Flutningar að hefjast

Í morgun fór ég með einn bílfarm af drasli út á Nes áður en ég fór í vinnuna. Ákveðinn sálfræðilegur sigur að vera komin í gang með flutninga finnst okkur. Samt á málarahelvítið ýmislegt eftir ógert. Kemur sér að sum herbergin eru tilbúin svo maður getur staflað inn í þau.

Þá kemur í ljós að Mánagatan er helvíti rúmgóð íbúð, svona þegar maður er ekki með wall to wall húsgögn og dótarí.

Kemur einn að skoða á morgun, vonum það besta...

Svo skýrist líka vonandi fljótlega hversu slæmt ástandið á klóakinu hérna er, það hefur verið mikil eyðimerkurganga að fá tilboð í endurnýjun á því, mætti halda að píparar landsins liðu ekki verkefnaskort. Voru kannski náttúruhamfarir um daginn eða...?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu