Kortið mitt er í Bangkok, ekki ég... og tsjöllingar!

Það var hringt í mig í dag frá Íslandsbanka. Góðan daginn, þú átt MasterCard kort sem er gefið út hjá okkur, og getur passað að þú hafir notað það í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári síðan? Jú, mikið rétt, ég var þá í minni brúðkaupsferð og maxaði kortið á mettíma. Kemur á daginn að það er komið upp stórfellt fölsunarmál í Bandaríkjunum og kort sem notuð voru í hraðbönkum á ákveðnu tímabili eru nú klónuð og í massanotkun í Tælandi.

Kemur ekki á óvart því ég tók eftir því að hraðbankar í Bandaríkjunum eru lítt traustvekjandi. Minna einna helst á sælgætissjálfsala og eru í bókstaflega öllum sjoppum.

Þannig að einhver Hemmi Gunn eða Megas er nú að hjakkast á 12 ára ladyboy í Bangkok á minn kostnað. Og ég fæ ekki einu sinni að vera með. Svindl!!!

Svo sá ég í Kastljósi áðan að V-Dagurinn er á næsta leiti og í ár hafa kókhausarnir og hópslagsmálahundarnir í Fazmo gengið til liðs við konur í baráttu þeirra gegn kynbundnu ofbeldi.

HAFIÐ ÞIÐ KÍKT Á www.fazmo.is ????????????????????

Það er einmitt út af svona kjöthausum sem flestum íslenskum strákum á aldrinum 11-17 ára finnst allt í lagi að dangla soldið í stelpur fyrir það eitt að hika aðeins þegar þeir heimta tott í skiptum fyrir tyggjó. Svo sitja þeir hnípnir í sjónvarpssal og biðjast auðmjúklega afsökunar á því hvað þeir séu mikil fífl

Eitt orð: TSJÖLLINGAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu