Mixteip
Fann flotta síðu á flakki mínu um netið. www.kaninka.net/mixteip
Datt inná þetta fyrir tilviljun af því að ég sá að Hjálmar vinur minn átti eitt teip þarna. Fyrir ykkur sem eruð fædd eftir 1977 er kannski erfitt að skilja það menningarsögulega fyrirbæri sem mixteipið er, en ég læt Palla eftir að skýra það á síðunni sinni. Kíkið! En ég fór í gamlar hirslur og fann eitt alveg eðal antik nostalgíu vintage mixteip sem ég bjó til sjálfur um 1981-2 með því að taka lög upp úr útvarpinu, úr þeim dáða þætti Lög unga fólksins.
Hlið A:
1. The Robots - Kraftwerk.
Einhverra hluta vegna voru Kraftwerk afar vinsælir í LUF á tímabili, og það er spooky að ég þekki í dag fólk sem lítur á þá sem guði en var ekki fætt þegar ég var á pásutakkanum að taka þetta upp. Auðvitað missti ég mig alveg í Kaplakrika þegar þetta var tekið.
2. Super Freak - Rick James.
Óskaplega heitt danslag um það leyti sem "kuldarokk" var aðalmálið. Mörgum árum seinna skildi enginn af hverju ég fílaði MC Hammer í ræmur, en það var bara nostalgía.
3. It's my party - Barbara Gaskin & Dave Stewart.
Ég veit enn ekki hvort þetta er Dave úr Eurythmics, en þetta er hádramatísk nýrómantíkurútgáfa af gömlu bubblegum lagi.
4. Video - Grafík.
Flottasta lag Grafíkur ever. Bassasándið hefur verið kraftaverk miðað við sögurnar sem maður hefur heyrt um tæknilegar aðstæður við upptökur á laginu. Varð alltaf fyrir vonbrigðum á tónleikum með Grafík, eftir að þeir breyttust í homma og fóru að sletta málningu hver á annan, að heyra þetta lag ekki, en Síðan Skein Sól bætti svo úr því einu sinni. Snilld.
5. It ain't what you do - Fun Boy Three og Bananarama
FB3 var annað band sem var í hverjum einasta LUF þætti á sama tíma og Kraftwerk. Fyndið, maður upplífði þennan þátt sem algeran viðbjóð (því auðvitað var meirihlutinn Paul Young og Nik Kershaw) en það komst fleira kúl dót að þarna heldur en á nokkrum playlista í dag. Ahh, those were the days...
6. Visions of China - Japan.
David Sylvian ber stóran hluta ábyrgðar á því að enn þann dag í dag á ég það til að skella mér á djammið með allt of mikla málningu í framan. Og ég er að nálgast fertugt. Þetta lag finnst mér ekki hafa elst vel. En það er kannski útaf fyrrgreindu.
7. Number of the beast - Iron Maiden.
Ég man að ég sá eftir að hafa tekið þetta lag upp. Það var enginn af mínum vinum sem fílaði þungarokk, nema Jói Píka (nú veitingamaður á Café Rosenberg) og maður tók nú ekki mark á honum. Við lentum síðar í hljómsveit saman við Jói. Tók heldur ekkert mark á honum þá. En maður tók ekki lög út af spólum.
8. Showroom dummies - Kraftwerk.
Jújú, hér eru reglur brotnar, því lagið klárast með spólunni og The Robots var fyrst, og auk þess fannst mér þetta með slakari lögum Þjóðverjanna. En maður átti að fíla Kraftwerk, svo það fékk að vera með.
Hlið B:
1. In the air tonight - Phil Collins.
Já ég veit. Hvað get ég sagt? Það er mjög erfitt að verja þetta miðað við það hvernig rættist úr tónlistarferli Phils karlsins, en þetta lag, sem var hans fyrsta sem sólóartist, var bara helvíti kúl á sínum tíma. En það virkar ekki eins vel þegar hann er búinn að nota sama trommubreikið hundrað sinnum, meðal annars í viðbjóðnum Easy Lover.
2. Da Da Da - Trio.
Þetta fannst manni flott, en það hefur ekki elst vel. Sérstaklega ef maður tekur með í reikninginn að Ómar Ragnarsson hefur coverað þetta. En ég var tólf ára og átti bágt með að þekkja þetta frá Kraftwerk, enda hvort tveggja þýskt syntapopp.
3. I love Rock'n'roll - Joan Jett & the Blackhearts.
Þetta er náttúrlega algerlega ömurlegt lag, og var orðið að löngu áður en Britney tók það, en hennar útgáfa er eiginlega hin eina rétta.
