21 janúar 2005

Dragdrottning Íslands 2005

Ég fór semsagt á Cozy í gær og hitti Georg. Vondir menn sem setja bjór á tilboð BARA ef maður kaupir þrjá. Á virkum degi. Ég er orðinn og gamall fyrir soleiðis. En allavegana, við ætlum að búa til litla sæta dragkeppni í ár, helst á sama tíma og Pride, enda erum við báðir vinnandi menn á veturna. Þjóðleikhúskjallarinn verður sennilega staðurinn, og þetta verður sona back to basics dæmi, ekki eitthvað mega production eins og síðustu tvö skiptin. Og Roxie kemur fram. Georg ætlar að vera í gallabuxum allt kvöldið.

You heard it here first, (ekki það að neinn lesi bloggið mitt enn sem komið er nema Páski, og þá bara þegar ég heimta það...)

1 ummæli:

Fiffi sagði...

Jahérna.. Bjór á tilboði og þú segir neitakk. Þú ert greinilega orðinn ráðsettur!