08 desember 2007

Secret admirers!

Fann þetta á gúggul:Hann er frændi einhvers, hann Mosi

Stælti sölumaðurinn hagræddi sér í sætinu þar sem hann kraup og snéri aftur. "Nei, þetta er meira svona duunnng duuunnnng dung", sagði hann í ákveðnum tón við líffræðinginn sem sat fyrir aftan okkur með rosalega verðmæta gítarinn í fanginu og liverpool trefil um hálsinn. "Svona?", spurði líffræðingurinn og hélt áfram að reyna að spila undir svo sölumaðurinn gæti frumflutt "frumsamda" lagið sitt. Hann spilaði frekar einhæft lagið, sömu línuna aftur og aftur. "Já, þarna kom það...", svaraði sölumaðurinn og byrjaði syngja textann sinn. Ég var nú bara að hlusta með öðru eyranu. Hitt eyrað var að hjálpa mér að fylgjast með hverjir færu úr rútunni og hverjir héldu áfram. Skyndilega fannst mér ég þekkja frumsamda lagið. Ég potaði í sölumanninn, brosti og sagði: "Þetta er ekkert frumsamið lag... þetta er Katla Kalda með...." og áður en ég gat klárað tók sölumaðurinn undir og hálpaði mér að klára setningun: ".. með Mosa frænda.. Ég VEIT!" "Þekkirðu þá ekki Ástin sigrar með þeim?", spurði ég - yfir mig spennt að hitta einhvern sem er svona vel að sér í íslenskri tónlistarsögu. "Jú, frábært lag!", svaraði sölumaðurinn og skoppaði svo í burtu. Seinna um kvöldið gerði hann svo aðra tilraun til að flytja Kötlu Köldu - en samstarfsmenn okkar kunna ekki gott að meta.Ástin sigrar (?) hefur lengi átt sérstakan stað í hjarta mér. Þetta krúttlega, bitra, öfugsnúna ástarlag. "Ég fæ illt magann er þú segist elska mig! Ég fæ óbragð í munninn bara af því að horfa á þig.... málið horfir svona við mér, ég vildi frekar sofa með flóðhesti en þér. Þú lofaðir að vera með mér í 17 ár, þú hélst þú hefðir ekkert betra að gera. Nú ertu loksins að fara og vilt að ég verði ofsa sár en mér er alveg sama því ég þoli þig ekki. Ég þoli þig ekki! Ástin sigrar! Ástin sigrar". Hrein snilld alveg. Ég á auðvitað mína eigin túlkun á stórbrotnum textanum. Vinir mínir horfðu á mig með furðu þegar ég spilaði uppáhaldslagið mitt. Kannski er fólk svona úr sveitinni hugsuðu þau örugglega þar sem ég var nú eiginlega sú eina utan að landi. En ég gafst ekki upp. Strax 17 ára var ég farin að sitja undir því að hafa ömurlegan tónlistarsmekk... vinir mínir nú til dags nota aðeins penari orð og segja að ég hafi "öðruvísi" tónlistarsmekk. Ég vil meina að ég hafi fjölbreyttann, opinn og lifandi tónlistarsmekk. Og með því að spila lagið nógu oft, túlka textann, tala fólk í gegnum lagið náði ég að safna fleiri aðdáendum. Þegar heimasætan var orðin nógu stálpuð byrjaði ég að syngja lagið fyrir hana, reyna að kenna henni það... reyna að fá hana til að samþykkja að það sé frábært - enda hefur hún erft smá brot af mínum tónlistarsmekkOg nú get ég haldið áfram að boða fagnaðarerindið. Mosi Frændi er kominn með heimasíðu! Þar er hægt að lesa um hljómsveitina og hlusta á löginn þeirra, og nú get ég hætt að syngja fyrir heimasætuna og get leyft henni að heyra alvöru útgáfuna.. Endilega kíkið við og prófið að hlusta : http://www.myspace.com/mosifraendi Ég ætla að hlusta aftur á Ástin sigrar (?) og gá hvort ég fái áfram gæsahúð við að heyra það!

1 ummæli:

Jói sagði...

ég er að fíla þetta . . .