4. Bolero - Ravel.
I kid you not. Það komst furðulegasta stöff inn á milli í Lögum unga fólksins. Það fór allt eftir því hvort þáttastjórnanda fannst bréfið vitsmunalegt sem fylgdi með. Þegar maður spáir í það þá var þessi þáttur ótrúleg snilld, því að það skrifuðu kannski 50 manns með "geggjaðar stuðkveðjur" og báðu um whatever froðu sem var á toppnum, en það var bara afgreitt með því að allar kveðjurnar voru lesnar á ógnarhraða, lagið spilað og svo mátti vera með allskonar tilraunastarfsemi í restinni af þættinum. Og klassík komst með, einstaka sinnum. Man að það fylgdi lygasaga með kveðjunni að hér væri tónverk sem hefði gert áheyrendur geðveika við frumflutning, þeir hefðu ruðst að útganginum í æðiskasti og flestir troðist undir.
5. The lunatics have taken over the asylum - Fun Boy Three.
Aftur brotin regla, en þetta lag var (og er) spikfeitt og miklu betra en Bananarama-froðan. Á sama tíma var maður að heyra Bubba byrja að fjalla um geðveilu í sínum textum, að maður tali nú ekki um Einar Örn, svo þetta risti fjandi djúpt. Hlálegt eftir á að hyggja, fermingarstrákur í lúxusvillu á Seltjarnarnesi að þykjast vera geðveikur.
6. Eye of the tiger - Survivor.
Ég hef enga afsökun. Nema að mér fannst gítarriffið í introinu flott. Og í fyrra átti ég ógleymanlegt plebbamóment þegar ég tók þetta í karókí á starfsmannafylleríi. Það var í Klúbbnum við Gullinbrú þar sem karókívélin gefur manni stig fyrir sönginn, og ég fékk 100%. Sem hef aldrei getað sungið.
7. Ilty ebni - Tappi Tíkarrass.
Tók þetta upp af skyldurækni frekar en annað, því ég var meira að fíla Vonbrigði, Þey og mest af öllu Purrkinn. Tappinn fannst mér alltaf full arty farty.
8. Putting out fire - David Bowie.
Titillagið úr Cat People. Ég hafði komist í kynni við Bowie í gegnum stórabróður besta vinar míns. Sá hinn sami var þá í MH og mér fannst hann svo kúl að ég endaði með að fara í sama skóla. Grínlaust. Hann átti líka allar plöturnar með Kiss.
Datt inná þetta fyrir tilviljun af því að ég sá að Hjálmar vinur minn átti eitt teip þarna. Fyrir ykkur sem eruð fædd eftir 1977 er kannski erfitt að skilja það menningarsögulega fyrirbæri sem mixteipið er, en ég læt Palla eftir að skýra það á síðunni sinni. Kíkið! En ég fór í gamlar hirslur og fann eitt alveg eðal antik nostalgíu vintage mixteip sem ég bjó til sjálfur um 1981-2 með því að taka lög upp úr útvarpinu, úr þeim dáða þætti Lög unga fólksins.
Hlið A:
1. The Robots - Kraftwerk.
Einhverra hluta vegna voru Kraftwerk afar vinsælir í LUF á tímabili, og það er spooky að ég þekki í dag fólk sem lítur á þá sem guði en var ekki fætt þegar ég var á pásutakkanum að taka þetta upp. Auðvitað missti ég mig alveg í Kaplakrika þegar þetta var tekið.
2. Super Freak - Rick James.
Óskaplega heitt danslag um það leyti sem "kuldarokk" var aðalmálið. Mörgum árum seinna skildi enginn af hverju ég fílaði MC Hammer í ræmur, en það var bara nostalgía.
3. It's my party - Barbara Gaskin & Dave Stewart.
Ég veit enn ekki hvort þetta er Dave úr Eurythmics, en þetta er hádramatísk nýrómantíkurútgáfa af gömlu bubblegum lagi.
4. Video - Grafík.
Flottasta lag Grafíkur ever. Bassasándið hefur verið kraftaverk miðað við sögurnar sem maður hefur heyrt um tæknilegar aðstæður við upptökur á laginu. Varð alltaf fyrir vonbrigðum á tónleikum með Grafík, eftir að þeir breyttust í homma og fóru að sletta málningu hver á annan, að heyra þetta lag ekki, en Síðan Skein Sól bætti svo úr því einu sinni. Snilld.
5. It ain't what you do - Fun Boy Three og Bananarama
FB3 var annað band sem var í hverjum einasta LUF þætti á sama tíma og Kraftwerk. Fyndið, maður upplífði þennan þátt sem algeran viðbjóð (því auðvitað var meirihlutinn Paul Young og Nik Kershaw) en það komst fleira kúl dót að þarna heldur en á nokkrum playlista í dag. Ahh, those were the days...
