31 ágúst 2008

Blessuð blíðan


Það eru þrjú ár síðan fellibylurinn Katrina lagði New Orleans í rúst.
Nú er Gustav á leiðinni og hann er öflugri en nokkur fellibylur sem vitað er um á sögulegum tímum.
Borgarstjórinn í NO segir að þeir sem ekki drulli sér út úr borginni í hvelli verði fluttir nauðungarflutningum.
Eins og sést á myndinni er Hanna þegar byrjuð að safna kröftum og mun koma strax í kjölfarið á Gustav.
En þetta er allt í lagi! Höldum áfram að keyra um á einkabílum, einn maður í bíl, brenna olíu og reisa álver. Því hitt væri svo helvíti óþægilegt.

Engin ummæli: