Ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera!
Ég var að prófa að taka greindarpróf (sorrý mamma og stjúppabbi!) á www.iqtest.com og kom ekki svo illa út úr því. Það er víst miðað við að meðalgreind manna og kvenna á hverjum tíma sé 100. Svo er niðurstöðum breytt með árunum, því þrátt fyrir að manni finnist að heimurinn fari versnandi, þá eru menn sífellt að fá hærra og hærra skor á svona prófum. Mannkynið er semsagt enn að komast til vits og ára. Þannig að maður sem fékk 150 í greindarvísitölu fyrir 100 árum, myndi teljast með lægri tölu nú í dag. Þetta heitir Flynn effect, væntanlega í höfuðið á Erroll Flynn, leikaranum góðkunna.
En allavegana: minn fékk 143 út úr prófinu, og á www.members.shaw.ca/delajara er hægt að bera sig saman við ýmsa fræga einstaklinga frá ýmsum tímum. Og þar fékk ég að vita að ég er jafn klár og:
Bach, Beethoven, Mendelsohn og Mozart
(verður Mosi Frændi klassík eftir 200 ár?)
Charlotte Bronté, Wordsworth, Schiller og DeFoe
(verður feitibjörn kenndur í bókmenntafræðinni?)
Charles Darwin
(kannski ég reyni að afsanna/endurbæta þróunarkenninguna?)
Georg Wilhelm Friedrich Hegel
(semja Monty Python lag um hvað ég drekk mikið?)
James Watt
(What?)
En allavegana: minn fékk 143 út úr prófinu, og á www.members.shaw.ca/delajara er hægt að bera sig saman við ýmsa fræga einstaklinga frá ýmsum tímum. Og þar fékk ég að vita að ég er jafn klár og:
Bach, Beethoven, Mendelsohn og Mozart
(verður Mosi Frændi klassík eftir 200 ár?)
Charlotte Bronté, Wordsworth, Schiller og DeFoe
(verður feitibjörn kenndur í bókmenntafræðinni?)
Charles Darwin
(kannski ég reyni að afsanna/endurbæta þróunarkenninguna?)
Georg Wilhelm Friedrich Hegel
(semja Monty Python lag um hvað ég drekk mikið?)
James Watt
(What?)
Ummæli
Á persona.is tók ég líka tvö önnur próf. Niðurstöðurnar sem ég fékk þar voru:
Geðheilsa þín er góð
og
Áfengisneysla þín er ekki eðlileg