Ég á líka hús :-)

Við Rósa fórum í morgun og skrifuðum undir kaupsamninginn, og getum semsagt farið að spá í að breyta um lögheimili og láta setja okkur í símaskrána og soleis. Það lá bara við að maður vöknaði um augun þegar það var að gerast.

Svo fór ég að hitta nýja þjóðleikhússtjórann í morgun. Kom svosem ekki mikið út úr því, nema hún sagði mér að ég ætti að finna leikrit sem mig langaði að setja upp og svo skyldi hún sjá til.

Gaurarnir frá ÍTR komu svo upp í skóla í hádeginu (ég húkkaði reyndar far með þeim frá þjóðleikhúsinu) og skoðuðu atriðið okkar. Gat ekki séð annað en að þeim litist á það. Ég þarf svo að fara í stúdíó í kvöld að græja tónlistina. Skrifa bara tímana á ÍTR, tíhí.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu