17 janúar 2005

Í dag verð ég (kannski) fasteignareigandi :-)

Jamm, það bendir flest til þess að við Rósa séum búin að eignast heimili. Þetta gerðist allt frekar hratt í síðustu viku, en samt vorum við búin að bíða gegt lengi eftir að fá að sjá akkúrat þessa íbúð. Soldið fyndið að við löbbuðum um alla Norðurmýri í sumar (þegar við vorum enn bara kærustupar) og vorum sammála um að Mánagata væri besta gatan í hverfinu, og að það væri best að vera innst í götunni, samt ekki alveg innst. Og getiði hvar húsið er?

Í millitíðinni vorum við búin að kíkja á nokkrar eignir, og urðum meðal annars skotin í gamla Nýlistasafninu á Vatnsstíg, en það datt uppfyrir. Svo nú erum við bara að bíða eftir því að KB Banki samþykki að við yfirtökum lánin sem hvíla á þessum krúttlega kjallara, og við ættum að frétta af því í dag eða á morgun.

Innflutningspartí verður um mánaðamótin mars-apríl.

Engin ummæli: