Memento Mori pt 11
Snemma á árinu 2000 var ég að vinna í Þjóðleikhúsinu á daginn og leikstýra austur í Biskupstungum á kvöldin. Keypti mér jeppadruslu og keyrði á milli eins og brjálæðingur. Eftir að hafa verið meira og minna erlendis í áratug var ég ekki sérlega vanur íslenskum aðstæðum og átti það líka til að keyra heim um nótt í hálku eftir að hafa drukkið nokkra bjóra.
En ég var bláedrú þegar þessi saga gerðist. Var að keyra niður Kambana þegar ég lenti í fljúgandi hálku og missti stjórn á bílnum. Hann hringsnerist og dansaði hingað og þangað á meðan ég reyndi að gera tvennt í einu: stíga létt á bremsuna til að hægja á bílnum - og skíta ekki í buxurnar.
Eftir hálfa mínútu fór bíllinn út í vegakant og stöðvaðist á vegriðinu. Sem betur fer hafði mér tekist að minnka hraðann nægilega til að vegriðið beyglaðist bara, en brotnaði ekki.
En ég var bláedrú þegar þessi saga gerðist. Var að keyra niður Kambana þegar ég lenti í fljúgandi hálku og missti stjórn á bílnum. Hann hringsnerist og dansaði hingað og þangað á meðan ég reyndi að gera tvennt í einu: stíga létt á bremsuna til að hægja á bílnum - og skíta ekki í buxurnar.
Eftir hálfa mínútu fór bíllinn út í vegakant og stöðvaðist á vegriðinu. Sem betur fer hafði mér tekist að minnka hraðann nægilega til að vegriðið beyglaðist bara, en brotnaði ekki.
Ummæli