6. Visions of China - Japan.
David Sylvian ber stóran hluta ábyrgðar á því að enn þann dag í dag á ég það til að skella mér á djammið með allt of mikla málningu í framan. Og ég er að nálgast fertugt. Þetta lag finnst mér ekki hafa elst vel. En það er kannski útaf fyrrgreindu.
7. Number of the beast - Iron Maiden.
Ég man að ég sá eftir að hafa tekið þetta lag upp. Það var enginn af mínum vinum sem fílaði þungarokk, nema Jói Píka (nú veitingamaður á Café Rosenberg) og maður tók nú ekki mark á honum. Við lentum síðar í hljómsveit saman við Jói. Tók heldur ekkert mark á honum þá. En maður tók ekki lög út af spólum.
8. Showroom dummies - Kraftwerk.
Jújú, hér eru reglur brotnar, því lagið klárast með spólunni og The Robots var fyrst, og auk þess fannst mér þetta með slakari lögum Þjóðverjanna. En maður átti að fíla Kraftwerk, svo það fékk að vera með.
Hlið B:
1. In the air tonight - Phil Collins.
Já ég veit. Hvað get ég sagt? Það er mjög erfitt að verja þetta miðað við það hvernig rættist úr tónlistarferli Phils karlsins, en þetta lag, sem var hans fyrsta sem sólóartist, var bara helvíti kúl á sínum tíma. En það virkar ekki eins vel þegar hann er búinn að nota sama trommubreikið hundrað sinnum, meðal annars í viðbjóðnum Easy Lover.
2. Da Da Da - Trio.
Þetta fannst manni flott, en það hefur ekki elst vel. Sérstaklega ef maður tekur með í reikninginn að Ómar Ragnarsson hefur coverað þetta. En ég var tólf ára og átti bágt með að þekkja þetta frá Kraftwerk, enda hvort tveggja þýskt syntapopp.
3. I love Rock'n'roll - Joan Jett & the Blackhearts.
Þetta er náttúrlega algerlega ömurlegt lag, og var orðið að löngu áður en Britney tók það, en hennar útgáfa er eiginlega hin eina rétta.
4. Bolero - Ravel.
I kid you not. Það komst furðulegasta stöff inn á milli í Lögum unga fólksins. Það fór allt eftir því hvort þáttastjórnanda fannst bréfið vitsmunalegt sem fylgdi með. Þegar maður spáir í það þá var þessi þáttur ótrúleg snilld, því að það skrifuðu kannski 50 manns með "geggjaðar stuðkveðjur" og báðu um whatever froðu sem var á toppnum, en það var bara afgreitt með því að allar kveðjurnar voru lesnar á ógnarhraða, lagið spilað og svo mátti vera með allskonar tilraunastarfsemi í restinni af þættinum. Og klassík komst með, einstaka sinnum. Man að það fylgdi lygasaga með kveðjunni að hér væri tónverk sem hefði gert áheyrendur geðveika við frumflutning, þeir hefðu ruðst að útganginum í æðiskasti og flestir troðist undir.
5. The lunatics have taken over the asylum - Fun Boy Three.
Aftur brotin regla, en þetta lag var (og er) spikfeitt og miklu betra en Bananarama-froðan. Á sama tíma var maður að heyra Bubba byrja að fjalla um geðveilu í sínum textum, að maður tali nú ekki um Einar Örn, svo þetta risti fjandi djúpt. Hlálegt eftir á að hyggja, fermingarstrákur í lúxusvillu á Seltjarnarnesi að þykjast vera geðveikur.
6. Eye of the tiger - Survivor.
Ég hef enga afsökun. Nema að mér fannst gítarriffið í introinu flott. Og í fyrra átti ég ógleymanlegt plebbamóment þegar ég tók þetta í karókí á starfsmannafylleríi. Það var í Klúbbnum við Gullinbrú þar sem karókívélin gefur manni stig fyrir sönginn, og ég fékk 100%. Sem hef aldrei getað sungið.
7. Ilty ebni - Tappi Tíkarrass.
Tók þetta upp af skyldurækni frekar en annað, því ég var meira að fíla Vonbrigði, Þey og mest af öllu Purrkinn. Tappinn fannst mér alltaf full arty farty.
8. Putting out fire - David Bowie.
Titillagið úr Cat People. Ég hafði komist í kynni við Bowie í gegnum stórabróður besta vinar míns. Sá hinn sami var þá í MH og mér fannst hann svo kúl að ég endaði með að fara í sama skóla. Grínlaust. Hann átti líka allar plöturnar með Kiss.
Ummæli
Afhverju er búið að aaðileggja allt samaaan.
Mér fannst það alltaf flottara en vídeólagið. (það var nú reyndar voða eitthvað arty farty, fékk þó alltaf gæsahúð þegar stelpan sagði þetta í lok lagsins)
En ILuuvRnR með Joan Jett er frábært lag, og hana nú.
næs sajt annars þessi mixtæp.