Georg Besti

George Best dó í dag.

Áfengisiðnaðurinn í Bretlandi sendi frá sér afkomuviðvörun.

Mottó hans, og þarafleiðandi mitt:

Ég eyddi peningunum mínum í brennivín, stelpur og hraðskreiða bíla... og afganginum í vitleysu.

Uppáhalds sagan mín af honum:

Vikapiltur á hóteli kemur með morgunverðinn á herbergi Best, og sér goðið flissandi uppi í rúmi með Miss World. Á náttborðinu er kampavínsflaska og risa seðlabúnt, 20 þúsund pund, sem hann hafði unnið í einhverju spilavíti um nóttina.
Vikapilturinn: "George... where did it all go wrong?"

Mental note to self: ekki hafa fyrir því að láta skipta um lifur þegar þar að kemur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu