Húsráð Rósu og Bjössa - Part IV

Barnagrátur getur verið hvimleiður. Góð leið til að þagga niður í honum er að kveikja á ryksugunni. Sæmilega skynugt barn gerir sér grein fyrir því að það þýðir ekkert að væla meðan ryksugan er í gangi, það heyrir enginn í því hvort sem er. Þess vegna þagna öll sæmilega skynug börn meðan ryksugur eru í gangi.

Fyrir þá sem ekki eiga sæmilega skynug börn heldur þrollabörn má benda á að I-pod gerir sama gagn frá bæjardyrum foreldris séð, þótt barnið grenji kannski alveg jafn mikið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu