Frídagar eru leiðinlegir
Ég get svarið það. Ég er orðinn svo óvanur því að vera í fríi að ég er að drepast úr leiðindum. Í gær var ég orðinn svo hrikalega þreyttur að ég stóð ekki í lappirnar þegar ég kom heim um kvöldið. Svo vaknaði ég auðvitað kl 6 í morgun af gömlum vana og hef verið að horfa út í loftið í allan dag að bíða eftir að eitthvað gerist. Það er ekki á hverjum degi sem maður er kominn heim af pöbbnum klukkan eitt!
Hvernig ætli morgundagurinn verði?
Hvernig ætli morgundagurinn verði?
Ummæli