24 spurningar

1. Hvaða lifandi manneskju lítur þú mest upp til og hvers vegna?

Svar: Sir Alex Ferguson. Af því að hann hrinti Liverpúl niður af einhverjum palli. Eða stalli. Eða kalli.

2. Fyrsta minningin?

Svar: Ég var að leika í sjónvarpsauglýsingu 9 mánaða gamall. Man að ég átti í smávægilegum erfiðleikum með að átta mig á að þetta væri ekki raunverulegt.

3. Mestu vonbrigðin?

Svar: Að Mosi Frændi skyldi hætta með pálmann í höndunum.

4. Hvað gerir þig dapran?

Svar: Fólk sem talar of mikið.

5. Leiðinlegasta vinnan?

Svar: Leiklistarkennsla á Tálknafirði kemur sterklega til greina. Svo var það lagerstarf í límmiðaverksmiðju í Harlesden þar sem ég var eini hvíti maðurinn.

6. Uppáhalds bókin?

Svar: Dirk Gently's Holistic Detective Agency.

7. Ertu góður kokkur, og hvað eldarðu hvunndags?

Svar: Æðislegur kokkur. Það bókstaflega verður allt að nammi sem ég snerti. Flaggskipið er Spaghetti Carbonara.

8. Ef gerð yrði kvikmynd um þig og þína ævi? Hver myndi leika þig?

Svar: Þessi.
9. Hvað er það dýrasta sem þú hefur keypt?

Svar: Miðbraut 17.

10. Hvað er mesta skammarstrikið?

Svar: Þegar á olli útafkeyrslu á hraðbraut í S-Carolina og stakk af.

11. Hvað er hamingja?

Svar: Tapleikur hjá KR.

12. Hverjir eru þínur helstu gallar?

Svar: Hvað ég er óþolandi gallalaus.

13. Ef þú værir með ofurmannlega hæfileika, hvernig myndir þú nota þá?

Svar: Skipta mér í tvennt þannig að annar ég væri heima að skipta um bleiur en hinn að sóla sig á Salómónseyjum.

14. Hvernig tilfinning er ástin?

Svar: Hún er ósköp notaleg.

15. Hvað grætir þig?

Svar: Næstum því hvað sem er. Flott lag, góð bíómynd, Ísland á sviðinu í Eurovision.

16. Hefur þú verið í lífshættu?

Svar: Já margoft. Svo oft að ég hlýt að vera ódrepandi, annars væri ég dauður.

17. Hlutir sem þú metur mest.

Svar: Nýja fjölskyldan mín. Bolti og bjór. Labbitúr um Nesið.

18. Hvað gerir þú þegar þér vill líða vel?

Svar: Fer í labbitúr um Nesið með nýju fjölskylduna mína og bjór.

19. Styrkur.

Svar: Alveg svakalega hár sársaukaþröskuldur.

20. Hvað langaði þig til að vera þegar þú varst lítill?

Svar: Flugmaður eins og pabbi.

21. Er gott að búa á Íslandi?

Svar: Það er fínt en ekki besti staður í heimi.

22. Hefur þú bjargað lífi einhvers?

Svar: Já, og sá strax eftir því. Strákgerpið hefði mátt hrapa mín vegna.

23. Hvert er draumastarfið?

Svar: Kennaradjobbið er fínt í júlí.

24. Hvað ertu að gera núna?

Svar: Bíða eftir að lesbía komi í heimsókn með asískan mat.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu