Ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera!

Ég var að prófa að taka greindarpróf (sorrý mamma og stjúppabbi!) á www.iqtest.com og kom ekki svo illa út úr því. Það er víst miðað við að meðalgreind manna og kvenna á hverjum tíma sé 100. Svo er niðurstöðum breytt með árunum, því þrátt fyrir að manni finnist að heimurinn fari versnandi, þá eru menn sífellt að fá hærra og hærra skor á svona prófum. Mannkynið er semsagt enn að komast til vits og ára. Þannig að maður sem fékk 150 í greindarvísitölu fyrir 100 árum, myndi teljast með lægri tölu nú í dag. Þetta heitir Flynn effect, væntanlega í höfuðið á Erroll Flynn, leikaranum góðkunna.

En allavegana: minn fékk 143 út úr prófinu, og á www.members.shaw.ca/delajara er hægt að bera sig saman við ýmsa fræga einstaklinga frá ýmsum tímum. Og þar fékk ég að vita að ég er jafn klár og:

Bach, Beethoven, Mendelsohn og Mozart
(verður Mosi Frændi klassík eftir 200 ár?)

Charlotte Bronté, Wordsworth, Schiller og DeFoe
(verður feitibjörn kenndur í bókmenntafræðinni?)

Charles Darwin
(kannski ég reyni að afsanna/endurbæta þróunarkenninguna?)

Georg Wilhelm Friedrich Hegel
(semja Monty Python lag um hvað ég drekk mikið?)

James Watt
(What?)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hvernig fórstu nú að þessu .... er hægt að svindla á svona prófum ??? :o)
Bjössi sagði…
Nei, það á ekki að vera hægt. Og ég tók annað próf, á persona.is, til að taka af allan vafa, og þar fékk ég 142. So there!

Á persona.is tók ég líka tvö önnur próf. Niðurstöðurnar sem ég fékk þar voru:

Geðheilsa þín er góð

og

Áfengisneysla þín er ekki eðlileg

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu