Drama á Kjaló
Sum ykkar kunna að minnast þess þegar ég sagði hér frá unglingum á Kjalarnesi sem voru að reyna að vera krimmar. Talað um að það ætti að smala liði frá bænum eða Kópavogi og berja menn. Strandaði svo á því að þetta eru 14 ára börn og strætó gengur svo sjaldan þarna uppfrá.
Í nótt var svo brotist inn í skólann okkar. Rúðu stútað og ruðst inn, tölva tekin. Skömmu síðar gerðist það sama í leikskólanum sem er í næsta húsi. OK hverfið er þannig að öll hús eru í næsta húsi, en það er önnur saga.
Nema hvað, innbrotsþjófurinn, sem reyndist vera "góðkunningi" lenti í því óláni að bíllinn hans bilaði. Þannig að löggan kom á vettvang, bar kennsl á bílinn og varð svo logandi hrædd við þennan stórglæpamann að þeir þorðu ekki inn í leikskólann nema fá backup. Í millitíðinni mætti ein frúin í vinnuna, fann glæponinn sitjandi í mestu makindum inni á kaffistofu, spurði hvort hún vildi ekki fá sér tíu með honum meðan hann beið eftir að vera handtekinn.
Heyrðu og Roy Keane stormaði út af Old Trafford í fússi í morgun. Maður er hálf sleginn.
Í nótt var svo brotist inn í skólann okkar. Rúðu stútað og ruðst inn, tölva tekin. Skömmu síðar gerðist það sama í leikskólanum sem er í næsta húsi. OK hverfið er þannig að öll hús eru í næsta húsi, en það er önnur saga.
Nema hvað, innbrotsþjófurinn, sem reyndist vera "góðkunningi" lenti í því óláni að bíllinn hans bilaði. Þannig að löggan kom á vettvang, bar kennsl á bílinn og varð svo logandi hrædd við þennan stórglæpamann að þeir þorðu ekki inn í leikskólann nema fá backup. Í millitíðinni mætti ein frúin í vinnuna, fann glæponinn sitjandi í mestu makindum inni á kaffistofu, spurði hvort hún vildi ekki fá sér tíu með honum meðan hann beið eftir að vera handtekinn.
Heyrðu og Roy Keane stormaði út af Old Trafford í fússi í morgun. Maður er hálf sleginn.
Ummæli