Brúðkaup Önnu og Jóa

Mikið rosalega var gaman í gær. Við fórum í brúðkaup á Þingvöllum og svo í veislu í Heiðmörk. Frábær dagur í alla staði. Nema kannski eitt. Ég tók nebblega að mér að sjá um að ferja hljómtæki á veislustaðinn og var svo lengi að koma þeim í gang að ég sá fram á að verða allt of seinn í kirkjuna. Sagði Rósa að fara án mín en svo redduðust græjurnar og ég hringdi aftur í hana og lét hana bíða eftir mér í Mosfellsdalnum. Brenndi svo þangað á 149km hraða en fattaði þegar ég ætlaði að stökkva upp í bílinn til hennar að ég var enn í stuttbuxm og bol. Sem betur fer voru sparifötin í mínum bíl þannig að ég gat skipt um föt á miðjum Þingvallavegi. Þýskir túristar sem fóru fram hjá í rútu munu seint gleyma því.

"Hier was der schreiber Halldór Laxness geburt"
"Jawohl, aber wer was der fesse mann im Auto?"

Við komum því miður aðeins of seint í kirkjuna, sem er mjöög lítil, og þurftum að standa fyrir utan meiripartinn af tímanum. Sem betur fer var gott veður. Undir lokin tók Jói eftir okkur og kallaði á okkur að drífa okkur inn. Við settumst bara á fremsta bekk hjá brúðhjónunum. Frekar kósí.

Veislan var svo algert æði. Tóti veislustjóri fór á kostum, presturinn setti Íslandsmet í stand-up og við Georg sungum lag fyrir Önnu og dj-uðumst svo fram á nótt. Liðið fór svo í rútu niður í bæ og ég endaði kvöldið í sveittum dansi við Evu systur brúðurinnar. Undarlegt að sú stúlka skuli ekki vera gengin út...

Og auðvitað var mér ílt í hausnum þegar ég vaknaði í morgun!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu