Stemmning og ferskt

Þannig er það nú. Aaaaaaaaalveg að detta í jólafrí, bara dagurinn í dag og morgundagurinn eftir.

Grand Rokk logaði í illindum um helgina þegar fótboltaleikur fór ekki eins og barþjónn óskaði.

Jólagjafainnkaupin stefna í nýtt met hjá mér í ár, því ég ætla að reyna að ná þessu niður í klukkutíma á Þorláksmessumorgun.

Við hjónin stingum af yfir áramótin, fljúgum til London 28.. desember og komum aftur 2. janúar.

Sónar næsta dag og þá er jólafríið búið - maður fær rétt sléttan hálfan mánuð. Ekki var það svona í mínu ungdæmi - þá var jólafríið að minnsta kosti þrjár vikur. Svindl!

Ummæli

Í þínu ungdæmi - var það ekki líka þá sem börnin voru tekin snemma úr skólum á vorin til að hjálpa til við bústörfin...
Bjössi sagði…
Það er enn gert.
Immagaddus sagði…
Sónar?
Er ykkur boðið um borð í kafbát?

Word verification dagsins er:
ludkyw. Sem er pólskur tréspíravodki og gerið menn að blindingjum.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu