Memento Mori pt10

Í London stundaði ég skemmtistaði nokkuð stíft og sérstaklega einn sem heitir Heaven. Þar var ég kominn með ýmiskonar VIP-réttindi undir það síðasta, áður en ég flutti aftur heim á klakann. Það hjálpaði líka að Doddi vinur minn og frændi vann þar sem ljósamaður. Það var ósjaldan sem ég hékk í búrinu hjá honum og við spjölluðum.

Dag einn fékk Hildur símtal að heiman. Afi hennar hafði unnið fimm milljónir í happdrætti og þar sem hann vissi hvorki í þennan heim né annan vegna Alzheimer var ákveðið að skipta fénu milli barnabarnanna hans. Þegar ég kom heim úr vinnunni voru skilaboð um að hafa samband við þær Þóru sem voru komnar á veitingahús að halda uppá þetta.

Ég fór á veitingastaðinn, gekk að borðinu þeirra og mælti hin ódauðlegu orð: "Gúddívning leidís, mæ neim is Bjössi, and æm from æsland. Ken æ bæ jú a drínk?"

Seinna um kvöldið fórum við á Heaven. Ég stóð og var að glápa út í loftið þegar ég fann skugga færast yfir mig. Ég leit upp og við hlið mér stóð negri sem hlýtur að hafa verið allavega tveir og tíu á hæð.

"I've been watching you all night" sagði hann með mjög djúpri röddu "Can I kiss you?"

En ég slapp nú lifandi frá honum. Hins vegar munaði litlu þegar ég hafði verið í ljósabúrinu hjá Dodda því ég hrasaði í bröttum stiga niður úr búrinu og lenti á hausnum. Vaknaði upp á spítala og var sagt að ég yrði að vera þar yfir nótt. Ég þverneitaði, enda snarruglaður í hausnum, og heimtaði að vera útskrifaður. Var látinn skrifa undir plagg um að ef ég dytti niður dauður væri það engum nema mér sjálfum að kenna. Labbaði svo af stað (klukkan er sirka fjögur um nótt) aftur á Heaven.

Þar þorðu menn ekki annað en að hleypa mér inn þótt ég væri í alblóðugum bol.

Það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég fattaði að ég mundi ekki neitt hvað hafði gerst og af hverju ég var kominn alblóðugur á spítala.

Og ekki fyrr en um næstu helgi að Doddi gat flett upp í bókum á skrifstofu Heaven og lesið skýrslu um hvað hefði gerst.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu