Grrrrrr...... Dumme KB banken

Mér var semsagt sagt í gær, nei því miður, þú færð svar á morgun (það er í dag, jibbí) en hinsvegar sá ég að það er búið að taka auglýsinguna um íbúðina okkar út af netinu og af söluskrá hjá fasteignasalanum, þannig að þeim finnst við vera búin að kaupa þetta.

Ég fór í gær að skoða íbúð með mömmu. Eins og ég hafi nú ekki gert nóg af því að skoða og þurfi nauðsynlega að halda áfram svo ég fái ekki fráhvarfseinkenni. En við kíktum á þessar nýju íbúðir við Suðurhlíð, alveg oní Fossvoginum (sjónum sko, ekki hverfinu) og þær eru GLATAÐAR. Kellingin var voða hrifin af þeirri sem var minnst og ljótust, og þegar maður fór út á svalir blasti við manni heil hraðbraut með allri bílaumferð stórreykjavíkursvæðisins á einu bretti. Hún sagði, þetta venst alveg, þetta er bara eins og árniðurinn í sveitinni. Já sagði ég, ef þú býrð við Gullfoss. Og hann er úr bensíni, ekki vatni.

Já, ég fékk á kjaftinn. Af hverju spyrðu?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu