21 ágúst 2008

Djöfullinn danskur

Það verður seint sagt um Dani að þeir kunni að tapa. Það var til dæmis óborganlegt að vera staddur í Köben um það leyti sem Jón Ásgeir var að kaupa Magasin du Nord. Hver einasti Dani leiftraði af öfund og hatri ef það kom í ljós að maður var Íslendingur.

Svo var það um daginn að við kepptum við þá í handbolta og áttum við ramman reip að draga vegna þess að dómararnir voru Svíar. Svíar væru einmitt að keppa á Ólympíuleikunum ef við hefðum ekki unnið þá í úrslitaleik um keppnisréttinn. Og Svíar eru ekki góðir lúserar heldur, þannig að dómararnir styttu sér stundir við að dæla á okkur tveggja mínútna brottvísunum hægri vinstri. En við náðum samt jafntefli eins og flestir muna, jöfnuðum úr vítakasti á lokasekúndunum. Og danski þjálfarinn missti sig, litla tapsára svínið. Talaði um fyrirfram ákveðin úrslit og að dómgæslan hefði hallað á sína menn. Þvílíkt bull.

Svo les maður þetta kostulega viðtal við leikmenn danska liðsins eftir að þeir töpuðu fyrir Króötum í átta liða úrslitum:

»Det er noget lort. Vi kom her for at vinde, og hvis vi havde haft marginalerne i dag, så havde vi sgu stået i en semifinale. Det er et ordentligt gok, at vi nu skal spille de åndssvage placeringskampe«, sagde Joachim Boldsen, da han sammen med holdkammeraterne havde prøvet at fordøje skuffelsen i omklædningsrummet.

»Det er jo i virkeligheden tåbeligt, at man skal spille de kampe, når de ikke gælder en skid«, tilføjede Klavs Bruun Jørgensen. »Der er vist noget om, at vi får et olympisk diplom, hvis vi bliver nummer fem, men skulle vi så blive det, ville jeg med glæde give diplomet videre til nummer seks«, sagde veteranen.

Også Lars Christiansen havde mere lyst til at tage første fly hjem fra Beijing. »Jeg er pisseirriteret over, at vi skal spille de to kampe, når vi nu ikke kan komme med op og spille om medaljer. Jeg håber da på, at vi alligevel kan løfte os, men alle ville vist gerne have været de kampe foruden«, sagde dagens danske topscorer Lars Christiansen.

Engin ummæli: