slengdi hann fram þessari stöku...: Oft var þá í þröngu blautt/ þegar hann var harður...(o.s.frv.)"
"Nei, en það var frændi hennar Sigríðar, sem... hvað hét hann nú aftur, frændi hennar Sigurlínu sem átti hundinn, Kristín? Kristín? Nú, hún er sofnuð..."
-- og hún fær nú prik sú gamla, því um leið og hún vaknaði tók hún á sig rögg og batt allsnarlega enda á samkomuna, einmitt þegar þeir gömlu voru að komast í gírinn. Respect!
"Já, og svo var það ágætt þegar hann hérna, hvað heitir hann nú aftur... pabbi hans Péturs, eða nei, hann er sonur hans Péturs... nei hans Sveins Péturssonar... já þegar hann, hvað gerði hann nú aftur...? Jú, það var þegar hann sa..."
"Jájá, þá verð ég nú að segja ykkur eina sögu" (andvörp úr ýmsum áttum) "hann var helvíti magnaður hann Guðbjartur Hólm, við vorum einusinni með kartöflugarð saman, og þegar hann hitti ömmu sína í réttum einu sinni, þá slengdi hann fram þessari stöku...: Oft var þá í þröngu blautt/ þegar hann var harður...(o.s.frv.)"
"Nei, en það var frændi hennar Sigríðar, sem... hvað hét hann nú aftur, frændi hennar Sigurlínu sem átti hundinn, Kristín? Kristín? Nú, hún er sofnuð..."
-- og hún fær nú prik sú gamla, því um leið og hún vaknaði tók hún á sig rögg og batt allsnarlega enda á samkomuna, einmitt þegar þeir gömlu voru að komast í gírinn. Respect!
Ummæli